Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 14. JÚLl 1986. 31 Sandkom Verslóhelgin V erslunarmannahelgin fjöruga nálgast nú óðum með útihátíðum og gauragangi. Þegar er farið að auglýsa há- tíðimar óspart. Nú mun afráðið að hljómsveitin Skrið- jöklar frá Akureyri spili fyrir dansi á Gauknum ’86 í Þjórs- árdal. Einnig heyrist að samningaviðræður standi yfir við Bubba Morthens um þátt- töku á Gauknum. ÓliTorfi Ólafur H. Torfason, frétta- maður á Akureyri, hefur verið ráðinn forstöðumaður Upp- lýsingaþjónustu landbúnað- arins, eins og fram hefur komið í fréttum. Lesendum til glöggvunar má geta þess að þetta er sama starfið og Agnar Guðnason gegndi áður. Agnar skrifaði oft hressilegar og eft- irminnilegar greinar í blöð um landbúnaðarmálin. Jöklagæði Frystihúsið á Raufarhöfn, Jökull, hefur fengið verðlaun á hverju ári á síðustu árum fyrir vörugæði. Vöruvöndun þar þykir með afbrigðum. Tímarnir tvennir á Raufó, því áður var frystihúsið neðarlega á skrá fyrir gæði. Skemmtilegt framtak og til hamingju, Jökl- ar. Góðvild Svonefndir góðvildarleikar í fijálsum íþróttum standa nú y fir í Sovét. Nú heyrist í frétt- um að Kaninn sé farinn að rífast og fjargviðrast og halda því ff ani að sovéskum kepp- endum sé hyglað sérstaklega á mótinu. Þetta eru greinilega góðvildarleikar í góðu lagi. Grímsey Nú heyrist að í Grímsey sé verið að byggja þrjú einbýlis- hús, á tímum fárra bygginga hér fyrir norðan. Nokkuð seigir Grímseyingar, því á Akureyri er aðeins eitt ein- býlishús í byggingu. Konur á Raufó Konur á Raufarhöfn hafa tekið öll völd þar í sínar hend- ur. Oddvitinn er kona, hrepp- stjórinn er kona, bankastjóri Landsbankans er kona, hótel- stjórinn er kona og til skamms tíma var lögregluþjónninn á staðnum kona. Prestlaust er nú á Raufarhöfn og eru menn ekki í neinum vafa um að presturinn verður... Vals- draugurinn „Enn hafði Valsdraugurinn betur“ sagði í fyrirsögn í Degi þegar Þór ff á Akureyri hafði tapað fyrir Val í fótbolta að Hlíðarenda á dögunum. Ku Þór ekki geta unnið leik á Hlíðarendavellinum. Ekki vita menn hvemig Valsdraug- urinn lítur út en eitt er víst, það gengur allt aftur þegar Þór spilar á þessum velli. Er ekki annað að sjá en að Þórs- arar verði að mæta næst með þjálfara, nuddara og særinga- mann á Hlíðarenda. Sigfús Jónsson Hljóp á sig? Það hefur vakið athygli hér á Akureyri að nýi bæjarstjór- inn, Sigfús Jónsson, sem á sæti í stjóm Byggðastofnunar, skuli hafa vikið úr því sæti' þegar greidd voru atkvæði um að flytja stofnunina norður til Akureyrar. Ý msum finnst sem gamli hlauparinn hafi hlaupið á sig. Eins finnst Akureyring- um skrítið að framsóknar- mennirnir í stjórn stofnunar- innar, þeir Ólafur Þ. Þórðarson og Stefán Guð- mundsson, skuli hafa verið á móti tillögunni ásamt þeim sjálfstæðismönnum Ólafi G. Einarssyni og Eggert Hauk- dal. Juventus Skrifandi um Val, þá datt liðið í lukkupottinn, við að mæta Juventus frá Italíu í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu. Með Juventusspilar meðal annarra Daninn Laudr- up. Síðast þegar Laudrup mætti íslandi sigraði hann 14-2. Það var reyndar Finn Laudrup, faðir Laudrups hjá Juventus, en hann spilaði á sínum tíma með danska lands- liðinu í hinum fræga leik... „Gifti mig" „Gifti mig um leið og ein- hver vill mig,“ sagði í fyrir- sögn í viðtali Dags við Pétur nokkum Bjamason í síðustu viku. Pétur þessi er þekktur handboltamaður með KA á Akureyri. Einnig rekurhann pylsuvagninn á Ráðhústorgi, Pésa pylsur. Nú segja gárung- amir á Akureyri að það sé greinilegt að Pétur hafi ekki skorað nægilega mikið, það er að segja í handboltanum. Eins og hann megi til með að gera eitthvað í hlutunum og þá helst að fá sér eina með öllu. • Dolly Parton Brjóst Dollyar Fjallað er um fegrunarað- gerðir í þýddri grein í Degi i síðustu viku. Þarsegir: „Nef- breytingar eru langalgeng- ustu fegrunaraðgerðimar. { öðru sæti hj á kvenfólki - koma brjóstaaðgerðir. Dolly Parton staðhæfir að hennar bijóst séu þannig af guði gerð. Hún segir: „Ef ég hefði ckki haft þau hefði ég látiðbúaþautil.““ Örugglega tekið tímann sinn það. Umsjón: JónG. Hauksson Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald- dagi söluskatts fyrir júnímánuð er 15. júlí. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Vlð kynnum matreiðslu- sparibaukinn frá @ SANYO Þessi örbylgjuofn frá Sanyo sparar þér ekki aðeins tíma og rafmagn við matseldina, hann kostar aðeins: I ^3.400, ... Og það fylgir honum matreiðslubók á íslensku, athugaðu það. Nú skellir þú þér á einn. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlancísbaiu! 16 Smt 913S2Ó0 Úrval við allra hæfi KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. Sími 686511. Minna en 1% fita. Diet nautahakk 399,- Nautahakk aðeins 250,- 5 kg. í poka. Lambahakk 210,- Kindahakk 185,- Baconsneiðar 275,- Baconstykki 199,- Marinerað lambal. 310,- Marineraðar lambakótel. 328,- Marineraðar lambasn. 366,- Marineruð lambasteik 218,- Krydduð lambarif 126,- Svínabógar, reyktir, 290,- Nýr svínsbógur 247,- Reykt svínalæri 295,- Ný svínalæri 245,- Svínarif 178,- Italskt gúllas 370,- kr. kg. Londonlamb, 1.fl„ 375,- Londonlamb, 1,fl„ 375, ,3^ MATAR 4 Gullmolar Frá HP wARNER og CS væntanlegif á myndbandaleigur WXRNER HOME VIDEO ÍSLENSKURTEXTI sumarmyndin - njósnamyndin ástar- og átakamyndin - gamanmyndin THE SURE THING: Stórkostleg mynd sem hefur hvarvetna fengiö frábæra dóma og notið geysilegra vinsælda. Umsagnir gagnrýenda eru á einn veg: „I sama gæðaflokki og „The Breakfast Club". Þær sýna báðar og sanna að myndir fyrir ungt fólk geta verið vandaðar og góð skemmtun sem skilur eitthvað eftir. NÁLARAUGAÐ (EYE OF THE NE- EDLE): Æsispennandi njósnamynd með stórleikaranum Donald Suth- erland í aðalhlutverki. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir hinn geysivinsæla rithöfund KEN FOLLET (Lykillinn að Re- bekku). Bókin var gefin út í íslenskri þýðingu af AB-bókaklúbbnum fyrir nokkrum árum. PERSONAL BEST: Þessi frábæra mynd fjallar á væmnislausan hátt um samband tveggja kvenna, sem heyja harða innbyrðis baráttu á íþróttavellinum, en eru síðan elsk- endur þess á rniíli. Þetta er mynd sem vakið hefur mikla athygli og fengið góða aðsókn, enda kemur hún verulega á óvart. Með aðal- hlutverk fara: Mariel Hemingway, Scott Glenn og Patrice Donnelly. EVERY WHICH WAY BUT LOOSE: Einhver skemmtilegasta og jafn- framt vinsælastá Warner myndin frá upphafi, með Clint Eastwood og Sandra Locke í aðalhlutverkum. Orangútanapinn Clyde vinur hins vegar stóran leiksigur og stelur al- gerlega senunni með aldeilis frábærum töktum. Leikið rétta leikinn-takið mynd fráTEFU I* TEFL11 VIDEO Tefli hf. Einkaréttur á íslandi fyrir Warner Home Video Sídumúla 23, 108 Reykjavik S 91-68 62 50/68 80 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.