Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. 13 Neytendur SJÚKRALIÐAR - ATHUGIÐ k Cfpll °S stakir JiCII munirfrá mumr/ra glit nvVt° Jli Jon Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 Gjafavörudeild Fitandi, dýrt en svaka gott Marengs, þeyttur ijómi og jarðarber eiga vel saman. Óþarfi er að taka fram að þetta er bæði mjög fitandi samsetn- ing, þ.e. rjóminn og sykurinn, og sömuleiðis rándýrt, en stundum slepp- um við fram af okkur beislinu - nú, svo eru sumir grannir og geta leyft sér hvað sem er. Þetta er eiginlega ein- Best að baka marengsinn í fatinu sem kakan er borin fram i. göngu ætlað þeim: 8 eggjahvítur 1/4 tsk. salt 400 g sykur 3 tsk. (vín)edik smjör og hveiti fyrir formið Fylling og skraut: 1/2—3/4 1 þeyttur ijómi 750 g jarðarber Stífþeytið eggjahvitumar með saltinu. Þeytið síðan sykurinn smátt og smátt út í og síðast edikið. Eggjahvítumar eiga að vera það stífar að þær hreyfist ekki þótt skáhnni sé hvolft! Smyrjið eldfast form og stráið hveiti innan í það. Best er að nota formið sem kakan á að berast fram í. Látið eggjahvítumar í formið og ýtið þeim svohtið upp í miðjunni. Látið formið í 150 gráða heitan ofii og bakið í 'A klst., hækkið þá hitann í 175 gráður og bakið áfram í 30-35 mín. Látið kökuna kólna og rétt áður en hún er borin fram er þeytta rjómanum skóflað ofan á og jarðarberjunum síð- an stráð yfir. í uppskriftinni, sem greinilega er til orðin í „jarðarberjalandi", er gert ráð fyrir 750 g til 1 kg af jarðarbeijunum. En vegna þess að hér á landi em jarð- arberin mjög dýr má kannski spara þau svohtið og jafhvel skera hvert bei í tvennt eða þrennt. Við sáum ný jarð- arber í Nóatúni á 146 kr. kg fyrii helgina. -A.BJ. Rakvélarblöð lúxusvara? Erling skrifar: Kæra neytendasíða. „Mig langar til að spyijast fyrir um hvemig stendiu- á því að það er svo há álagning á rakvéíar- blöðum hér á landi. Ástæðan fyrir þessari fyrirspum minni er sú að fyrir um það bil viku síðan keypti ég mér rakvélarblöð þar sem ég var á ferðalagi í Glasgow. Verðið á blöðunum, sem vom tveir pakkar í búnti, var 1,99 pund (kr. 123,95). Samsvarandi rakblöð kosta hér á landi kr. 383.00. Þetta em rakblöð af Contour gerð. Verðið hér á landi er þvi 208% hærra. Er álagningin algerlega fijáls á þessar vörur? Ef svo er þá finnst mér að neytendur ættu að taka sig saman og „frysta vörur sem „smurðar em svona mikið. Mér þætti gaman að vita hvemig heild- salinn svarar þessari fyrirspum." Við hringdum í nokkrar verslan- ir og athuguðum verðið á Contour rakvélarblöðum. í versluninni Víði kosta 10 blöð í pakka 362 kr., í Hagkaupum 339 kr„ Vörumark- aðnum 359,40 kr„ Melabúðinni 383 kr. og í Fjarðarkaupum 330,20 kr. Globus flytur inn þessa tegund rakvélarblaða og kostar pakkinn með 10 rakvélarblöðum 213 kr. frá þeim. Aðflutningsgjöld á rakvélar- blöð em eftirfarandi: 80% tollgjald, 30% vömgjald og 1% afgreiðslugjald. -RóG. Skínandl kopar - engir svartir klútar „Mig langar til þess að þakka ykkur fyrir góða ráðið við að fægja kopar- hluti án þess að nota „svarta klúta“ og hefðbundinn fægilög. Ráðið sem þið komuð með er ævintýri líkast," sagði kona sem hringdi til okkar á dögunum. Fyrir rúmu ári birtum við húsráð um hvemig á að fægja kopar með hveitiblöndu í stað venjulegs kopar- fægilögs og losna þannig við svartar hendur og klúta, auk þess sem ekkert erfiði er samfara þessari hveiti-fæg- ingu. Búinn er til grautur úr eftirfarandi: 1 bolli hveiti 1 bolli vatn 1 bolli edik 1 tsk. salt 1 tsk. sítrónusýra Þetta má allt láta í rúmgóða sultu krukku, skrúfið lokið fast og hristið vel. Berið þetta á kopar- og messing- hluti með uppþvottaburstanum og skolið síðan af með volgu vatni úr krananum. Þerrið með þurrum klút. Sítrónusýran fæst í apótekum og kosta 100 g rúml. 60 kr. Koparinn verður skínandi fallegur - ekkert puð eða púl. -A.BJ. Hreinsun á hvftum potti Við heyrðum stórgott ráð til þess að hreinsa hvítan, franskan pott sem brunnið hafði við í. Búið var að reyna hefðbundin ráð en ekkert gekk. Þá var látin ediksblanda með salti í pottinn og soðið upp á því og potturinn varð alveg eins og nýr. Sagt er að ekki eigi að brenna við í þessum nýju pottum en það vill nú gera það samt-kannski vegna þess að þeir em hafðir á of miklum hita. -A.BJ. Raddir neytenda Filmuframköllun ótrúlega dýr Mikið hefur verið rætf um verð- mun i Glasgow og Reykjavik að undanförnu. Lesandi bendír í þessu tilviki á míkinn verðmun á Contour rakvélarblööum, þau eru allt að 208% dýrari hér á landi. Ljósmyndaáhugamaður hringdi: „Um daginn var ég á ferðinni í Bret- landi og lét framkalla 24 mynda lit- filmu sem ég hafði í fórum mínum. Framköllunin kostaði sem svarar 155 kr. íslenskum og fylgdi ný filma með. Hér á landi kostar 532 kr. að láta fram- kalla 24 litmyndir og fylgir engin filma með. Tuttugu og fjögurra mynda ht> filma kostar hér um 340 kr. þannig að framköllun og filma kostar tæpar 900 kr. hér en 155 kr. í Bretlandi. Er þetta ekki ótrúlegur verðmismunur? -RóG Við Sjúkrahúsið á Egilsstöðum eru lausar 3-4 stöður sjúkraliða, nú þegar eða frá 1. sept. nk. Fljótsdalshérað er fagurt bæði sumar og vetur, flugvöll- ur er við bæjardyrnar og skíðaland í Fjarðarheiði skammt undan. Við höfum grunnskóla, menntaskóla og tónlist- arskóla á staðnum, svo eitthvað sé nefnt. Er ekki tilvalið að breyta til og prófa að búa úti á lands- byggðinni? Hugsið málið og leitið nánari upplýsinga - það kostar ekkert. Hjúkrunarforstjóri, sími 97-1631 Skrifstofan, sími 97-1386 Barstólar og Wró húsgögn BARSTÓLAR sv. leður/krómgrind, kr. 4.417,- hv. leður/hvít grind, kr. 4,529,- SVARTIR BISTRÓ STÓLAR frá kr. 904,- Bistró borð með ekta marmaraplötu, 3 stærðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.