Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. ERTU FJÖLHÆFUR OG ÁHUGASAMUR? Okkur vantar kennara að Grunnskólanum Hofsósi. Kennslugreinar eru íþróttir, smíðar og danska. Gott húsnæði í boði. Nánari upplýsingar veitir skóla- stjóri, Svandís Ingimundardóttir, í síma 95-6395 og 95-6346. IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfóik til eftirtalinna starfa. Starfsmaður óskast í unglingaathvarfið í 46% kvöldstarf frá 10.08.86. Umsækjandi þarf að hafa menntun í uppeldis-, félagsvísindum og/eða annað sambærilegt nám. Reynsla í unglingastarfi æskileg. Um er að ræða mjög lifandi og skemmtilegt uppeld- is- og meðferðarstarf með unglinga. Upplýsingar eru veittar í síma 20606 eftir hádegi (14-18). Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 25.07. 1986. IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa: Forstöðumannsstaða við dagheimili/leikskóla Hraun- borg, Hraunbergi 10. Umsjónarfóstrustaða með dagmæðrum, 75% starf. Fóstrustöður á eftirtalin heimili: litlu dagheimilin, Efrihlíð v/Stigahlíð og Garðaborg, Bústaðavegi 81, dagheimili/leiksk. Iðuborg, Iðufelli 6, og Grandaborg, Boðagranda 9, og stóru dag- heimilin Bakkaborg v/Blöndubakka, Laufásborg, Laufásvegi 53-55, og Sunnuborg, Sólheimum 19. Ennfremur á skóladagheimilið að Fornhaga 8. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur á skrifstofu Dagvistar í síma 27277 og for- stöðumaður viðkomandi heimilis. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Póshússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. SRÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Yfirsjúkraþjálfari óskast við Kópavogshæli. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítala fyrir 11. ágúst nk. Upplýsingar veitir yfir- læknir Kópavogshælis í síma 41500. Starfsmenn óskast í býtibúr og til ræstinga við Land- spítalann. Upplýsingar veitir ræstingastjóri Landspítal- ans í síma 29000. Aðstoðardeildarstjóri óskast á taugalækningadeild 32 A. Sjúkraliðar óskast í fasta vinnu á sængurkvennadeild- ir og meðgöngudeild. Sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga á ýmsar deildir kvennadeildar. Fastar kvöldvaktir á virkum dögum og um helgar koma til greina. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfor- stjóri Landspítalans í síma 29000. Meðferðarfulltrúi óskast við geðdeild Barnaspítala Hringsins við Dalbraut frá 1. september nk. Starfið er fólgið í að veita meðferð innlögðum börnum með geðrænar truflanir. Umsækjandi verður að hafa lokið uppeldisfræðilegu námi sem svarartil BA-prófs í sálar- fræði, félagsvísindum, uppeldisfræði eða kennara- prófi. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 84611. Starfsmenn óskast til afleysinga við Kópavogshæli til vinnu á deildum og til fastra næturvakta. Upplýsingar veitirframkvæmdastjóri Kópavogshælis í síma 41500. Reykjavík, 14. júlí 1986. Neytendur DV Venð hress allan daginn Kannist þið ekki við að verða stundum dösuð fljótlega eftir há- degi og langa mest til að fara heim að sofa? Jú, sennnilega hafa flestir orðið fyrir því, sumir finna jafhvel fyrir þessu ó hverjum degi. Algengt ráð hefur verið að skella í sig kaffi og súkkulaði til að „hressa sig“. Sú orka sem fæst af því stendur mjög stutt og er ekki ráðlögð til langframa. Góð ráð til að vinna bug á þessu látum við hér fylgja: Besta ráðið er auðvitað að fa sér smáblund. Það getur verið mjög hressandi að ná því að blunda að- eins í 15-30 mínútur. Þar sem því verður ekki við komið er ágætt að fa sér eins og tíu mínútna göngut- úr og ganga þá rösklega og anda djúpt. Þannig getur fólk orðið þrælhresst á ný. Einnig er sniðugt að skipuleggja daginn þannig, ef kostur er, að geyma skemmtilegu verkin þangað til eftir hádegi því sé fólk að gera eitthvað sem því leiðist mun það verða ennþá das- aðra. Sé þungrar máltíðar neytt í hádeginu getur það haft í för með sér að viðkomandi verði dasaður lengi á eftir þar sem mikil orka fer í það að melta matinn. Að lokum skal á það bent, sem margir kann- ast þó við, að sá sem vill vera hress síðdegis verður algjörlega að neita sér um áfengi kvöldið áður. -RóG. Pétur Gíslason, fisksali I Hatnarfiröi, sýnir okkur saltaða selspikið sem hann er nýfarinn að hafa á boðstólum. DV-mynd Óskar Öm Saltað selspik Hér á árum áður var saltað selspik oft á borðum landans og þótti ógætis matur. í dag þætti líklega mörgum nútímanninum það skiýtinn réttur á diski. Engu að síður rákumst við á saltað selspik til sölu í fiskbúð Norður- bæjar í Hafnarfirði. Fisksalinn þar sagðist vera nýfarinn að bjóða þetta til sölu og hefði hann ákveðið að prófa að hafa selspik á boðstólum þar sem nokkuð hefúr verið um að eldri menn hafi spurt um það. Selspikið fær hann frá Dalvík þar sem það er verkað og saltað. Þeim sem á annað borð líkar við selspikið finnst það sælgæti líkast en sumir hafa líkt því við hvalkjöt. Oftast er það soðið og haft með saltfiski eða skötu. Salt- aða selspikið selur hann á 180 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.