Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Page 34
'34
MÁNUDAGUR 14. JOLÍ 1986.
Patreksfjörður:
Fimmþúsundkallar á snúru
„Héma þarf ekki að læsa bílum,“
sagði Dómhildur Eiríksdóttir forviða
yfir nákvæmni blaðamannsins að
sunnan. „Á Patreksfirði eru menn al-
mennt svo heiðarlegir að það er óhætt
að hengja fimmþúsundkalla út á
snúru.“
Dómhildur er þekktur kjamakven-
maður fyrir vestan, rekur bílaleigu,
stendur í fiskeldi, á stóran hlut í fisk-
verkunarstöð og fer í stangveiði
hvenær sem færi gefst frá vinnu. Hún
veiðir bæði á flugu og maðk.
Annaðhvort að selja eða
bæta
„Ég er ekkert sérstök, það em marg-
ir duglegri en ég. Maðurinn minn -
Finnbogi Magnússon - kom þessu öllu
á fót og hann var að auki skipstjóri á
Helgu Guðmundsdóttur BA-77. Eftir
að hann lést var ekki um annað að
ræða viðvíkjandi bílaleigunni en ann-
aðhvort selja allt saman eða bæta
flotann. Og ég tók síðari kostinn."
Dómhildur i laxeldisstöðinni ásamt Gísla „seiðapabba" Snæbjomssym.
DV-mynd
baj
Núna em á bílaleigunni tveir stórir
jeppar með talstöð, þrír fjórhjóladrifn-
ir fólksbílar og tveir minni fólksbílar.
„Fiskverkunarstöðina þurfti að reka
líka - og endurskipuleggja fyrir fram-
tíðina. Eg á sjö uppkomin böm sem
hafa hjálpað meira og minna en elsti
sonurinn kom hingað heim og tók að
sér stjóm fiskverkunarstöðvarinnar.
Sem betur fer var maðurinn minn
búinn að selja bátana.“
Nýting holunnar
Við komum við á laxeldisstöðinni
þar sem Gísli Snæbjömsson sér um
uppeldismálin. Hann er á áttræðis-
aldri og tók til við þetta þegar öðrum
störfúm lauk.
„Þau fara að verða ferðafær," segir
Gísli. Þetta em héma um fjömtíu
þúsund seiði og það er geysilega gam-
an að þessu. Einu sinni sáum við um
að kreista og frjóvgva líka. Þessu
verður sleppt í ámar í júlí, að minnsta
kosti einhveijum hluta. Og upphafið
að þessu var einhverju sinni að Finn-
bogi heitinn var að horfa á hitann sem
kemur frá gamalli borholu héma við
hliðina og segir við mig: Það er synd
að nota ekki hitann í holunni þama.“
Þar með var allt komið af stað.“
Eðlislöt manneskja
Þegar bílaleigunni, laxeldinu, fisk-
verkunarstöðinni Vesturröst og öðm
slíku sleppir er það mál manna vestra
að við taki áhugamálin hjá fram-
kvæmdakonunni og er stangveiðin þar
einhvers staðar á blaði ásamt ýmsu
öðm.
„Ég skil ekki hvað fólki finnst dugn-
aðarlegt við mig,“ segir Dómhildur.
„Líklega fór ég upphaflega út í þetta
allt saman vegna þess að ég er það
eðlislöt manneskja að ég hreinlega
nennti ekki út á þennan almenna
vinnumarkað. Þess vegna er ég að
dunda þetta."
-baj
Höfh í Homafirði
Slökkviliðsdraumar
Þessir ungu herramenn vom ekki
lengi að smeygja sér í ökumannssæt-
ið eftir að kynningunni var lokið á
Höfri í Homafirði fyrir skömmu.
Hvort draumar um bjarta framtíð
sem slökkviliðsmenn hafa blundað
með þeim skal látið ósagt en þeir
vom þó greinilega upp með sér og
yfir sig hrifiiir af ökumannssætinu.
-S.Konn.
Þeim þótti þaó ekki amalegt aó fá að setjast upp í Store-Brand bil brunavarnaátaksins sem kynnt hefur verið á
hringferð um landið. DV-mynd KAE
Sérlega virðulegt hús, Argerði.
DV-mynd JGH
Oðalssetrið
á Dalvík
Jón G. Hauksscn, DV, Akureyri
Sumir hafa kallað þetta virðulega
hús óðalssetrið á Dalvík. Það heitir
Árgerði og vekur athygli allra sem
koma til Dalvíkur, fyrsta húsið sem
menn koma að. Daníel Daníelsson,
fyrrum læknir, býr í húsinu, hann
byggði það á ámnum fyrir 1949.
Regína Ómarsdóttir, 12 ára blaðberi DV á Grenivik. „DV er útbreiddasta blaðið
á Grenivík fyrir utan Dag.“ DV-mynd JGH
DV á Grenivík: ^
„DV er vinsæn
- segir blaðberinn, Regína Ómarsdóttir
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii
„Ég er búin að bera DV út í tæp 2
ár. Það er ágætis starf, helst að maður
finni til leiða þegar vont veður er
úti,“ sagði Regína Ómarsdóttir, 12 ára,
á Grenivík. Hún er eini blaðberi DV
á Grenivík, sér um allt þorpið.
„DV er vinsælt blað hér á Grenivík
og útbreiddast fyrir utan Dag,“ sagði
Regína. „Ég er svona hálftíma að bera
út þegar ég hjóla, en um klukkutíma
þegar ég labba."