Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986. Fréttir Barist við fjárlaga- halla á Þingvöllum Ríkisstjómin og hjálparlið hennar sátu í gær langan fund til að ræða fjárlög næsta árs. Fundurinn var haldinn í forsætisráðherrabústaðn- um á Þingvöllum. Fjárlagagerðinni er þó ekki lokið en stefht er að því að leggja frumvarpið fram á fyrsta degi þingsins í haust. Ljóst er að halli verður á fjárlögum þessum. Hann verður þó minni en í ár en líklegt er að sá halli verði um 2,2 milljarðar k'róna. Veðrið var gott á gamla þingstaðn- um í gær og fundarmenn reyndu að njóta þess þegar færi gafet. Hádegis- matur var snæddur í Valhöll. Matseðillinn var sveppasúpa, smjörsteiktur silungur og kaffi á eft- ir. Ekkert áfengi var haft með matnum enda líklega ömggara að vera allsgáður þegar fjárlög em ann- ars vegar. -APH Forsætísráðheira: „Verðum að halda að okkur höndum“ „Það er markvisst stefrit að því að draga úr þeim halla sem er fyrirsjá- anlegur eftir aðgerðimar í febrúar og ég er bjarsýnn á að það muni takast," sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra eftir ríkisstjómarfundinn í gær. Hann var spurður hvort hann væri ánægður með fjárlög næsta árs. „Vitanlega vilja allir og þar með ég fá meira í ýmsar framkvæmdir. Að firamkvæmdir á vegum ríkisins skulu vera fallnar úr 14 af hundraði Qárlaga niður í 7 af hundraði er ískyggilega mikið. Hafnir em hrynja niður og margt fleira. I okkar efha- hagsástandi í dag er það númer eitt að draga úr halla ríkissjóðs, við- skiptahallanum, erlendum skuldum, þenslunni og koma í veg fyrir að þetta sprengi verðbólguna upp á ný. Þess vegna verðum við að halda að okkur höndum í ýmsum mikilvægum framkvæmdum. Miðað við aðstæður nú er ég samt ánægður með þessi fjárlög,“sagði Steingrímur Hermannsson. -APH Ráðherramir ganga til fjárlagagerðarinnar glaðir i bragði að lokinni máltið í Valhöll. Fjármálaráðhena: „Stefhum að minni halla en í ár“ Þegar hafa verið skomir niður innar. Halli verður á næstu „Við fórum yfir stöðuna eins og fimm milljarðar króna af upphafleg- fjárlögum en stefht er að því að hann hún er núna. Fjárlagafrumvarpið um óskum ráðherra ríkisstjómar- verði minni en í fyrra. hefur verið í meðferð hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Síðan hafa verið fundir með einstökum ráðherrum um ákveðin atriði fjárlaganna. Hér vom teknar ákvarðanir um frekara aðhald og það er ljóst að upphafleg- ar útgjaldatillögur ráðuneytanna fara langt fram úr tekjuáætlun. Ég get ekki greint frá því hversu mikið þetta er en ég býst við því að við séum búnir að ná útgjaldaáformun- um niður um meira en 5 milljarða í þeirri meðferð sem fjárlagaffum- varpið hefur verið,“ sagði Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðerra, í viðtali við DV í gær eftir ríkisstjómarfúnd- inn á Þingvöllum. Enn á eftir að hnýta lausa enda á frumvarpinu og enn er starf fram- undan. Ríkisstjómin ætlar sér ekki að afgreiða þetta frumvarp með jöfri- uði og stefht er að ákveðnum halla. „Það er ekki endanlega ákveðið hvað þessi halli verður mikill. Hann verður minni en á þessu ári. Hallinn á þessu ári verður líklega um 2,2 milljarðar. Við stefnum mjög ákveð- ið að því að hallinn á næsta ári verði minni en þetta.“ Þorsteinn vildi ekki upplýsa hver heildarupphæð fjárlaganna yrði enda væri ekki búið að ganga frá því. Um önnur efnisatrið vildi ráð- herrann heldur ekki tjá sig. Hann sagði þó að skera þyrfti niður á öll- um sviðum og vildi ekki nefna eitt fremur öðru. Fjármálaráðherra var spurður hvort hann væri ánægður með þetta frumvarp. „Það er auðvitað ekki enn komið heim og saman. Miðað við þau markmið sem við höfum sett okkur hefúr fjárlagavinnunni meðað ágætlega áfram. Ég er sáttur við framgang málsins. Við settum okkur ákveðin markmið í upphafi og þetta gengur í samræmi við þau. Ef okkur tekst á næsta ári að hafa hallann minni en á þessu ári er ég mjög sátt- ur.“ En hvemig ætlar ríkisstjómin að fjármagna hallann á næsta ári? „Við höfum fjármagnað þennan halla að mestum hluta með innlendum lán- tökum og það hefur tekist á þessu ári. Ég ber ekki kvíðboga fyrir því að við munum leysa það verkefrii líka á næsta ári eins og á þessu ári.“ Þorsteinn bætti því við að er- lendar lántökur yrðu ekki auknar. En hvenær sér fjármálaráðher- rann fram á hallalaus fjárlög. „Kjör- tímabil þessarar ríkisstjómar er nú úti í apríl á næsta ári. Ef menn ætla að horfa á þetta raunsæjum augum án þess að vera með einhver leik- brögð þá tekur það nokkur ár að ná jöfiiuði. Ef við náum skrefi í þá verðu á næsta ári er það áfangi. Þrjú til fjögur ár væra eðlilegur tími til að ná jöfhuði," sagði Þorsteinn Pálsson. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.