Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. 3 Fréttir Herjólfur: „Pólitiskt dmllumair - segir Guðmundur Ólafsson „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta er pólitísk ráðning," sagði Guð- mundur Þ. B. Ólafsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks, er hann var inntur álits á ráðningu Magnúsar Jónassonar sem framkvæmdastjóra Herjólfs. „Ég tel að gengið hafi verið framhjá hæfasta umsækjandanum, Elínu Ölmu Arthúrsdóttur, af pólitískum ástæðum. Hún er viðskiptafræðingur að mennt, hefur verið skrifetofustjóri Herjólfe í tvö ár og leyst framkvæmdastjóra af í eitt ár. Þennan tíma hefur hún starf- að mjög vel, meðal annars gekk hún fram fyrir skjöldu í að tölvuvæða fyrir- tækið. Það mælti allt með að hún yrði ráðin. Ákvörðun meirihluta stjómar er hrein og klár pólitísk ráðning. Maður er satt að segja farinn að efast um að þessir menn geti tekið réttar ákvarð- anir vegna pólitískrar blindni Það kom að ég held öllum Vest- mannaeyingum á óvart að Elín Alma var ekki ráðin. En þegar málin eru athuguð er engu líkara en meirihluti stjómar Herjólfe hafi verið búinn að ákveða fyrir löngu að svona skyldi staðið að málum. Fyrst er dregið von úr viti að auglýsa stöðuna og svo passa þeir sig á að umsóknarfrestur renni út eftir kosningar. Magnús Jónasson, formaður fúlltrúaráðs Sjálfetæðis- flokksins, flutti aftur til Eyja fyrir þremur mánuðum og nú er hann ráð- inn framkvæmdastjóri Herjólfe. Tímasetningamar em æði grunsam- legar. Þetta er pólitískt drullumall,“ sagði Guðmundur Þ. B. Ólafeson. „Ég þekki Magnús Jónasson af góðu og treysti honum vel. Það er ekki ve- rið að hafha Elínu Ölmu, hún hefur staðið sig ágætlega. Af minni hálfu var ekki um pólitíska ráðningu að ræða. Það reyndi enginn að hafa áhrif á val mitt á stjómarfundinum. Ég skulda Sjálfetæðisflokknum ekki neitt,“ sagði Ásmundur Friðriksson, stjómarmaður í Herjólfi, skipaður af samgönguráðuneytinu. „Mín afetaða réðst af þvi að ég þekki til Magnúsar Jónassonar og tel hann mjög hæfan í þetta starf. Það réð ekk- ert annað minni ákvörðun," sagði Guðlaugur Gíslason, stjómarmaður í Herjólfi. -ás. Útafakstur sunnan við Kópa- vogsbrú Bifreið skemmdist mikið er hún keyrði út af og lenti á ljósastaur . skammt frá eystri Kópavogsbrúnni, um kl. 16.30 á laugardag. V ar bifreið- in á leið til Reykjavíkur og er talið að ökumaður hafi misst vald á henni með fyrrgreindum afleiðingum. Auk ökumanns vom þrír farþegar í bíln- um en enginn slasaðist. Bíllinn og tvö mótorhjól sem vom í kerru aftan í henni urðu fyrir töluverðum skemmdum. -BTH/DV-mynd S l1asJí>nw\rp CB^42S||| 20 tommu m/fjarstýringu 20 rásíit video inngangur Adeins i 29.950st#. ^ Laugavegl 63 - Sími 62 20 25 VIDEOTÆKI VX-510TC Frábært tæki á AÖeins 3 1 .900 stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.