Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 18
^□□□□□□□□□□□□□□□□□(^ 18 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er 15. júlí nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og dísillyftara, enn- fremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og við- gerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF., Vitastíg 3, simar 26455 og 12452. J LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Fóstra og þroskaþjálfi, eða fólk með hliðstæða menntun, óskast til starfa á vistheimili barna, Dal- braut 12, frá og með 1. sept. '86. Upplýsingar veita forstöðumenn í símum 31130 og 32766. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 föstudaginn 1. ágúst 1986. m LAUSAR STÖÐUR HJÁ W REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar. Fulltrúi við hundaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykja- víkursvæðis. Starfið felst í almennri skrifstofuvinnu, símavörslu og tölvuskráningu. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlitsins, Oddur R. Hjartarson, í síma 623022. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 21. júlí 1986. □□□□□□□□□□□□□□ Blaðbera vantar AKUREYRI Blaðbera vantar í innbæinn á Akureyri strax. Upplýsingar hjá afgreiðslu DV, Akureyri, sími 96-25013. mnr—11—11—11—innr-inmnm □ o □ □ □ □ □ □ □ 0 □ □ □ □ □ □ □ .<2 Iþrótdr „Anægður með samninginn og líst vel á Leverkusen" -segir Atfli Hilmarsson. Óvíst hvort hann leikur með landsliðinu „Ég er mjög ánægður með þennan samning og list ákaflega vel á mig hér í Leverkusen. Ég var að vísu spennt- astur um tíma fyrir því að fara til Sviss en úr þvi að svo fór sem fór þá er þetta áreiðanlega það næstbesta í stöðunni," sagði Atli Hilmarsson handknattleiksmaður sem núna hefur gert samning við v-þýska liðið Bayer Leverkusen sem leikur í norðurriðlin- um í 2. deild í v-þýska handknattleikn- um. Atli er ekki fyrsti íslendingurinn sem leikur með Leverkusen því þeir Viggó Sigurðsson og Sigurður Gunn- arsson hafa leikið með liðinu. Þegar Viggó var með Leverkusen lék liðið í 1. deild. Siðan hefur hallað undan fæti hjá liðinu en nú mun vera ætlun- in að rífa það aftur upp og verður mikið treyst á Atla til þess. Bayer Leverkusen er eitt af stærstu og ríkustu félögum Þýskalands. Knattspymuliðið stóð sig vel á síðasta ári og körfuknattleiksliðið er núver- andi Þýskalandsmeistari. Þá er frjáls- íþróttadeild liðsins öflug en Ulrike Meyfarth, fyrrverandi heimsmetshafi í hástökki kvenna, keppti undir merki Leverkusen. Þá hefur kvennalið fé- lagsins orðið þýskur meistari í handknattleik fimm sinnum á síðustu sex árum. Karlaliðið í handboltanum hefur því verið í skugganum á síðustu árum enda mæta ekki nema um 200 manns á heimaleiki liðsins. Það er lyfjafyrirtækið Bayer sem á félagið en fyrirtækið er aðalatvinnu- rekandinn í Leverkusen. Atli mun vinna hjá fyrirtækinu í einni af verk- smiðjum þess. „Byrjaöur að æfa“ „Eg er byijaður að æfa á fullu en ég mun verða í séræfingum áður en hðið kemur saman sem verður um 27. júlí. Ég er að verða góður af þeim meiðslum sem hijáðu mig síðasta keppnistímabil og ég ætti að verða búinn að jafiia mig fullkomlega þegar keppnistímabilið byijar,“ sagði Atli en Atli Hilmarsson gnæfir yfir mótherjana í landsleik í Laugardalshöll. hann meiddist illa á síðasta keppnis- tímabili. „Það var víst ætlunin að fara upp í fyrra en það mistókst. Nú eru menn hófsamari og aðeins er rætt um að verða í efri hluta deildarinnar. Tveir aðrir leikmenn hafa verið fengnir til liðsins, línumaður frá Dusseldorf og markmaður frá Dormhagen. í liðinu er einn af heimsmeisturunum ffá 1978, Klaus Fey. Hann er vinstri handar skytta og hingað til hefur allt snúist um hann í liðinu," sagði Atli. „Óvíst með landsliðið" „Ég á eftir að gera það upp við mig hvað ég geri með landsliðinu. Það fer ógurlegur tími í þetta en auðvitað er ffeistandi að vera með á ólympíuleik- unum. Ég ætla að sjá til hvemig æfingaprógrammið verður áður en ég ákveð endanlega hvað ég geri.“ Það væri svo sannarlega skarð fyrir skildi ef Atli yrði ekki með landsliðinu í Seoul en hann átti stóran þátt í því að tryggja liðinu rétt til að leika þar. -SMJ Stértap Simderland • Lawrie McMenemy. Sunderland, enska knattspymufé- lagið, tapaði 30 milljónum króna á síðasta leiktímabili. Það kom ffam á stjómarfundi félagsins sl. föstudag og heildarskuldir þess nema nú tæpum 45 milljónum króna. Þar af yfírdrátt- arskuldir í bönkum um 30 milljónir. Síðasta leiktímabil var hið versta í langri sögu þessa ffæga félags. Það bjargaði sér ffá falli niður í 3. deild í síðasta leiknum. Stjórinn kunni, Law- rie McMeneme, tók við liðinu sl. sumar jafiilfamt því sem hann tók sæti í stjóm félagsins. Van beinlínis „keyptur" ffá Southampton. Laun hans samkvæmt reikningum, sem lagðir vom ffam á stjómarfundinum, námu 10 milljónum og 400 þúsund krónum á leiktímabilinu eða til loka reikningsársins, sem var 31. maí sl. -hsím 3. deild - 3. deild - 3. deild ÍK skaust á toppinn - eftir sigur á Fýlki í A-riðli ÍK, - íþróttafélag Kópavogs - skaust upp í efsta sætið í A-riðli 3. deildar þegar liðið sigraði Fylki, 2-1, á Kópavogsvelli sl. fimmtudag. Þeir Guðjón Guðmundsson og Hörður Sigurðsson skoruðu mörk ÍK en Óskar Theódórsson fyrir Árbæjarlið- ið. Reynir sigraði Ármann, 3-0, á föstudagskvöld í Sandgerði. Þórir Eiríksson, Jón G.B. Jónsson og Grét- ar Sigurbjörnsson skoruðu mörk Reynis. 1 gær sigraði ÍR Grindavík, 3-1, í Grindavík i jöfnum leik þar sem leikmenn Reykjavíkurliðsins nýttu betur færi sín. Heimir Karlsson skor- aði tvö af mörkum ÍR en Ragnar Eðvaldsson fyrir Grindavík. Staðan í riðlinum er nú þannig: ÍK 7 5 0 2 11-9 15 ÍR 7 4 2 1 10-3 14 Fylkir 7 4 12 15-7 13 Reynir 6 2 3 1 8-5 9 Stjarnan 5 2 0 3 6-5 6 Grindavík 7 2 0 5 8-13 6 Ármann 7 0 2 5 5-21 2 HV er hætt keppni i riðlinum. Grfurieg spenna í B-riðli I B-riðli 3ju deildar er nú gífurleg spenna. Þrjú lið koma í einum hnapp og í humátt á eftir kemur það fjórða. Ekkert var leikið í riðlinum um helg- nn ptprSnn pr mi Tindastóll Leiftur Þróttur, N. Reynir, Á. Austri E 8 5 3 0 20-7 18 Magni 8 5 2 1 14-5 17 Valur, Rf. 8 4 4 0 19-7 16 Leiknir, F. 8 4 2 2 12-11 14 7293 7-8 8 8 2 2 4 7 12 8 7 115 7-13 4 8 0 0 8 2-25 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.