Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. TRAUSTUR STEINN OG • GOTT VERÐ • SENDUM HEIM • HAGSTÆÐ KJÖR • HUÓÐEINANGRANDI • HITA-OG ELDÞOLINN STÆRÐIR 20x40x20 OG 20x20x20 Vinnuhælið Litla-Hrauni Sölusími Söluaðili í Reykjavík: J.L. Byggingavörur Jón Bjami Guðmundsson, á miðri myndinni, sendir knöttinn tramhjá Guðmundi Erlingssyni i mark Þróttar. Fyrsta mark leiksins. DV-mynd Brynjar Gauti. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Grænukinn 3, risi, Hafnarfirði, talin eign Guðrúnar Á. Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands, og Jóns Ingólfssonar hdl., á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 17. júlí 1986 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Fögrukinn 4, n.h., Hafnarfirði, talin eign Ara Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. júlí 1986 kl. 13.45. _________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Smyrlahrauni 43, 2. h.t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Ellenar Ragnarsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. júlí 1986, kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Laufvangi 3, l.h.t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Hafsteins Þórðarsonar og Önnu Bjarkar Daníelsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. júlí 1986, kl. 14.45. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Móaflöt 11, Garðakaupstað, þingl. eign Árna Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. júlí 1986, kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Látraströnd 2, Seltjarnarnesi, þingl. eign Álfþórs B. Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Haraldar Blöndal hrl., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. júlí 1986 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 69. og 79. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Unnarbraut 5, kjallara, Seltjarnamesi, þingl. eign. Jóns Sigurjónssonar og Sigurjóns Jónssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. júlí 1986 kl. 16.15. __________Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni Melási 2, Garðakaupstað, þingl. eign Kristjáns Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. júlí 1986, kl. 17.00. ______________________Bæjaríógetinn i Garðakaupstað Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Lyngási 4, Garðakaupstað, þingl. eign Ómars Hallssonar, fer fram á eigninni sjáifri fimmtudaginn 17. júlí 1986, kl. 17.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Pálslausir Þróttarar töpuðu gegn Víkingum - í miklum rokleik í Laugardal, 2-1 Án Páls Ólafssonar, landsliðsmanns- ins kunna í handknattleiknum, tókst Þrótturum ekki að halda áfram sigur- göngu sinni í 2. deild. Þeir mættu Víkingum á laugardag í miklum rok- leik á aðalleikvanginum í Laugardal. Víkingar unnu verðskuldaðan sigur, 2-1, og hefðu átt að skora mun fleiri mörk. Til þess fengu þeir tækifærin en aðeins tvö voru nýtt. Páll Olafsson - fer innan skamms til Þýskalands til samninga. Páll var skorinn upp vegna meiðsla í fingri í byrjun í síðustu viku. Verður fljótur að jafha sig á því en hann er nú á förum til Vestur-Þýskalands til viðræðna við forráðamenn Fortuna Dússeldorf, sem boðið hafa honum samning. Það er þvi ekki vist að hann leiki með Þrótti í knattspymunni í bráð. Víkingar léku undan suðaustan- rokinu í fyrri hálfleiknum. Tókst þá tvívegis að skora. Fyrst skoraði mið- herjinn Jón Bjami Guðmundsson af stuttu færi á 20. mín. Síðan Andri Marteinsson síðara markið með skalla. Víkingar fengu góð færi til að auka muninn. Þróttarar vom ekki minna með knöttinn en gekk illa að skapa sér færi. Hávaðarok Eftir því sem leið á leikinn hvessti og var hávaðarok í síðari hálfleiknum. Gegn rokinu vom Víkingar þó betri framan af, léku oft laglega upp að vita- teignum. Fengu færi en skot þeirra heldur máttlaus fyrir Guðmund mark- vörð Erlingsson hjá Þrótti. Þó varði hann skalla Jóhanns Holton eitt sinn mjög vel. Eftir því sem leið á leikinn fóm Þróttarar að verða aðgangsharðari en tókst þó illa sem áður að opna Vík- ingsvömina. Þegar tíu mín. vom til leiksloka tókst Jóhannesi Sigur- sveinssyni að minnka muninn í 2-1 eftir aukaspymu. Það var því talsverð spenna lokakaflann hvort Þrótti tæ- kist að skora. Eitt sinn munaði litlu. Bjargað á marklínu Víkings en Vík- ingur fékk þó besta færið. Atli Einars- son, einn albesti leikmaður Víkings í leiknum, komst aleinn og frír að marki Þróttar en tókst ekki að skora. Rokið setti mestan svip á leikinn en leikmenn reyndu þó oft að halda knettinum niðri, einkum Víkingar. Þeir vom án nokkurra þekktra leik- manna eins og Jóns Otta Jónssonar og Trausta Ómarssonar. ____________________-hsim Staðan í 2. deild Orslit í leikjunum í 2. deild á Is- landsmótinu í knattspyrnu um helgina urðu þessi: Völsungur-KS 2-0 Víkingur-Þróttur 2-1 Nj arðvíkísafj örður 0-2 Skallagrímur-Selfoss 0-1 Staðan er nú þannig: Selfoss 10 6 3 1 18-6 21 KA 9 5 4 0 26-6 19 Víkingur 10 6 1 3 28-10 19 Völsungur 10 5 2 3 16-9 17 Einherji 9 5 2 2 13-13 17 ísafjörður 10 3 5 2 19-14 14 Njarðvík 10 3 2 5 15-21 11 Siglufjörður 10 2 3 5 14-16 9 Þróttur 10 2 2 6 16-22 '8 Skallagrímur 10 0 0 10 4-52 0 Leikur Einherja og KA í 10. um- ferðinni verður á Vopnafirði á þriðjudag. Húsvíkingar komnir á skrið - sigruðu Siglfirðinga 2-0 í 2. deild á föstudagskvöld Arma Garðaradóöir, DV, Húsavflc Völsungur vann ömggan sigur á Siglfírðingum, KS, í leik liðanna í 2. deild á grasvellinum á Húsavík á föstudagskvöld, 2-0, og komst við sig- urinn í hóp efstu liða deildarinnar. Áhorfendur vom um 400 í blíðskapar- veðri og nutu leiksins vel því heima- menn höfðu lengstum góð tök á mótherjunum. Þrátt fyrir allgóð færi, ein fjögur hjá Völsungi, var ekkert mark skorað í fyrri hálfleiknum. í byrjun síðari hálfleiks skoraði Kristján Olgeirsson fyrra mark Völs- ungs. Mjög fallegt mark. Þrumuskot. Það var svo ekki fyrr en sjö mín. fyrir leikslok að Vilhelm Fredriksen gull- tryggði sigur Völsungs með öðm fallegu marki. Verðskuldaður sigur í höfii. Hjá Völsungi átti Sveinn Freys- son ágætan leik í annars jöfhu liði. Helgi Helgason hefur verið í byijunar- liði Völsungs í tveimur síðustu leikjum eftir meiðsli. Hjá KS var markvörður- inn Ómar Guðmundsson bestur og Gylfi Orrason velt góður dómari. Leik- menn Völsungs em nú greinilega að ná sér vel á strik og hafa unnið góða sigra í tveimur síðustu leikjunum. -hsím Rakarastofan Klapparstíg Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími 12725 Tímapantanir 13010 Iþróttir HOLSTEINN ÚR ÚRVALS RAUÐAMÖL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.