Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Qupperneq 30
30
MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986.
Ökuleikni BFÖ og DV:
Þátttökumet í
hjólreiðakeppni
Ökuleikni BFÖ og DV var haldin
í Stykkishólmi þann 2/7 sl. Veður
var gott þrátt fyrir fyrsta sólarlausa
keppnisdaginn. Um 200 áhorfendur
horfðu á og settu mikinn svip á
hörkuspennandi keppni en hjól-
reiðakeppnin stóð á milli 20 kepp-
enda sem er þátttökumet yfir landið.
Harðast var barist um 1. og 2. sætið
í eldri flokki en þeir Benedikt Jóns-
son og Guðmundur J. A. Sigurðsson,
sem urðu jafnir með 65 stig, urðu
að keppa aftur um 1. sætið.
Úrslitin urðu þannig, eftir ein-
vígið, að í 1. sæti varð Benedikt
Jónsson, í 2. sæti Guðmundur J. A.
Sigurðsson og í 3. sæti Gunnar Jóns-
son. í yngri flokki urðu úrslitin
þannig að í 1. sæti var Hafþór Kristj-
ánsson með 61 stig, í 2. sæti Þorgeir
Snorrason með 82 stig og í 3. sæti
varð Vilhjálmur H. Jónsson með 85
stig.
Ágætisþátttaka var einnig í öku-
leikninni. 16 keppendur voru alls,
þar af 3 konur sem er í það minnsta
og viljum við því hvetja konur til
að taka þátt, því þetta er ekki síður
fyrir þær. Úrslit komu mikið á óvart
því að í fyrsta sæti karlariðils var
Kristján Auðunsson með 114 refsi-
stig á Skoda rallbíl sem var á
seinasta snúningi og er hann í 6.
sæti yfir landið þrátt fyrir að 2. gír-
inn vantaði alveg. í 2. sæti var
Eggert Ó. Einarsson með 126 refsi-
stig en hann er þriðji keppandinn í
ár sem tekst að fara villulaust í gegn-
um brautina. I þriðja sæti er Baldur
Þorleifsson með 144 refsistig. í
kvennariðli urðu úrslit þannig að í
fyrsta sæti var Kristín Harðardóttir
með 231 refeistig á Toyota Cressida,
í 2. sæti var Ámý M. Guðmunds-
dóttir með 355 refeistig á Toyota
Mark 2 og í 3. sæti var Hjálmdís
Hjálmarsdóttir með 395 refeistig á
Toyota Conry.
í Ökuleiknina gaf Hótel Stykkis-
hólmur verðlaun en í hjólreiða-
keppnina gaf reiðhjólaverslunin
Fálkinn hf. verðlaun.
AG
Kristinn Auðunsson vann keppnina með glæsibrag og lenti í 6. sæti yfir
landið, þrátt fyrir að gírkassi væri bilaður.
Þau kunna að meta það þegar haldin eru unglingaböll í Sindrabæ. „Við erum best og Höfn er frábær staður," hróp-
uðu þessir hressu Hornfirðingar DV-Mynd KAE
„Kiddi", Kristinn Sigurpáli Sturluson,
7 ára stangaveiðimaður á Grenivík.
DV-mynd JGH
DV á Grenivík:
Eg nota
- <(
spun
Jón G. Haukssan, DV, Akureyit
„Ég nota spún, silungaspún," sagði
ungur veiðimaður í fjörunni á Greni-
vík. „Ég er kallaður Kiddi en heiti
Kristinn Sigurpáll Sturluson," bætti
veiðimaðurinn við. Hann er 7 ára og
býr á Grenivík.
„Ég veiði ekkert voðalega oft en hef
samt gaman af að veiða. Það veiðist
stundum silungur hér í fjörunni, en
ég hef ekki veitt neinn ennþá í dag.“
Það er sjómannseðli í Kristni en
hann er samt ekki klár á hvort hann
ætlar að verða sjómaður þegar hann
verður eldri. „Kannski verð ég sjó-
maður, ég veit það ekki.“
Stella Jónasdóttir herðir fisk en bakar ekki síður brauð með rómuðum árangri.
DV-mynd baj
Bolungarvík:
Stellubrauð
á staðnum
„Mig langaði að prófa að gera eitt-
hvað annað en vera í fiski. Það er lítið
úrval af vinnu hérna."
Þetta sagði Stella Jónasdóttir í Bol-
ungarvík um upphaf þess að hún varð
þekkt á staðnum og einnig næstu
fjörðum fyrir bakstur á sérdeilis góm-
sætum brauðum. Þau eru seld í
nágrenninu undir nafninu Heima-
bakstur Stellu. Gerðimar eru allmarg-
ar því hægt er að fá kryddbrauð,
rúgbrauð og flatbrauð - allt með
gamla, góða laginu.
„Ég byrjaði með kleinur fyrst, síðan
skonsur. Svo fór ég út í rúgbrauðið
og kryddbrauðið er ég svo með líka,
sel þetta mest á Ísafirði og í flestallar
verslanir þar á staðnum. Rúgbrauðið
baka ég úti í bílskúr því þar er ég með
ágæta aðstöðu og draumurinn er að
komast með þetta allt saman út. Mér
finnst gaman að baka og uppskriftim-
ar hafa komið úr ýmsum áttum.“
Innfæddur Bolvíkingur
„ Nei, hingað kem ég frá Hafnarfirði
og hef búið í Bolungarvík í tíu ár, lík-
ar ágætlega að búa héma en maður
er svolítið einangraður héma. Vegur-
inn er hálflokaður - jafhvel á sumrum
- og ég fékk grjót á bílinn nú fyrir
stuttu. En það er eitthvað verið að
reyna að kippa samgöngunum í lag
núna. Annars held ég að Isfirðingum
sé jafiivel verr við það að fara veginn
á milli daglega heldur en Bolvíkingum
- við erum vanari því að sækja hlutina
til ísafjarðar."
-baj
Höfh í Homafirði:
rrÞetta er æðis-
lega gaman“
Það er ekki oft sem haldin em ungl-
ingaböll á Höfh í Homafirði en þegar
sá viðburður gerist er ekkert verið að
slá af. Þá fjölmenna allir krakkar á
aldrinum 12 til 17 ára sem vettlingi
geta valdið og dansa fram eftir nóttu
í Sindrabæ.
„Þetta er æðislega gaman og frábær
hljómsveit. Það em bara allt of sjaldan
haldin böll, mætti vera miklu oftar,“
sögðu krakkamir sem vildu ólmir láta
taka af sér myndir. Flestir unnu í fiski
eða við bamagæslu sem var þó aðal-
lega bundin við kvenþjóðina. „Segðu
að Höfri sé æðislegur staður og það
sé frábært að búa héma,“ hrópuðu
nokkrir. Aðrir drógu vemlega úr þess-
ari lofgjörð.
En krakkamir skemmtu sér vel.
-S.Konn.
DV á Svalbarðseyri:
Kátir krakkar í Kofabúðinni
Jón G. Hauksgan, DV, Akureyii
Kátir krakkar á Svalbarðseyri hafa
sett upp búð í sumar bakatil á einni
lóðinni. „Við seljum ekki mikið, epli
og svolítið nammi.“
^ - Hvað kostar eplið?
„Það er á tíkall."
Þegar spurt var hvort þetta væm
ræningjamir í Kardimommubænum
uppi á þaki kofans, að gera sig líklega
að komast inn, var sagt nei, „en æt-
luðu þeir að gera svo vel að koma
niður af þaki,“ sögðu stelpumar.
Ekki er búið að skíra verslunina.
„Jú, hún heitir Kofabúðin," glumdi í
einum þak- og stigamanninum. Ekki
var nalhið samþykkt.
- Borðið þið ekki eitthvað sjálf af
eplunum?
Einfalt og gott svar: „Jú, pínu.“
Kofabúðin og kó, á Svalbaröseyri. Svala Einarsdóttir, Maríanna Hansen, Ólaf-
fa Lindberg Jensdóttir og Lena Dögg. Stigamennimir uppi á þaki: Magnús Þór
Helgason og bræðumir Helgi og Valdfmar Jóhannssynir. DV-mynd JGH