Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 30
42
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986.
S M4
&
SHí
SMELLUR VIKUNNAR
GUNNAR ÞÓRÐARSON
BUBBI MORTHENS
BRAGGABLÚS (FÁLKINN)
Það er hreint ótrúlega góð
sveifla í þessu lagi Magn-
úsar Eiríkssonar sem
Gunnar Þórðarson hefur
útsett upp á nýtt af mikilli
snilli. Sá sem ekki fær fiðr-
ing í tæmar, þegar hann
heyrir þetta lag í frábærum
flutningi Bubba Morthens,
er dauður.
FLEIRI GÓÐiR SMELLIR
DARYL HALL - DREAMTIME
(RCA)
Daryl Hall þarf ekki að
óttast aðskilnaðinn frá
John Oates því með þessu
lagi, Dreamtime, sýnir
hann að samstarflð við
Oates er ekkert úrslitaat-
riði fyrir hann. Hall hefur
hér samið dúndurgott lag,
vissulega í svipuðum dúr
og þau lög sem hann flutti
áður með Oates, en gott lag
er gott lag hvað sem hver
segir.
BORIS GARDINER - I
WANNA WAKE UP WITH
YOU (CREOLE)
Léttur reggaefílingur í
ljúfu lagi sem á allar sínar
vinsældir skilið. Það þarf
ekki að hafa fleiri orð um
það.
SINITTA - SO MACHO
(SIGH)
Góð melódía í diskótakti,
lag sem festist auðveldlega
inní höfðinu á manni án
þess að spyrja um leyfi.
JERMAINE STEWART - WE
DON’T HAVE TO TAKE OUR
CLOTHES OFF (TEN)
Sjá ofan.
BRUCE HORNSBY AND THE
RANGE - THE WAY IT IS
(RCA)
Hér kveður við annan tón,
píanósóló og klassískur
poppkeimur svífur yfir
vötnunum. Minnir dálítið á
seinni tíma Procol Hairum
en ekki er það til lýta.
Skemmtileg tilbreyting frá
þessu dags daglega poppi.
SIMPLY RED - OPEN UP
THE RED BOX (WEA)
Ný og endurunnin útgáfa
af þessu lagi, og ekki versn-
ar það við þá meðhöndlun.
Þessi hljómsveit er aldeilis
frábær og klikkar hrein-
lega ekki. Einfaldlega gott.
-SþS-
Eurythmics - Revenge
Einn af kjörgripum ársins
Ég held það fari ekkert á milli mála
að eitthvert hæfasta fólk poppheims-
ins um þessar mundir séu þau Annie
Lennox og Dave Stewart, öðru nafhi
Eurythmics.
Vegur þeirra hefur farið mjög vax-
andi á undanfómum árum og gerir
enn, ef mið er tekið af þessari nýju
plötu þeirra, Revenge.
Dave Stewart er þar að auki á kafi
í upptökum, útsetningum og lagasmíð-
um fyrir aðra og virðist vera af nógu
að taka á þeim bæ.
Eitt lag af plötunni Revenge hefur
þegar náð vinsældum - When To-
morrow Comes - stórgott rokklag með
drífandi takti og þær syngja ekki
margar betur en Annie Lennox.
En mörg önnur lög em á Revenge
en þetta og standa flest því lítt að
baki. Ég nefiii lög eins og Missionari
Man, Thom In My Side, A Little Of
You og In This Town.
Það virðist liggja jafiilétt fyrir þeim
Lennox og Stewart að semja létt, ein-
föld og grípandi lög sem slá í gegn á
vinsældalistum og þyngri, flóknari lög
sem þarfnast öllu meiri hlustunar en
léttari lögin.
Þessu blanda þau síðan saman í eina
heild á þann hátt að ekki verður upp
staðið fýrr en platan er á enda; léttu
lögin og þau þyngri koma á víxl og
þannig síast þyngri lögin inn smám
saman.
Revenge er tvímælalaust einn af
kjörgripum ársins það sem af er og
ekki á ég von á öðm en hún verði það
enn í árslok.
-SþS
GTR-GTR
GTR er ný hljómsveit sem spilar
frekar leiðinlegt amerískt rokk. Nafh-
ið GTR er stytting á Guitar. Það er
vel skiljanlegt að þeir Steve Howe og
Steve Hackett velji þetta nafn á hljóm-
sveit sína þar sem báðir em löngu
þekktir og virtir rokkgítaristar. Það
sem aftur á móti er óskiljanlegt er að
þessir tveir bresku gítarleikarar, sem
eiga uppruna sinn í Yes og Genesis,
skuli ekki hafa getað komið með betri
plötu, allavega ekki eins ameríska eins
og GTR er í raun.
það er að vísu ekki hægt að efast
um hæfileika þeirra sem gítarleikara.
Margoft á plötunni skin í gegn snilli
þeirra. Aftur á móti sem tónlistar-
höfundar em þeir staðnaðir og em
Grtarrokk
lögin flest meðalmennskan uppmáluð
og þrátt íyrir vissa spennu við fyrstu
hlustun er platan í heild leiðigjöm og
langdregin.
Það örlar að vísu aðeins á frumleg-
heitum í Hacket To Bits sem er
einleikslag Steve Hacket og Sketches
In The Sun sem sömuleiðis er einleik-
slag Steve Howe. I báðum þessum
lögum er varla hægt að tala um stef
sem halda laginu gangandi, heldur er
frekar hægt að tala um skemmtilegar
fingraæfingar hjá þeim félögum. Þessi
lög em góð tilbreyting frá tilbreyting-
arlausu rokki.
Þeir Steve Howe og Steve Hackett
em að sjálfsögðu ekki einir. Hafa þeir
fengið til hðs við sig þrjá óþekkta tón-
listarmenn, Max Bacon, sem sjá um
sönginn. Sæmilegur söngvari með háa
rödd sem hann beitir óspart. Verst er
að flestar vinsælustu hljómsveitir
vestan hafs hafa sams konar söngvara
á að skipa. Hinir tveir em bassaleikar-
inn Phil Spaldin og trommarinn
Jonathan Mover. Þeir koma að sjálf-
sögðu minna við sögu og bæta litlu við.
Áð sjálfeögðu em þeir Howe og
Hackett mestmegnis með rafinagns-
gítar. Þeir sjá einnig um allan hljóm-
borðsflutning. í heild minnir GTR
meira á hljómsveitir eins og Foreigner
og Joumey, en Yes og Genesis, sem
er miður.
-HK
SMÆLKI
Sæl nú!... Plata Whitney
Houston. sent her nafn hennar
sjálfrar. datt þessa vikuna
útaf topp tiu i Bandarikjuiuini
ehir að hafa setið þar i 46
vikur santfleytt. Þar nteð jafn-
aði Houston ntet Carol King
en plata hennar. Tapestry.
hékk jafnlengi inná topp tiu
vestra á sínunt tínta... Cyndi
Lauper, sent sló svo eftir-
minniiega i gegn með sinni
fyrstu plötu fyrir þremur árum,
er nú loksins að skriða útúr
híðinu aftur með nýja smá-
skifu og breiðskífu í fartesk-
inu. Smáskifan með laginu
True Colors er komtn út vestra
en breiðskífan Beautiful Like
A Raínbow er væntanleg i
byrjutt september... Tina Tum-
er er lika væntanleg á
markaðinn, ný smáskifa,
Typícal Male, er komin út og
breiðskífan Break Every Rule
er væntanleg... Vegirvínsæld-
anna eru órannsakaniegir og
má það merkja af þvi að lagiö
Twist And Shout i flutningi
Bitlanna er nú i 55. sætí
bandaríska vinsæfdalistans á
hraðri uppleið!!... Málsókná
hendur Ozzy Osbourne fyrir aö
hafa nteð texta eimim hvatt
ungan Bandarikjanianntil
sjálfsntorðs hefur verið visað
frá i rétti i Bandarikjunum eða
hent út einsog breska popp-
pressan orðar þaó. Ozzy
sjálfur segist himinlifandi yf ir
úrskurðinum og að málshöfð-
un af þessu tæi sé fáránleg...
Aðdáendur Garys Numans
söfnuóust á dögunum saman
fyrir utan útvarpsstöðina Rad-
io One í London til að
mótmæla litilli spifun þar á
síðustu smáskifu Numans.
Báru mótntælendumir mót-
ntælaspjöld og höfðu að auki
i frammi hróp og köll. Allt fór
þótriðsamlega fram... Einsog
menn muna ætlaði Andrew
Ridgeley, fyrrum Whamntað-
ur, að snúa sér að kappakstri
fyrst um sinn eftir skilnaðinn
við George Michael. Hann
byrjaði feritinn sem kappakst-
ursmaður hefdur illa, klessu-
keyrði bilinn og ekki tókst
betur til i næstu tilraun því
þá missti hann bilinn útaf en
siapp við að keyra hann i
köku. Drengurinn virðist
klúðia öllu sem hann tekur
sér fyrirhendur... RodStew-
art er forfaltinn knattspyrnu-
aðdáandi einsog kunnugt er
og sparkar sjálfur hvenær sem
færi gefst. Hann hefur hins
vegar upplýst að við slík tæki-
færi skalli hann aldrei holtann
af ótta við að fá hann á nefið
eða að skaða sitt fagra útlit
nteð einhverjum öðrum
hætti... ég hætti...
-SþS.