Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. Fréttir DV á Þórshöfh Alli, Palli og stelpumar ]an G. Hauksson, DV, Akureyii „Þeir heita Alli og Palli,“ sögðu Brynja Reynisdóttir og Biyndís Goldengay þar sem þær fylgdust í pásu með gusuganginum í þeim Al- freð Ólafssyni og Páli Einarssyni á dögunum. Þeir voru við brunn, dýfðu fötu í hann og upp kom „stíflelsisvatn" úr salthúsinu. Frárennslið var stíflað, þó ekki klóakið. Með gamla laginu og snörum handtökum fóru þeir létt með þetta, drengimir. Það gusaðist vel úr föt- unni, stundum of mikið, og föt þeirra félaga fengu þá að finna fyrir salt- vatninu. Upp fór fatan hjá þeim Alfreð Ólafssyni og Páli Einarssyni á Þórshöfn. Þær Brynja Reynisdóttir og Bryndis Gold- engay (hálfensk) í pásu og fylgjast með gusuganginum. DV-mynd JGH Róló á Raufó Á róló á Raufó. Það sat allt fast og rennibrautin kolstífluð. Engin vand- ræði með að losa stífluna. Krakkamir stóðu bara upp þegar búið var að smella af þeim mynd og hér birtist hún. DV-mynd JGH Ný grind í hliðið viö brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í Kelduhverfinu en þar herj- ar riðuveiki á sauðfé. Það eru þeir Guðmundur Þórhallsson og Ríkharður Jóhannesson sem eru hér að sjóða. DV-mynd JGH „Sú gamla léleg“ Jón G. Haukssan, DV, Akureyii „Sú gamla var orðin léleg,“ sögðu þeir Guðmundur Þórhallsson og Rík- harður Jóhannesson hjá Vegagerðinni en þeir vom að smíða nýja grind í hliðið rétt við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í Kelduhverfinu. Sem kunnugt er hefúr riðuveiki heijað á sauðfé bænda í Kelduhverf- inu og hafa þeir ákveðið að skera niður fé sitt í haust. En allur er varinn góður og vissara að hafa allar girðingar traustar svo riðuveikin berist ekki enn frekar út - á Melrakkasléttuna. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningamir eru verðtryggðir og með 6% vöxtum. Þriggja stjömu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatiyggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,6% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtim 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. \ 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbaqkinn: Bónusreikningar cru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% áreávöxttm eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mán- uð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygg- ing auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 14% nafnvöxtum og 14,49% áreávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings* reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyret 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. 1 Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 12,4%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- < um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tek- ið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá árefjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess árefjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar- bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán- uði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% árs- ávöxtun. Sparisjóðimir í Keflavík, Hafnar- firði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru árevextir 7%, Qög- nrra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfm eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með affollum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. / Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarejóði ríkis- ins, F-lán, nema á 2. árefjórðungi 1986: Til einstaklinga 826 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 1.052 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.233 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 2. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 413 þúsund krónur til einstakl- ings, annare mest 207 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 526 þúsund til fyretu kaupa, annare mest 263 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 617 þúsundir til fyretu kaupa, annars mest 309 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða ' Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur' Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og áreávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyret 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júlí 1986 er 1463 stig Hlutabréfamarkaðurinn Kaupverð m.v. 100 kr. nafnverðs Eimskipafélag íslands 370 Flugleiðir 390 Iðnaðarbankinn 125 Verslunarbankinn 124 en var 1448 stig í maí og 1432 stig í maí. Mið- að er við gmnninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 3. ársfjórðungi 1986 er 270 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3998 stig á gmnni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01.86. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. Kaupverð Söluverð Söluverð að lokinni m.v. 100 kr. að lokinni jöfnun nafnverðs jöfnun 185 400 200 130 421 140 91 135 98 90 134 97 VEXTIR BANKA 0G SPARISJÚÐA (%) 11.-20.07 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA sérlista llf! II l! 111! Í!!! Il ú innlAn úverðtryggð SPARISJÓÐSBÆKUR úbundin innstæöa 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.0 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10,0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán.uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10.0 12 mán. uppsogn 14.0 14.9 14.0 11.0 13.6 12.0 SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTURSparaÖ 3-5 mán. 13,0 13,0 8.5 10.0 8.0 9.0 10,0 9.0 Sp. Gman.ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 7,0 7.0 3.0 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 3.0 3.0 4.0 4.0 3,0 3.0 3.0 INNLÁN VERDTRYGGD SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsögn 3,5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 innlAn gengistryggð GJALOEYRISREIKNINGAR Bandarfkjadollarar 7,0 7.0 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6.0 Sterlingspund 11.5 10,5 9.0 9.0 9.0 10.5 9.0 10.5 9.0 Vestur-þýsk mörk 4.0 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 Danskar krónur 7.5 7.5 6.5 7.0 6.0 7.5 7.0 7.0 7.0 útlán óverðtryggð ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 15,25 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAVlXLAR 3) (forvextir) 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABREF 2) 15,5 15,5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 15,5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20.0 kge 20.0 kgo kge kge kgo HLAUPAREIKNINGAR yfirdrAttur 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 útlAn verdtryggð skuldabréf AÖ21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri cn 2 1/2 ár 5.0 5.0 5,0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 útlAn til framleiðslu SJANEÐANMAISI) l)Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í stérlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3)Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.