Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 32
'32 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. Andlát Salome Ólafsdóttir lést 1. júlí sl. Hún var fædd 9. september 1895 að Álftártungu í Borgarfirði. Foreldrar hennar voru Bjöm 0. Björnsson og Jensína Bjarnadóttir, Salome giftist Karli Kristinssyni, en hann lést árið 1931. Þau hjónin eignuðust fimm böm og em fjögur á lífi. Útför Salome var gerð frá Kópavogskirkju í morgun. Sigfús Elíasson, Austurbraut 6, Keflavík, sem lést 8. júlí sl. í Borg- arspítalanum, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudag- inn 15. júlí íd. 13.30. Magnús Andrésson bifreiðastjóri, Hamrahlíð 1, Reykjavík, lést 7. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 14. júlf kl. 15. Katrín Aðalbjörnsdóttir, Hvols- vegi 25, Hvolsvelli, lést í sjúkrahúsi Suðurlands 10. júlí sl. Otför hennar fer fram laugardaginn 19. júlí frá Stórólfshvolskirkju kl. 14. Ingibjörg Guðmundsdóttir and- aðist 11. júlí á Elli- og hjúkranar- heimilinu Grand. ^ Zóphanías Benediktsson, Hátúni 12, Reykjavík, andaðist í Borgarspít- alanum miðvikudaginn 2. júlí síðast- liðinn: Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnhildur J. Lárusdóttir and- aðist 11. júlí á Hrafnistu, Reykjavík. Sæmundur Kristján Jónsson, Nökkvavogi 9, andaðist í Landspítal- anum 11. júlí sl. Útför Kristjönu Einarsdóttur Langedal fer fram frá Hallgríms- kirkju mánudaginn 14. júlí kl. 13.30. Útför Sigríðar P. Ásbjörnsdóttur, Heiðarási 10, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. júlí kl. 13.30. Jóhann Anton Víglundsson mál- arameistari, Hofsvallagötu 17, Reykjavík, verður jarðsunginn þriðjudaginn 15. júlí frá Fossvogs- kirkju kl. 15. Jarðsett verður í Hafharfj arðarkirkj ugarði. Tilkynriingar Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga Á fundi sínum nýlega samþykkti stjóm Fjórðungssambands Vestfirðinga eftirfar- andi: „Stjóm Fjórðungssambands Vestfirð- inga mótmælir harðlega umfjöllun sjón- varps í kvöldfréttatíma 23.06. sl., um málefni íbúa Suðureyrar í Súgandafirði. Við lestur Lögbirtingablaðsins komast menn að raun um að í byggðarlögum kringum allt land og einnig á höfuðborg- arsvæðinu era auglýst nauðungaruppboð án þess að slíkt fái álíka umfjöllun í sjón- varpi og uppboð þau, sem fram áttu að fara á Suðureyri. 1 sjávarþorpum á Islandi, sem mörg era líkrar gerðar og Suðureyri, era framleidd mikil útflutningsverðmæti. Þrátt fyrir það eiga þessi þorp við að etja bæði fólks- fækkunar- og annars konar vandamál sem viðkomandi sveitarstjómir era að reyna að leysa. Beint og óbeint má rekja þessi vandamál til þess aðdráttarafls sem höfuð- borgarsvæðið hefur bæði á fólk og fé. Uppsláttur á þann hátt sem viðhafður var um Suðureyri leysir ekki vanda eins eða neins. Aftur á móti getur slíkur fjöl- miðlauppsláttur gert illleysanleg vanda- mál óleysanleg, og á þann hátt fækkað byggðum bólum á Islandi. Vekja má athygli á, að hér er um ítrek- aða, neikvæða umræðu sjónvarpsins um málefni Suðureyrar að ræða, sem önnur byggðarlög hafa ekki orðið fyrir og er mál að linni.“ Sumarleyfi í Borgarbókasafni Vegna sumarleyfa í Borgarbókasafni eru þrjú útibú safnsins lokuð fram í ágúst, Hofsvallasafn frá 1. júlí til 11. ágúst, Bú- staðasafn frá 7. júlí - til 14. ágúst og Sólheimasafn frá 14. júlí til 18. ágúst. Ferð- ir bókabílanna falla ennfremur niður frá 1. júlí til 18. ágúst. Lestrarsalurinn að Þingholtsstræti 27 er lokaður til 1. sept. Lánþegum er hins vegar bent á að hvorki aðalsafninu, Þingholtsstr. 29a, né nýja útibúinu í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi þarf að loka, heldur er opið þar mánud.-föstud. frá kl. 9-21 og eru allir velkomnir á þessa staði. Kaffi-konsertar á Vestfjörðum Islensk-hollenska söngkonan Viktoría Spans og gítarleikarinn Símon ívarsson verða með „kaffi-konserta“ víða á Vest- fjörðum næstu daga. Fyrstu tónleikamir era í kvöld, 14. júlí, kl. 20.30 í sal Frímúr- arahússins á Isafirði á vegum Tónlistarfé- lagsins og Listasafns Isafjarðar í tilefni 200 ára afmælis Isafjarðar. Næstu tónleik- ar Viktoríu og Símonar era í félagsheimil- inu í Bolungarvík þriðjudagskvöldið 15. júlí kl. 20.30. Miðvikudagskvöldið 16. júlí kl. 20.30 leika þau í mötuneyti Hjálms hf. á Flateyri. Síðustu tónleikamir á Vest- fjörðum eru síðan á Patreksfirði fimmtu- daginn 17. júlí kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Fyrirkomulag og titill þessara tónleika er „kaffi-konsert", en það er þannig að tón- leikagestir geta fengið sér Diletto-kaffi og meðlæti í hléi og eftir tónleikana ásamt flytjendum. Á efnisskránni eru íslensk og spænsk lög. Bann við veiðum smábáta í ágúst Samkvæmt lögum nr. 97 20. desember 1985 um stjóm fiskveiða 1986-1987, skulu allar fiskveiðar, aðrar en grásleppuveiðar, óheimilar bátum, sem minni era en 10 brl., í tíu daga í ágúst. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að veiðibanndagamir verði frá og með 1. til og með 10. ágúst 1986. Tapað - Fundið Filma fannst 36 mynda slidesfilma fannst í Öskjuhlíð. Eigandi hennar getur vitjað hennar hjá DV (dagbók). Sumarráðstefna Félags löggiltra endurskoðenda Félag löggiltra endurskoðenda hélt sína 21. sumarráðstefnu að Laugarvatni dag- ana 4-6. júlí sl. Ráðstefhuna sóttu um 90 manns að meðtöldum mökum. Eyjólfur K. Siguijónsson, formaður félagsins, setti ráðstefnuna sem fór fram með hefðbundn- um hætti en erindi fluttu Atli Hauksson, löggiltur endurskoðandi, Gestur Stein- þórsson, skattstjóri í Reykjavík, og Gunnar Jóhannsson, formaður ríkis- skattanefndar. Skipulag ráðstefhunnar var í höndum menntunamefndar og skemmtinefndar og var aðalefni hennar skattamál. Á því tuttugu og eina ári, sem sumarráðstefna endurskoðenda hefur ve- rið haldin, hefur skapast sú hefð að skipta í lið (debet og kredit) og keppa í fótbolta. Að þessu sinni sigraði kredifliðið með miklum yfirburðum. Þótti ráðstefnan tak- ast vel í alla staði. Núverandi stjóm Félags löggiltra endurskoðenda skipa eftirtaldir menn: Eyjólfur K. Sigurjónsson, formaður, Gunnar R. Magnússon, varaformaður, Sigurður Guðmundsson, ritari, Símon Kjæmested, gjaldkeri, og Sigurður Stef- ánsson, meðstjómandi. Ég horfi alltaf á fréttimar í sjón- varpinu og ftnnst þær hafa batnað alveg einstaklega mikið frá þvi sem áður var. Ég er þó orðin langþreytt á þessu máli Alberts og Guðmundar. Þetta er orðin hálfgerð endaleysa. Ég horfði á fyrirmyndarföðurmn á laugardagskvöldið en þeir þættir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef líka fylgst með Aftur til Eden á sunnudagskvöldum og finnst þeir þættir góðir. Ástralskir og enskir þættir era yfirleitt vandaðir. Annars horfi ég lítið á sjónvarp. Ég held að fólk á mínum aldri horfi ekki mikið á sjónvarpið yfirleitt. Ég hlusta meira á útvarpið og vakna við það á hverjum morgni. Ég hlusta á fréttir og morgunþáttinn á rás 1. Rás 2 er alltaf á í vinnunni en tækið er alltaf svo lágt stillt að ég heyri varla í því. Mér finnst að rásin mætti vera meira á kvöldin. Annars finnst mér ríkisfjölmiðl- arnir standa sig ágætlega. Það era oft góðir þættir í sjónvarpinu. Dag- skráin dalar að vísu svolítið á sumrin og er það skiljanlegt þar sem fólk fer meira út á björtum sumar- kvöldum. Ingibjörg Tómasdóttír rekstrarhagfræðingur: „Nóg komið af máli Alberts og Guðmundar‘1 Feröafélag íslands. Helgarferðir 18.-20. júlí: 1) Þórsmörk - gist í Skagfjörðsskála. Ath. ódýrasta sumarleyfið er dvöl hjá Ferðafé- laginu í Þórsmörk. 2) Landmannalaugar - gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Gönguferðir um nágrenni Lauga. 3) Hveravellir - gist í sæluhúsi Ferðafé- lagsins á Hveravöllum. Gönguferðir í Þjófadali og víðar. Heitur pollur við eldra sæluhúsið sem er nýuppgert og einstak- lega vistlegt. Farmiðasala ög upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Sumarleyfisferðir Ferðafé- lagsins 1) 18.-23. júlí (6 dagar): Landmannalaug- ar - Þórsmörk. Gengið á milli gönguhúsa F.í. 2) 18.-24. júlí (7 dagar): Vestfirðir - hring- ferð. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. 3) 18.-25. júlí (8 dagar); Lónsöræfi - Hof- fellsdalur. Gist í tjöldum við Illakamb. Dagsferðir frá tjaldstæði. Fararstjóri: Eg- ill Benediktsson. 4) 18.-25. júlí (8 dagar): Snæfell - Lónsör- æfi - Hoffellsdalur. Gönguferð með viðleguútbúnað. Fararstjóri: Jón Gunnar Hilmarsson. 5) 23.-27. júlí (5 dagar): Landmannalaug- ar - Þórsmörk. Biölisti. Fararstjóri: Pétur Ásbjömsson. 6) 25.-30. júlí (6 dagar): Landmannalaug- ar - Þórsmörk. Fararstjóri: Sturla Jónsson. 7) 30. júlí - 4. ágúst (6 dagar): Land- mannalaugar - Þórsmörk. Uppselt. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins era ör- uggar og ódýrar. Upplýsingar og farmiða- sala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Sumarferð Parkinsonsamtak- anna Parkinsonsamtökin á Islandi efna til sum- arferðar laugardaginn 19. júlí. Farið verður í Þjórsárdal og lagt af stað kl. 9 frá Umferðarmiðstöðinni. Þátttaka til- kynnist til Áslaugar í síma 27417 eða Kristjönu Millu í síma 41530. Þær veita nánari upplýsingar. Ásprestakall Sumarferð safhaðarins verður farin 27. júlí nk. austur undir Eyjafjöll, messað í Ásólfskirkju og Byggðasafnið í Skógum skoðað. Lagt verður af stað frá Áskirkju kl. 9 f.h. Verð kr. 1200 og er þá allt nesti innifalið. Þátttaka tilkynnist fyrir 16. þ. m. í síma 37788, Guðrún, og 685970, Hilm- ar. Bækur Morgan Kane - Bók nr. 55 - „Einvígi í San Antonio" Prenthúsið hefur nú gefið út í vasabroti bók nr. 55 í hinum sívinsæla bókafiokki um Morgan Kane eftir Louis Masterson. Bók þessi ber heitið „Einvígi í San Anton- io“ og fjallar, eins og nafnið bendir til, um einvígi Morgans Kane við einn snjall- asta skammbyssumann Texas, John Wesley Hardin, eða „Wes Hardin" eins og hann oftast er nefiidur. Wes Hardin er einn illræmdasti morð- ingi í blóði drifinni sögu Texas. Hann var nú laus úr fangelsinu, hafði afplánað þar 16 ára fangavist. Það vora 40 skorar á Colt-skammbyssunum hans tveim. Og flestöll fórnarlömbin höfðu fengið kúlu í gegnum höfuðið. Morgan Kane vissi hvað það táknaði, - það táknaði að Wes Hardin var svo öraggur um hæfni sína, og sjálfs- traust hans svo takmarkalaust, að hann veigraði sér ekki við að miða á höfuðið. Og sannleikurinn var sá að tækist Wes Hardin að verða fyrri til að hleypa af - og það hafði honum alltaf tekist - fékk andstæðingurinn aldrei tækifæri til að svara fyrir sig. Þetta leit út fyrir að verða hólmganga sem ætti sér enga líka í villta vestrinu: John Wesley Hardin gegn Morg- an Kane... Enn ein bók í þessum einstaka bóka- flokki. Og hún gefur þeim sem á undan hafa komið ekkert eftir. Bókin er 130 bls. og kostar kr. 250 á sölustöðum, sem era bókaverslanir, kaup- félög og allir blaðsölustaðir. BANNFÆRÐ Astralíufararnir -Bók nr. 2- -Bannfærö- Prenthúsið hefur nú gefið út í vasabroti bók nr. 2 i bókaflokknum „Ástralíufararn- ir“ eftir William Stuart Long. Þessi bókaflokkur fjallar um sögu bresku refsi- fanganna sem gerðir vora útlægir í Bretlandi og sendir til Ástralíu til að þola þar fátækt, þrældóm og ill örlög. Þeir komu frá Englandi, þar sem þeir höfðu sumir verið ákærðir réttilega, sumir rang- lega, - en allir dæmdir til fangavistar sem þjófar, glæpamenn og morðingjar. Þeim var troðið í lestar á skipum hans hátignar og sendir eins langt burt og hægt var. Hlutverk þeirra varð að breyta óbyggðum Ástralíu í byggilegt land. Sögumar segja frá þessu fólki, ástum þess og gimdum, tryggð þess og svikum, vonum og von- brigðum. Sögurnar um Ástralíufarana hafa notið geysilegra vinsælda erlendis. Samtals hafa þær selst i meira en 5,5, milljónum eintaka og hver einstök bók flokksins hefur verið ofarlega á metsölulistum, m.a. hjá stór- blöðunum The New York times og Publis- hers Weekly. Fyrsta bókin, „Refsifangarn- ir“, var einnig ofarlega á lista í upplagskönnun Kaupþings fyrir skömmu. Bókin sem nú kemur út, 2. bókin í bóka- flokknum um Ástralíufarana, nefnist „Bannfærð". Hún hefst árið 1788, þegar Philip landstjóri er að stofna fanganýlend- una Sidney Cove við Port Jackson á austurströnd Ástralíu. Spilltir yfirmenn, uppreisnargjamir fangar, herskáir fram- byggjar og þrúgandi hungursneyð era að kæfa nýlenduna í fæðingu. Heimur Jenny Taggarts, söguhetjunnar úr fyrstu bók- inni, hrynur í rúst, þegar unnusti hennar, Andrew Hawley, er sendur heim til Eng- lands. Sífellt mótlæti, nauðgun og brostn- ar vonir era að buga hana. Fanginn Johnny Butcher er eini maðurinn sem gæti fengið hana til að gleyma Andrew, - en hann hugsar ekki um annað en flótta... Bókin er 167 bls. og kostar kr. 280 á sölustöðum sem eru bókaverslanir, kaup- félög og allir blaðsölustaðir. L5 WKW alla vikuna Þverholti 11 Síminner 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.