Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 14. JÚLl 1986. Fréttir Guðmundur J. Guðmundsson: Fylgi eigin sannfæringu - en ekki óskum miðstjómar Alþýðubandalagsins „Máli þessu er algerlega lokið af minni hálíu,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson í samtali við DV í gær. „Það hefur komið í ljós að ég tengist á engan hátt þessu Hafskipsmáli. I dag mun ég því tilkynna forseta neðri deildar að ég ætli að taka aftur sæti á þingi. Einnig mun ég tilkynna stjómum Verkamannasambandsins og Dagsbrúnar að ég sé reiðubúinn að hefja fyrri störf.“ Guðmundur sagðist enn ekki hafa ákveðið hvort harrn mundi mæta á fúnd miðstjómar Alþýðubandalagsins í kvöld þar sem mál hans verður til umræðu. „En ég held þingsæti mínu hvað sem miðstjóm Alþýðubandalags- ins ségir. Ég er kosinn á þing til að fylgja eigin sannfæriiigu en ekki óskum miðstjómar Alþýðubandalags- ins eða kröfúm einhverra tíu til fimmtán manna klíkufunda úti á landi. En ef Alþýðubandalagsmenn vilja láta á það reyna hvort ég hafi tilskilinn kjósendafjölda á bak við mig, þá þeir um það.“ Eins og flestir vita reyndi Guðmund- ur síðastliðinn föstudag að endur- greiða Albert Guðmundssyni 100 þúsund krónur sem harrn segist hafa þegið frá honum árið 1983. En Albert endursendi ávísun Guðmundar og sagði að Guðmundur hefði alltaf vitað hvaðan peningamir komu. Þeir hefðu komið frá Björgólfi Guðmundssyni, fyrrum forstjóra Halskips, og því hefði hann ekkert með þá að gera. Auk þess hefði verið um 120 þúsund krónur að Guðmundur J. Guðmundsson: Ekki svartsýnni á manniifið en áður. ræða, en ekki 100 þúsund eins og Guðmundur hefúr haldið fram. DV spurði Guðmund hvað honum fyndist um þetta mál og hvaða skýringar hann hefði á viðbrögðum Alberts. „Þetta mál hefur verið mér harms- efiii. Ég er sár og leiður yfir því að missa gamlan vin. Ég er sleginn yfir þessu. Samt veit ég ekki af hverju Albert brást svona við. Þó held ég að þetta bréf mitt hafi komið á frekar slæmum tíma. Albert hefitr verið und- ir miklum þrýstingi undanfarið og er enn.“ Aðspurður sagði Guðmundur að hann mundi láta lögfræðinga sína ákveða hvað nú ætti að gera við pen- ingana sem Albert endursendi honum. Guðmundur sagði að lokum að at- burðir síðustu vikna hefðu fengið mikið á sig. „Eftir að hafa lent í þessu máli þá verð ég að segja það að hver sá sem gengur í gegnum svona hluti þarf að vera vel andlega og líkamlega hraustur og fjölskylda hans ekki síð- ur. En á þessum leiðindadögum var þó eitt og annað sem gerði mann bjart- sýnan á lífið og tilveruna. Ég hef fengið svo mikið af bréfúm og skeytum og blómum og ég veit ekki hvað, frá mönnum úr öllum flokkum og öllum stéttum, frá fólki sem ég þekki nánast ekki neitt. Mér finnst svo mikill hlý- hugur í þessu að þrátt fynr að þetta hafi verið ömurlegir dagar og and- styggilegir þá held ég að ég sé ekki svartsýnni á mannlífið en áður,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. -EA Flugvélaflaka leitað á Grænlandsjökli á ný - án aðstoðar íslendinga fslendingar munu ekki taka þátt í leit að bandarískum flugvélaflökum á Grænlandsjökli sem gerð verður í sumar, en árið 1983 aðstoðuðu þeir Bandaríkjamenn við leit að sömu flug- vélum og áttu leitartæki í eigu Háskólans stærstan þátt í því að flök- in fúndust. Hópur Bandaríkjamanna, sem kall- ar sig Greenland Expedition Society, kemur til landsins um helgina og ligg- ur leið þeirra héðan upp á Grænland- sjökul þar sem finna þarf flökin aftur. „Félagið er búið að kaupa réttinn á að grafa flökin upp en þama er um að ræða átta bandarískar stríðsflug- vélar sem nauðlentu á jöklinum árið 1945 og hafa nú gífurlegt söfriunar- gildi,“ sagði Amgrímur Hermannsson frá Flugbjörgunarsveitinni en hann var einn þeirra fslendinga sem aðstoð- uðu við leitina 83 ásamt öðrum frá Raunvísindastofriun Háskólans. „Það er raunar ekki þörf fyrir hjálp okkar núna, ferð þessi er mest til undir- búnings því að grafa vélamar upp næsta vor, en þær liggja á 70 m dýpi í jöklinum. Þá kemur hins vegar að okkur að hjálpa til við uppgröftinn.“ -BTH í dag mælir Dagfari Bjamargreiðamir Engum blöðum er um það að fletta að þeir Albert Guðmundsson og Guðmundur J. Guðmundsson em frægustu vinir íslandssögunnar. Lengi vel hafa þeir Gunnar á Hlíða- renda og Njálssynir haft vinninginn en sú vinátta entist þeim landnáms- mönnunum til æviloka eins og tíðast er um þá sem sverjast í fóstbræðra- lag. Fóstbræður fortíðarinnar hafa nefriilega flestir hverjir fallið í þá gröf að standa með vinum sínum ftam í rauðan dauðann. Vinátta Al- berts og Guðmundar hefur það fram yfir önnur fóstbræðralög, að hún hefúr fallið í annan og óvæntan far- veg og er að því leyti óvanaleg, að þeir vinimir hafa engan veginn hugsað sér að gjalda fyrir vináttuna. Þannig fór Guðmundur fram á sér- staka lögreglurannsókn þegar honum þótti vináttan ganga of langt og nú em þeir vinimir famir að skiptast á bréfum sem birt em í fjöl- miðlum til að ekki fari milli mála hvemig þessi vinátta hefur gengið fyrir sig. Um tíma hélt maður að Álbert hefði gert Guðmundi hálf- gerðan bj amargreiða þegar hann gaf honum peningana til Floridaferðar- innar. Nú er hins vegar að koma í ljós að þetta er öfugt. Það er Guðmundur sem hefúr gert Albert bjamargreiða með því að taka við peningum frá honum. Albert var nefnilega bara milligöngumaður og Guðmundur vissi allan tímann að peningamir komu frá Björgúlfi Guðmundssyni sem er sagður vinur þeirra beggja. Albert þurfti þess vegna aldrei að koma nálægt þessu máli því Björg- úifur hefði getað afhent Guðmundi peningana sjálfur í krafli þeirrar vináttu sem ríkti þeirra í milli. Með því að taka við peningunum af Al- bert var Guðmundur eingöngu að gera Albert bjamargreiða, sem Al- bert dauðsér eftir. Eftir að Guðmundur grípur til þess ráðs að saka Albert blásaklausan um að hafa afhent honum peninga, sem fengnir vom með ólögmætum hætti, nennir Albert greinilega ekki lengur að púkka upp á þennan vin- skap og segir þessa sögu eins og hún er. Hann nennir ekki lengur að vera blóraböggull fyrir menn sem segjast vera vinir hans, meðan þeir hafa gott af því, en skella svo allri skuld- inni á hann þegar það hentar í innanflokksátökum hjá allaböllum. Albert hefur sjálfcagt lengst af hald- ið að heilsubótarstyrkurinn hafi verið vinargreiði, sem Guðmundur hafi metið sem slíkan. En þegar Guðmundur sendir Albert bréf í gegnum fjölmiðlana og sakar hann um bjamargreiða og ólöglegar pen- ingagjafir, er auðvitað ástæðulaust fyrir Albert að þegja lengur um sannleikann. Hann hefur ekki áhuga á bjamargreiðum frá Guðmundi. Þó að bréfin sem lesin em upp í fjölmiðlunum séu hjartnæm og elskuleg eins og vera ber milli manna sem em frægustu vinir á ís- landi, dylst víst engum að hér em engin ástarbréf á ferðinni. Guð- mundur sakar Albert um óheiðar- leika, Albert sakar Guðmund um að tala gegn sinni betri vitund. Verður óneitanlega fróðlegt að heyra næsta bréf og þamæsta bréf, enda ekki á hverjum degi sem vináttusambönd- um er viðhaldið með bjamargreiðum í gegnum fréttastofur. Guðmundur hlýtur að útskýra það nánar hvað hann á við þegar hann segir Albert hafa fengið peningana frá Björgúlfi með ólögmætum hætti og Albert hlýtur að sanna þá fullyrðingu sína að Guðmundur hafi allan tímann vitað að Hafekip var að styrkja hann til Florida. Næstu bréf munu fjalla um það. Og svo er stóra spumingin: hvað varð um tuttugu þúsund krónumar? Albert segist hafa afhent Guðmundi eitt hundrað og tuttugu þúsund krónur. Guðmundur neitar að hafa tekið við nema hundrað þúsund krónum. Hvað varð um mismuninn? Um það er ágreiningur þeirra vin- anna í milli og það er ekki á hverjum degi, sem fjármálaráðherra og verkalýðsleiðtogi ásaka hvor annan um að hafa stungið tuttugu þúsund krónum í vasann án þess að viður- kenna það. Kannski vinur þeirra beggja, Björgúlfúr i Hafckip, geti bætt við einum bjamargreiða með útskýringum á því? Kannski getur Björgúlfur farið að skrifa prívatbréf til birtingar í fjölmiðlum og sýnt þannig fram á, hvemig þessi vin- skapur gekk fyrir sig, þegar allt er lagt saman? Bjamargreiðamir em orðnir margir í þessu máli sem sýnir best hvað það er gott að eiga vini til að halla sér að þegar einhver þarf á bjamargreiðum að halda. Þetta vissu þeir líka Gunnar og Njálssyn- ir. Þeir höfðu bara enga fjölmiðla til að koma bjamargreiðunum á fram- færi. Þess vegna neyddust þeir til að standa hver með öðrum fram í rauðan dauðann. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.