Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986.
15
Staða ríkisbankanna
Sú staðreynd að Albert Guð-
mundsson iðnaðarráðherra var
formaður bankaráðs Útvegsbankans
á sama tíma og hann var stjómarfor-
maður Hafskips hf. hefur kallað á
umræður um hlutverk bankaráða
ríkisbankanna og setu stjómmála-
manna í þeim. Ýmsir þeir sem fyrst
og fremst vilja viðhalda núverandi
skipan mála hafa reynt að láta um-
ræðumar um viðskipti Hafskips hf.
og Útvegsbankans snúast um það
hvort Albert hafi haft óeðlileg af-
skipti af þeim viðskiptum.
Minna fer fyrir því að reynt sé að
ræða um málið frá öðrum sjónar-
hóli, þ.e. velta fyrir sér afskiptum
stjómmálamanna af stjóm ríkis-
bankanna almennt, sem er í raun
miklu mikilvægara mál. Svo virðist
sem tilhneiging sé til þess hjá mörg-
um stjómmálamönnum að gera
Albert að eins konar blóraböggli fyr-
ir vont kerfi og vonast til þess að
allt verði gott þegar búið er að
klekkja á honum. Fjölmiðlamir hafa
enn sem komið er tekið þátt í leikn-
um og af umfjöllun þeirra má helst
ráða að allt málið snúist um persón-
una Albert og það hvort hann hafi
gert eitthvað lagalega eða siðferði-
lega saknæmt.
Þingmenn í bankaráð?
Hlutverk bankaráða ríkisbank-
anna er eins og stjóma í venjulegum
fyrirtækjum. Þau eiga m.a. að hafa
vakandi auga með hag bankanna
og ráða og reka bankastjóra. Bank-
aráðin em kosin af alþingi pólitískri
kosningu og ýmsir þingmenn sitja í
bankaráðunum. Ýmsar spumingar
vakna í þessu sambandi. Em bank-
aráðsmenn kosnir af alþingi sem
hæfir einstaklingar með það hlut-
verk að sjá til þess að bankamir séu
reknir á viðskiptagmndvelli? Og em
þingmenn þá ekki hæfir eins og
hverjir aðrir? Eða em bankaráðs-
menn kosnir til þess að gæta annarra
hagsmuna en þeirra sem rekstur
bankanna á viðskiptalegum grund-
velli krefst, þ.e. hagsmuna stjóm-
málaflokka, atvinnuvega eða
kjördæma? Og em þingmenn þá ekki
mun hæfari til slíkra hlutverka en
allir aðrir?
Nú hefur í sjálfu sér ekki verið
mörkuð stefna af hálfu löggjafans
um það hvort það eigi yfirleitt að
reka bankana á viðskiptalegum
grundvelh eða hvort nægilegt sé að
þeir séu reknir taplaust, sem þá gef-
ur svigrúm fyrir ýmiss konar
ákvarðanir sem byggja á stjóm-
málalegum grurrni. Þó hefur það áht
verið ótrúlega ríkt meðal stjóm-
málamanna og jafnvel forráða-
manna fyrirtækja að gróði af
bankastarfsemi væri af hinu illa. En
það er jafhljóst að enginn hagnast á
því að bankar séu illa reknir, hvorki
sparifjáreigendur né atvinnulífið.
Vel reknir bankar em nauðsynlegir
í hverju þjóðfélagi sem vill sjá ein-
hverjar framfarir. Því hlýtur það að
vera æskilegast að bankamir séu
reknir á viðskiptalegum grundvelli
og að bankaráð ríkisbankanna starfi
í samræmi við það. Hitt er svo annað
mál að meiri líkur væm til þess að
ríkisbankamir væm reknir á við-
skiptalegum grundvelli ef þeir væm
í einkaeign og því er æskilegt að
ríkið losi sig út úr bankarekstri.
En eiga þingmenn þá að sitja í
bankaráðum? Það hlýtur að vera
eitt af aðalsmerkjum lýðræðisþjóð-
félags að þingið endurspegli þjóðina
sem best og að á þingi sitji fulltrúar
sem fjölbreyttastra starfsstétta,
hagsmuna og skoðana, allt eftir at-
kvæðastyrk hvers og eins hóps.
Þetta þýðir að á þingið eiga m.a. að
veljast menn sem hafa náð árangri
í athafhalíftnu, fulltrúar fólks á
vinnumarkaðnum, fulltrúar lands-
byggðarsjónarmiða, höfuðborgar-
svæðisins og svo framvegis. Sömu
þingmenn geta að sjálfeögðu verið
fulltrúar margvíslegra hagsmuna í
einu. En aðalatriðið er að valdið
komi frá þjóðinni til þingsins sem á
að hafa það hlutverk að setja leik-
reglumar.í þjóðfélaginu. Þingið á
sem minnst að taka sér vald yfir
þjóðinni. Þannig á fólk sem hefur
hafist til ábyrgðar í atvinnulíftnu,
verkálýðshreyfingu o.s.frv. að hafa
kjörgengi til þingsins, en hins vegar
eiga þingmenn ekki að nota þá for-
sendu að þeir séu þingmenn til þess
að kjósa sjálfa sig í stjómir fjármála-
stofhana í eigu ríkisins eins og
bankaráð.
Hvernig stjórna þingmenn
bönkunum?
Hver hefur ekki heyrt eða lesið
um það að ýmsir þeirra þingmanna,
sem sitja í bankaráðum, hafa verið
að réttlæta setu sína þar m.a. með
því að bankaráð fjölluðu ekki um
einstákar lánveitingar eða málefni
einstakra viðskiptavina? Þetta er vel
þekkt, ekki síst úr Hafekipsumræð-
unni. En þetta sýnir kannski best
af hveiju þingmenn era óhæfir til
þess að sitja i bankaráðum. f hvaða
alvörufyrirtæki þekkist það að
stjóm fyrirtækisins láti sig engu
skipta hver staða helstu viðskipta-
aðila þess er við fyrirtækið. Lætur
stjóm Flugleiða sig t.d. engu skipta
hver staða fyrirtækisins er við við-
skiptabanka þess eða hvort stærstu
ferðaskrifetofumar séu að auka sín
viðskipti eða draga úr þeim eða
hvort þær standa í skilum?
Nú hefur reyndar verið upplýst að
bankaráð Landsbankans bað banka-
stjómina nýlega um úttekt á stöðu
stærstu viðskiptavinanna við ban-
kann. En þetta er tiltölulega nýskeð.
Landsbankinn hefur starfað í 100 ár.
Og hvemig ætlar bankaráðið svo að
nota þessar upplýsingar? Segjum að
einhver fyrirtæki séu með vafasamar
tryggingar fyrir skuldum (sem þarf
alls ekkert að vera tilfelhð í reynd).
Ætlar bankaráðið að fela banka-
stjómum að taka ákvarðanir í
slíkum málum sem byggjast alfarið
á útreikningum í krónum og aurum
fyrir bankann eða á að reikna í at-
kvæðum fyrir þingmenn og flokka?
Þingmaður sem situr í bankaráði
einkabanka þarf að standa reikn-
ingsskil gerða sirrna í bankanum
fyrir hluthöfum bankans. Hann þarf
líka að ná hylli kjósenda og myndi
nota til þess gerðir sínar á alþingi
og í bankanum. En hagsmunir hlut-
hafa bankans takmarka mjög svigr-
úm hans til þess að reikna í
atkvæðum þegar hann stjómar
bankanum. Þar verður hann að
reikna í krónum og aurum og verður
líklega að reyna að vera duglegur í
þeim reikningi til þess að geta náð
atkvæðum. En þingmaður sem situr
í bankaráði ríkisbanka þarf að rétt-
læta gerðir sínar fyrir öðrum
þingmönnum og kjósendum. Þar
skiptir mun minna máli að reikna
rétt í krónum og aurum en þess mik-
ilvægara að vera með atkvæðareikn-
ingana á hreinu. Afleiðingin verður
sú að atkvæðareikningamir ráða
ferðinni hjá þingmanninum í ríkis-
KjaUarinn
Vilhjálmur Egilsson
formaður SUS
bankanum, en krónumar og auram-
ir hjá þingmanninum í einkabank-
anum. Þess vegna er munur á því
hvort bankaráðsmaður í einkabanka
fer á þing eða hvort þingmaður verð-
ur bankaráðsmaður í ríkisbanka.
Drögum réttar ályktanir af
Hafskipsmálinu
Það er mikilvægt að draga réttar
ályktanir af Hafekipsmálinu hvað
snertir stjóm ríkisbankanna. Það
þarf að breyta kerfinu, fyrst að koma
þingmönnum út úr bankaráðunum
og svo strax í kjölfarið að koma
bönkunum úr ríkiseign. Það er ekki
rétt að gera Albert Guðmundsson
að sökudólgi fyrir kerfið. Þótt kerfi-
skörlunum takist að klekkja á
Albert, þá verður kerfið áfram til og
vitleysumar halda áfram og firrna
verður annan sökudólg til þess að
kenna um það sem miður fer. Þess
vegna snýst málið um samtíma for-
mennsku Alberts í stjóm Hafekips
hf. og bankaráði Útvegsbankans
ekki um Albert. Það snýst um kerfið.
Vilhjálmur Egilsson
Sjálfstjómarsósíalisma
eða alþýðukaprtalisma?
Fyrir nokkrum árum, þegar Ólafur
prófessor Bjömsson færði í einni bók
sinni mörg og sterk rök gegn mið-
stýringu, svaraði Ámi Bergmenn
ritstjóri því til, að sósíalistar væra
flestir eða allir horfnir frá miðstýr-
ingu. Sósíalismi þeirra væri umfram
allt „sjálfetjórnarsósíalimsi". Ámi
skýrði að vísu ekki nákvæmlega,
hvað hann átti við en líklega hefur
hann haft í huga hagkerfi, þar sem
starfemenn stjóma sjálfetæðum fyr-
irtækjum í fijálsri samkeppni og
taka ekki við fyrirmælum frá neinu
áætlunarráði eins og í Ráðstjómar-
ríkjunum. Fólk í Æskulýðsfylkingu
sósíalista hefur nýlega orðað svipaða
hugmjmd. Og hún er svo sannarlega
álitleg við fyrstu sýn. En hvar hefur
hún verið framkvæmd? Sennilega
kemst hagkerfi Júgóslavíu næst því
að vera eftirmynd af henni. Ég ætla
því að hyggja hér að þessari hug-
mynd um starfemannastjóm og
reynslu Júgóslava, en einnig fara
öríaum orðum um aðra hugmynd,
sem ég held, að sé miklu betri - um
alþýðukapítalsma eða víðtæka
eignaraðild almennings að atvinnu-
fyrirtækjum.
Þrír gallar á starfsmanna-
stjórn
Geram ráð fyrir, að tekist hafi að
koma á „sjálfetjómarsósíalisma",
þar sem engir kapítalistar era til, en
starfsmenn stjóma sjálfetæðum fyr-
irtækjum í fijálsri samkeppni. Slíkir
starfemenn hafa eins og við öll til-
hneigingu til þess að taka hagsmuni
sína fram yfir hagsmuni annarra,
þegar þeir rekast á. Hvað gerist, ef
starfemenn í einu slíku fyrirtæki
komast að því, að mikil eftirspum
er eftir vöra þess? Hvort reyna þeir
heldur að auka framleiðsluna og
ráða fieiri starfsmenn eða hækka
vöruna í verði og hækka við sig
kaupið? Auðvitað velja þeir síðari
kostinn, ef þeir geta. Þeir taka með
öðrum orðum hagsmuni sína fram
yfir hagsmuni tveggja annarra hópa:
hagsmuni neytenda og hugsanlegra
viðbótarstarfsmanna. Einhverjir
kunna að segja að í frjálsri sam-
keppni hljóti önnur fyrirtæki að
spretta upp og framleiða þessa vöra.
En málið er ekki svo einfalt, þvi að
erfitt er að stofha fyrirtæki nema
með leyfi ríkisins, ef engir kapítalist-
ar era til. Og hvað tryggir, að ríkið
taki hagsmuni neytenda eða hugs-
anlegra viðbótarstarfemanna fram
yfir hagsmuni núverandi starfe-
manna?
Fleiri gallar era á starfemanna-
stjóm en sá, að starfemenn hljóta
að vera tregir til að bæta við fólki
inn í fyrirtækið, þegar þess er þörf.
Hvað gerist, þegar starfemenn í einu
slíku fyrirtæki eiga að taka ákvarð-
anir um framtíðina? Þeir missa allan
sirm íhlutunarrétt, þegar þeir hætta
að starfa hjá fyrirtækinu. Eftir það
eiga þeir engra hagsmuna að gæta.
Þetta hefur auðvitað þær afleiðing-
ar, að þeir hafa tilhneigingu til þess
að greiða sér út tekjuafgang fremur
en leggja fé í fjárfestingar, sem eiga
ekki eftir að skila arði, fyrr en þeir
hafa látið af störfum. Eiginfjármynd-
un, endumýjun atvinnutækja og
fjárfesting er því allt eins líklegt til
þess að verða miklu minna en í
venjulegu séreignarskipulagi. Og
þriðji gallinn er ótalinn. Menn, sem
hafa af einhverjum ástæðum komist
í störf, þar sem þeir fá hærra kaup
en þeir ættu að fá í frjálsri sam-
keppni, staðnæmast þar, en flytjast
ekki í störf þar sem þeir fá eðlilegra
kaup. Fólki er ógjaman sagt upp í
fyrirtækjum undir starfsmanna-
stjóm, svo að það hreiðrar þar
makindalega um sig, en rýmir ekki
fyrir öðra fólki og hæfara eins og
það neyðist til að gera í venjulegu
séreignarskipulagi.
Reynsla Júgóslava
Reynsla Júgóslava af starfe-
mannastjóm rennir ýmsum stoðum
undir röksemdir okkar. Verðbólga
er þar um 35%, þar sem valdhaf-
amir reyna að tryggja næga fjárfest-
ingu með seðlaprentun, þegar
fyrirtækin leggja ekki nægilegt fé til
hliðar af sjálfsdáðum. Atvinnuleysi
er um 13-15% (og er þá ótalið það
atvinnuleysi, sem Júgóslavar hafa í
rauninni flutt út með þvi að margir
júgóslavneskir verkamenn gegna
störfum í öðrum löndum). Þetta er
einnig eðlilegt, þar sem núverandi
starfemenn fyrirtækjanna reyna að
vemda hagsmuni sína gegn hags-
munum hugsanlegra viðbótarstarfe-
manna þeirra. Þótt hagkerfi
Júgóslava hafi reynst betur en mið-
stýrt hagkerfi Ráðstjómarríkjanna,
þykir það einnig ómeðfærilegt og
klunnalegt í viðbrögðum við nýjum
aðstæðum, og þar er framþróun
miklu hægari en í venjulegu séreign-
arskipulagi. Hver bryddar upp á
arðvænlegum nýjungum, ef hann
þarf að deila arðinum með öllum
starfebræðrum sínum, en má ekki
stofna nýtt fyrirtæki?
Heilbrigð skynsemi segir okkur,
að við starfemannastjóm hafi núver-
andi starfemenn fyrirtækjanna
mikla tilheigingu til þess að mynda
bandalag, þar sem þeir geta, gegn
tveimur öðrum hópum: hugsanleg-
um starfemönnum og neytendum.
Þetta veldur þeim þremur göllum,
sem við töldum upp hér á undan:
Starfemenn era í fyrsta lagi tregir
til að bæta við fólki, þegar þess þarf.
Þeir búa í öðra lagi ekki í haginn
fyrir þá framtíð, sem þeir eiga ekki
sjálfir eftir að njóta. Og í þriðja lagi
rekur lítið sem ekkert þessa menn í
störf, þar sem hæfileikar þeirra nýt-
ast betur heldur en í núverandi
störfum. En skýringin á þessu er sú,
þegar öllu er á botninn hvolft, að
starfemennimir eiga ekki fyrirtækin,
þótt þeir stjómi þeim. Þeir hafa eng-
in eignaréttindi, sem þeir geta deilt
í sundur eða sameinað eftir efiium
og ástæðum og keypt og selt á fijáls-
um fjármagnsmarkaði. Ef ákvarðan-
ir manna um meðferð fjármagns eiga
að vera skynsamlegar, þá þurfa þeir
að bera beina ábyrgð á þeim, en til
þess þurfa þeir að eiga þetta fjár-
magn. Og ef slíkar ákvarðanir eiga
að halda áfram að vera skynsamleg-
ar, þá þurfa þeir, sem betur fara með
það, að geta keypt það af þeim, sem
verr fara með það, en til þess þurfa
einhveijir að eiga þetta fjármagn.
Alþýðukapítalisminn
Sósíalistum gengur það sennilega
ekki síst til með hugmynd sinni um
starfemannastjóm að gera starfe-
menn fyrirtækjanna að virkari
þátttakendum í atvinnulífinu. Þeir
halda því fram, að kapítalsminn sé
aðeins fyrir kapítalistana sjálfa, en
ekki alla hina, sem ekkert hafa að
selja nema vinnuafl sitt og séu fyrir
vikið óvirkir áhorfendur. Sósíalistar
hafa hins vegar líka skilið, hversu
óhagkvæm ólýðræðisleg miðstýring
atvinnulífeins er, og þeir hafna því
hugmyndinni um hagkerfi eins og
það, sem stendur í Ráðstjómarríkj-
unum. En þeir hafa ekki skilið,
hversu nauðsynleg fullkomin eigna-
réttindi á fiármagni (þ.e. náttúra-
auðlindum, framleiðslutækj um og
mannvirkjum) era. Til þess að hag-
kerfið sé hagkvæmt, verða kapítal-
istar að vera til, en þeim er hvergi
leyft að vera til í sósíalistalöndunum,
ekki einu sinni í Júgóslavíu. Kapít-
ahstar verða að fá að kaupa og selja
eignaréttindi í fyrirtækjum, því að
annars bera menn ekki beina ábyrgð
á ráðstöfun eignaréttinda sinna.
Eignaréttindi verða að fá að safiiast
í fijálsum viðskiptum í hendur
þeirra, sem best kunna með þau að
fara (og þeir era aðrir í dag en þeir
vora í gær, og þeir verða áreiðanlega
aðrir á morgun).
Flytjum okkur fró Júgóslavíu til
íslands. Getum við ekki gert menn
að virkari þátttakendum í atvinnu-
lífinu með öðrum hætti? Getum við
ekki gert alla, sem það vilja, að kap-
ítalistum? Ég held, að svarið sé
Frjálshyggjan er
mannúðarstefna
KjáUariim
Dr. Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
játandi. Á íslandi ræður ríkið yfir
ýmsum stórum fyrirtækjum, til
dæmis Landsvirkjun, Pósti og síma,
Landbankanum, Búnaðarbankan-
um, Útvegsbankanum. Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins, Áburðar-
verksmiðjunni, Sementsverksmiðju
ríkisins og svo fi-amvegis. Hver á
þessi fyrirtæki? Ef einhver á þau,
þá er það fólkið í landinu - ég og
þú og við öll. Það er því eðlilegt að
koma þessum eignaréttindum beint
og milliliðalaust í hendur okkar og
leyfa okkur að velja um það, hvort
við viljum eiga þau eða ekki. Þetta
má gera með því annaðhvort að selja
þessi fyrirtæki öll á lágu verði á
fijálsum markaði (og setja reglur
um, að enginn megi í upphafi kaupa
nema tiltekinn hámarkshluta í þeim)
eða senda öllum íslenskum ríkis-
borgurum hlutabréf í þeim í pósti.
Okkur vantar íslenskan alþýðukap-
ítalisma - víðtæka eignaraðild
almennings að atvinnufyrirtækjum
og virkan hlutafiármarkað. Að svo
komnu ætti munurinn á sósíalisma
og fijálshyggju að blasa við. Karl
Marx og aðrir sósílistar vilja gera
alla að öreigum, hvort sem þeir vilja
það eða ekki. Við fijálshyggjumenn
viljum hins vegar gera alla, sem
kæra sig um, að kapítalistum!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson