Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. Iþróttir Staðan í 1. deildinni Þrír leikir voru háðir í 1. deild um helgina. Orsiit urðu þessi: ÞórFram 0-3 Keflavík-FH 3-2 Breiðabfik-Valur 0-7 Staðan er nú þannig: Fram 11 82 1 26-6 26 Valur 11 7 2 2 18-4 23 Keflavík 11 7 0 4 14-14 21 Akranes 10 4 2 4 16 10 14 KR 10 3 5 2 13-8 14 Þór 11 4 2 5 14-20 14 FH 11 4 1 6 17-20 13 Breiðablik 11 3 2 6 7-19 11 Víðir 10 2 2 6 6-14 8 Vestmannaeyjar 10 1 2 7 9-24 5 Tveir síðustu leikimir í 11. umferð verða í kvöld. Akranes og Veatmannaeyjar leika á Akranesi, KR og Víðir i Reykjavík. íslandsmet í eldri flokki Á öldungamóti HSK á Selfossi á laugardag settí Jón H. Magnússon, ÍR, íslandsmet í sleggjukasti í 50 ára flokki með 6 kg sleggju og kastaði 52,16 m. Ólafur Unnsteinsson, HSK, sigraði í kúluvarpi, 12,23 m, kringlukasti, 38,60 m, og sleggjukasti, 32,46 m, 7,2 kg í 40 ára flokki. Sigurður Friðfinnsson, FH, sigraði í hástökki í 55 ára flokki, 1,43 m. Trausti Sveinbjömsson, UBK, í 100 m hlaupi, 12,1 sek. og 800 m hlaupi, 2:23,2 mín. í 40 ára flokki, Bjöm Jóhannsson, UMFK, í langstökki í 50 ára, 4,52 m, Fred Schalki, ÍR, í 100 m hlaupi, 35 ára, 12,1 sek., Halldór Matthíasson í 35 ára flokki í hástökki, 1,47 m, og kringlukasti, 32,48 m. Ólafía Ingólfsdóttir, Samhygð, kastaði kringlu 26,76 m. Evrópumeistaramót öldunga í frjáisum íþróttum fer fram í Malmö í Svíþjóð 26. júlí-2. ágúst. Oiafur Unn- steinsson, HSK, Jón H. Magnússon, Trausti Svein- bjömsson og Sigurður Friðfinnsson keppa á mótinu. dlafur hlaut þriðja sætið í kúluvarpi á Norðurlanda- meistaramótinu í fyrra og Jón H. Magnússon í sleggj- ukasti. Einnig keppa Unnur Stefánsdóttir, HSK, Guðmundur Hallgrímsson, UÍA, og Þorsteinn Löve. -hsím. Ólafur Unnsteinsson, til vinstri, og Jón H. Magnússon keppa á EM í Malmö. Fimnrtarþraut á Selfossi Á fimmtarþrautarmóti HSK á Selfossi síðastliðinn laugardag sigraði íslandsmeistarinn í fimmtarþraut, Þórarinn Hannesson, UMF Selfoss, og hlaut 2.572 stig, 2. Ólafúr Guðmundsson, UMFS, 2.473 stig, 3. Ásmund- ur Jónsson, UM FS, 2.266 stig. 1 þríþraut kvenna sigraði Birgitta Guðjónsdóttir, Selfossi, með 1953 stig, 5,56 m í langstökki, 13,1 sek. í 100 m hlaupi, 10,78 m í kúlu- varpi. Ingibjörg ívarsdóttir, Samhygð, sigraði í lang- stökki. 5,58 m, og 100 m hlaupi, á 12,8 sek. ÓU. Guðmundur Steinsson skorar annað mark Fram á Akureyri. DV-mynd Jón Hauksson. Sjöundi sigurieikur Fran - Vann auðveldan sigur á Þór á Akureyri á laugardag 3-0. Stefin Amaldsson, DV, Akureyxi Eftir jaínan íyrri hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum í þeim síðari í leik Þórs og Fram í 1. deildinni hér á Akur- eyri á laugardag. Fram-liðið sótti nær stanslaust, hafði yfirburði á öllum sviðum knattspymunnar og vann auð- veldan sigur 0-3. Öll mörkin skoruð í síðari hálfleiknum og þá stóð ekki steinn yfir steini hjá Þórsurum. Fram- arar létu þá hlaupa á milli sín og réðu öllum gangi leiksins. Sjöundi sigur- leikur Fram í röð í 1. deild og útlitið bjart þó svo Fram hafi ekki nema þriggja stiga forustu á Val sem er i öðru sæti í 1. deildinni. Fyrri hálfleikur liðanna í gær var mjög daufúr en það fór vel um 885 áhorfendur í frábæru veðri, tuttugu stiga hiti. Leikurinn fór að mestu fram á miðjunni, oft nokkuð góður samleik- ur, sem þó engum árangri skilaði upp við mörkin. Markverðimir höfðu lítið sem ekkert að gera. Mjög jafnt framan af en Þór sótti heldur meira lokakafla hálfleiksins. Aðeins þrjú atriði sem vert er að minnast á. Þór fékk hom- spymu á 9. mín. og nokkur hætta við Fram- markið þegar vamarmönnun- um tókst ekki að hreinsa frá. Þórsu- rum tókst ekki að nýta það. Á 23. mín. fékk miðherji Fram, Guðmundur Steinsson, besta færið í hálfleiknum. Spymti framhjá af vítateigslínunni. Á 33. mín. átti Kristján Kristjánsson þrumuskot rétt utan markteigs en markverði Fram, Friðrik Friðrikssyni, tókst að verja. Sýning hjá Fram Síðari hálfleikurinn var hins vegar algjör sýning hjá Reykjavíkurliðinu og oft lék það mjög vel. Á 47. mín. skaut Janus Guðlaugsson framhjá marki Þórs af stuttu færi eftir send- ingu Kristins Jónssonar. Mínútu síðar lék Halldór Áskelsson á tvo vamar- menn Fram rétt utan vítateigs. Gaf knöttinn þvert fyrir markið á Hlyn Birgisson sem var frír inn á markteig. Hlynur hitti ekki knöttinn og síðan kom fyrsta markið hinum megin. • Það var á 52. mín. Jón Sveinsson sendi knöttinn frá miðju fram á Krist- in og vamarmenn Þórs voru illa á verði. Kristinn fékk knöttinn alveg frír, lék áfram og á Júlíus Tryggvason. Spymti á markið frá vítateigslínunni. Markvörður Þórs, Baldvin Guð- mundsson, kom aðeins við knöttinn en gat ekki komið i veg fyrir mark. • Guðmundur Steinsson skoraði annað mark Fram á 57 mín. Janus var upphafsmaðurinn. Gaf laglega á Rrist- in, sem sendi knöttinn þvert fyrir markið á Guðmund. Hann var óvald- aður við markteigshomið og átti ekki í erfiðleikum að koma knettinum í markið framhjá Baldvini (sjá mynd). • Fram skoraði þriðja mark sitt á 82. mín. og var það nákvæm eftiriíking á því fyrsta. Þó hlutverkaskipti þvi nú var það Gauti Laxdal sem fékk knöttinn einn og óvaldaður. Lék upp að vítateignum og þegar Baldvin markvörður hljóp gegn honum lyfti Gauti knettinum yfir hann í markið á snyrtilegan hátt. Fram fékk fleiri færi í síðari hálf- leiknum. Á 61. mín. varði Baldvin vel í hom spymu frá Guðmundi Steins- syni og á 75. mín. björguðu Þórsarar á marklínu skalla frá Guðmundi Torfasyni. Þeir Júlíus og Baldvin, sem oft greip vel inn í, vom bestu menn Þórs í leikn- um og Baldvin verður ekki sakaður um mörkin. Þá tókst Áma Stefánssyni vel upp í því hlutverki að taka Guð- mund Torfason úr umferð þó svo Guðmundur hefði á stundum betur í Besti leikur KefMkinga í - sigruðu FH, 3-2, í gærkvöldi í 1. deild í bráðskemmtilegum lei Magnús Gíslasian, DV, Suðumesjum: Keflvíkingar bám sigurorð af FH- ingum, 3-2, í Keflavík f gærkvöldi. Þetta var einn besti leikur Keflvíkinga í sumar og verður sigur þeirra að telj- ast sanngjam. Þrátt fyrir að völlurinn væri blautur og rigning væri að hrella leikmenn meðan á leik stóð var leikur- inn mjög skemmtilegur á að horfa. Bæði liðin lögðu sig fram um að leika knattspymu. FH-ingar léku gégn sunnanátt í fyrri hálfleik en vom þó betri aðilinn til að byrja með. • Það vom þó Keflvíkingar sem skomðu fyrsta markið. Á 21. mínútu átti Óli Þór Magnússon í návígi við tvo vamarmenn FH. Hann hafði betur og náði að senda á Sigurjón Sveinsson sem skaut þrumuskoti frá vítateig. Boltinn hafnaði undir þverslánni og inn. Glæsilegt mark hjá Sigurjóni. • FH-ingar héldu áfram að sækja og náðu að jafria á 37. mínútu. Krist- ján Gíslason fékk þá boltann fyrir miðju marki og eins og Sigurjón áður skaut hann hörkuskoti í markið - al- gerlega óverjandi fyrir góðan mark- vörð ÍBK, Þorstein Bjamason. Seinni hálfleikur var einnig fjörlega spilaður og á 57. mínútu hefðu FH- ingar getað náð foiystunni þegar Pálmi átti hörkuskot á markið. Þor- steinn varði vel en missti boltann til Inga Bjamar sem skaut í einn vamar- manna ÍBK er var staðsettur á marklínu. • Þrem mínútum síðar náðu FH- ingar hins vegar forystunni. Ingi Bjöm átti þá í baráttu við tvo vamarmenn ÍBK við endalínu. Honum tókst að snúa á þá og senda inn í vítateig þar sem Pálma Jónssyni tókst að skora eftir mikinn darraðardans. Staðan því 2-1 og var það í samræmi við gang leiksins. Nú fóm Keflvíkingar að herða sig enda annálaðir baráttujaxlar á Suður- nesjum. Fljótlega fékk Skúli Rósants- son gott tækifæri til að skora en skallaði framhjá. • Á 69. mínútu var Ingvari Guð- mundssyni farið að leiðast þófið og tók sig til og lék á hvem FH-inginn á fætur öðrum uns hann gaf góða send- ingu á Frey Sverrisson sem skoraði með föstu skoti frá vítateig. • Mikill hraði’var nú kominn í leik- inn. Á 75. mínútu komst Ólafúr Jóhannesson í gott færi upp við mark ÍBK. Þorsteinii ' varði vel frá honum og sendi strax fram á Óla Þór sem lék á nokkra FH-inga uns hann skoraði með góðu skoti. Keflvíkingar vom þá komnir yfir, 3-2, og tókst að halda þeirri forystu út leiktímann. Bestur í liði Keflvíkinga var Sigur- jón Sveinsson sem sýndi mjög góðan leik, vann mörg návígi og spilaði bolt- anum vel. Þá virðist Óli Þór vera að sækja sig og nálgast sitt gamla form. Sigurður Björgvinsson var duglegui en það sást vel á vamarleik ÍBK að Valþór var ekki með í þessum leik. Hjá FH-ingum vom þeir markaskorar- amir Pálmi og Kristján bestir en Ingi Bjöm er þó alltaf hættulegur. Henning og Guðmundur Hilmarsson voru sterkir í vöminni og þá verður Halld- ór í markinu ekki sakaður um mörkin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.