Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. Utlönd_______________________________pv Kúlnahríð og gaddavír gegn færeyskum varðskipsmönnum Misheppnuð uppganga Færeyinga í Sea Shepherd Hvalfriöunarmaðurinn Poul Watson og áhöfn hans á Sea Shepherd beittu öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir uppgöngu færeyskra lögreglumanna undan ströndum Færeyja um helgina og reyndu itrekað að sökkva gúmbát- um uppgöngumanna. Eðvarð T. Jánæan, DV, Þóishofa; Lífi færeyskra lögreglumanna var stefht í mikla hættu nú um helgina er þeir reyndu að handsama Poul Watson og skipverja hans á Sea Shep- herd, skammt undan Akrabergi í Suðurey. Skipverjar á Sea Shepherd hófu skothríð á færeysku lögreglumennina er þeir nálguðust, en þeir svöruðu með því að skjóta táragassprengjum um borð. Þessir atburðir eru þeir langalvarle- gustu er gerst hafa í samskiptum lögreglunnar við umhverfisvemdarfé- lög er að undanfömu hafa reynt að koma í veg fyrir umdeilda veiði Færey- inga á grindhval. Freistað að handtaka Watson Watson kom aftur til Færeyja frá Hjaltlandseyjum fyrir nokkrum dög- um, en þangað fór hann eftir að færeysk yfirvöld höfðu handtekið sjö manns úr áhöfri skips hans, þar á meðal tvo blaðamenn frá AP frétta- stofunni. Blaðamennimir vom strax látnir lausir, en hinir fimm ýmist sendir úr landi eða Ðuttir aftur um borð. Watson hefur verið bannað að koma á skipi sínu inn fyrir þriggja mílna lögsögu Færeyja, en undanfama daga hefur hann storkað færeyskum yfir- völdum með því að sigla inn og út fyrir landhelgina. Fyrir helgi var tekin ákvörðun um að láta til skarar skríða og freista þess að taka skip Watsons. Átta vopnaðir lögreglumenn vom sendir í gúmbáti frá varðskipinu Ólafi Helga að skipi Watsons og reyndu uppgöngu. Skipverjar á Sea Shepherd höfðu auðsjáanlega búist við uppgöngutil- raun Færeyinga og höfðu girt skip Fregnir frá Sri Lanka í morgun herma að um helgina hafi átján skæmliðar aðskilnaðarsinna tamíla og sex stjómarhermenn Sri Lanka stjómar fallið í harðvítugum bardög- um í nánd við höfuðborgina Colombo. Tilkynning stjómvalda um mann- fallið kemur á sama tíma og stjómvöld undir forsæti Júníusar Jayewardane, forseta landsins, hófu þriðju umferð samningaviðræðna við forystumenn skæmliðahreyfingar tamíla um vopnahlé. Tamílar, sem em í minnihluta á Sri Lanka, vilja skilja sig frá meirihluta sitt með gaddavírsflækjum stafnanna á milli. Er lögreglumennimir nálguðust Sea Shepherd skaut áhöfii hans á gúmbát- inn úr rifflum og reyndi að sökkva honum með eggjámum, á meðan aðrir stóðu við lunninguna vopnaðir öxum og hnífum og létu ófriðlega. eyjaskeggja, sinnhalesum, og stofria eigið ríki. Jayewardene forseti hefur boðist til að afsala hluta af valdi landsstjómar- innar til lýðræðislega kjörinna hér- aðsþinga er komið yrði á í öllum hémðum eyjunnar sem em níu talsins. Segist forsetinn fullviss um að aukin valddreifing í landinu geti sætt ólík sjónarmið og dregið úr átökum að- skilnaðarsinnaðra tamíla við meiri- hluta sinnhalesa. Á undanfömum þrem árum hafa á fimmta þúsund manns fallið í átökum hreyfinganna á Sri Lanka. Mjög ókyrrt var í sjóinn og aðfarir skipveija því augljóslega lífshættuleg- ar. Poul Watson reyndi jafhframt að sigla á gúmbáta Færeyinganna en mistókst það, Hann lét þá hella bensíni í sjóinn og gerði sig líklegan til að kveikja í þvi. Slysl háloftunum Öskrandi farþegar og flugþjónar köstuðust til og frá um farþega- rými þotu frá Eastem Airlines í gær er hún lenti skyndilega í mjög ókyrm lofti yfir Atlantshafi. Átján manns slösuðust, þar af tveir al- varlega. „Þetta var hræðilegt Sumir kö- stuðust upp úr sætum sínum og lentu með höfuðið í lofti farþega- rýmisins," sagði Jerry Cosley, talsmaður Eastem. Farþegar sögðu að vélin hefði fengið á sig tvo hnykki og hefði sá seinni verið svo harður að fólk hefði kastast úr sætum sínum og fram á ganginn milli sætaraðanna. Alvarlegust urðu meiðslin hjá níu ára dreng, sem hlaut höfuð- og bakmeiðsl, og hjá eldri konu sem meiddist innvortis. Flug Eastem númer 977, Airbus A-300 þota með 215 manns innan- borðs, á leið frá Kennedy flugvelli í New York til Miami í Flórida, náði að lenda klakklaust eftir þetta atvik. Talsmaður flugfélagsins sagði að vélin hefði verið í 20.000 feta hæð yfir Atlantshafi undan strönd Palm Beach í Flórida þegar flugstjórinn sagði farþegum að speima belti sín vegna ókyrrðar í lofti, sem væri framundan. „Skiltið um að fólk ætti að spenna beltin var á,“ sagði tals- maðurinn og bætti við að svo virtist sem þeir sem slösuðust hefðu ekki farið að tilmælum flug- stjórans um að spenna beltin. Lögreglumennimir skutu táragas- sprengjum um borð og fór ein þeirra inn í stýrishúsið og birtust þá Watson og nokkrir aðrir skipverjar á dekkinu búnir gasgrímum. Eftir nokkra stund ákváðu lögreglu- mennimir að snúa við. Varðskipið reyndi síðan að sigla upp Gurmlaugur A. Jónssan, DV, Lundi; „Við viljum alls ekki að hér komi upp þær aðstæður sem nú em í Banda- ríkjunum þar sem smituð böm em útilokuð frá skólunum," segir Annika Strandell, yfirskólalæknir í Svíþjóð, um þá ákvörðun sænskra heilbrigðis- yfirvalda að gera fræðslumynd um eyðni. Myndinni er fyrst og fremst ætlað að draga úr ótta sænskra nemenda við sjúkdóminn, ótta sem yfirvöld telja að í sinni verstu mynd geti verið eins alvarlegur og sjúkdómurinn sjálfur. „Sænskir nemendur em afskaplega Yfirvöld á Taiwan, sem er auðugt af peningum en fátækt af orkugjöfum, íhuga nú að kaupa olíulindir í Banda- ríkjunum og Mið-Austurlöndum til að öðlast yfirráð yfir orkugjöfum. Embættismaður hjá ríkisrekna kín- verska olíufélaginu sagði að lækkandi verð á olíu styddi þessa hugmynd. Gífurlegur útflutningur er frá Tai- tirnri V>r»Tv 91 'íol1ó',o á Sea Shepherd, en tókst ekki að kom- ast fram fyrir það. Ásaka Færeyinga um vél- byssuskothríð Watson sigldi síðan burt og í dag kom hann til Stomoway á Suðureyj- um til að taka olíu og vistir auk þess sem áhafharmeðlimir sögðust hafa komið filmum í land er sanna ættu svart á hvítu ofbeldi Færeyinga gagn- vart hvalfriðunarmönnum. Fjöldi blaðamanna var um borð í skipinu, þar á meðal kvikmyndatöku- lið frá BBC. Bresku blöðin fjölluðu um atburðina undan Færeyjum í gær og hafa eftir Watson að færeyska lögreglan hafi skotið með vélbyssum á skipið. Færeysk yfirvöld hafa staðfest að hafa haft vélbyssur um borð í gúmbát- um sínum en segjast ekki hafa beitt þeim. Lögregluyfirvöld hér segja að hér sé ekki lengur um venjulegt lögreglumál að ræða heldur brot á alþjóðalögum, og því verði Sea Shepherd tekinn hvar sem til hans sést við Færeyjar. Yfirvöld segja jafhframt að þessi at- burður sýni að Watson sé hættulegur afbrotamaður er svífist einskis og því verði aðgerðum gegn honum hagað í samræmi við það. W atson á yfir sér 15 mánaða fangels- isdóm í Kanada fyrir að hafa siglt niður báta kanadískra kópaveiði- manna. Grindhvalavaða var rekin á land á Götueiði á föstudagskvöld en Sea Shepherd reyndi ekki að stöðva slátr- unina því tvö varðskip fylgdust með ferðum hans. Færeysk yfirvöld sögðu í gær að þau myndu fara þess á leit við yfirvöld í Bretlandi að þau handtækju Watson og framseldu hann til Færeyja ásamt áhöfh. hræddir við eyðni og fordómamir gagnvart sjúkdómnum em sömuleiðis margir," segir Strandell. Fræðslumynd þessi er í tveimur út- gáfum, ein gerð fyrir menntaskóla og önnur fyrir eldri bekki grunnskólans. Sýningar á myndinni munu hefjast í sænskum skólum í haust. Meginboðskapur myndarinnar er sá að unnt sé að veija sig fyrir eyðni. Jafnframt er lögð áhersla á að ekki næstum því allir er fá vírusinn (HTLV 3) fái sjúkdóminn eyðni. I mars síðastliðnum höfðu á milli fjögur og fimm þúsund Svíar fengið vímsinn en aðeins fjömtíu og sjö manns sjálfan sjúkdóminn. sem að mestu liggur í bandarískum bönkum. Nú þegar veija Taiwanbúar um 100 milljónum dollara árlega til olíuleitar í samvinnu við §ölþjóðafyrirtæki. Lækkandi olíuverð hefur minnkað olíukostnað Taiwanbúa um 500 millj- ónir dollara á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Innflutningur á olíu til Taiwan nem- fir ný ?9n non tunnum á dag. Á fimmta þúsund manns hafa falliö á siðustu þrem árum í borgarastríðinu á Sri Lanka, auk þess sem mikil röskun hefur orðið á daglegu lífi fólks. Hér hafa skæruliðar tamíla sprengt í sundur brú á austurhiuta eyjunnar í tilraun sinni til sð —1— Samningaviðræður í skugga blóðugra bardaga á Sri Lanka Taiwan vill kaupa olíulindir Sænsk fræðslumynd gegn eyðnifordómum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.