Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986.
Neytendur
Það eru ekki allir sem gefa matar-
æði sínu nægan gaum. Þá hvort
dagleg fæða innihaldi öll nauðsynleg
bætiefni eða hver áhrif þess sem lát-
ið er ofan í sig eru á líkamann.
Fæðan sem við borðum hefur marg-
vísleg áhrif á líkamlegt og andlegt
atgervi okkar og er því betra að
vandað sé valið á því sem við inn-
byrðum. Það er þvi engin tilviljun
að sífellt djmja á okkur heilræði um
hvað sé hollt og hvað óhollt. Helst
er það þó fólk sem vill losna við
mismörg aukakílóin sem spáir veru-
lega í hvað sé því heppilegt að borða.
Megrunarkúrar hafa margir verið
reyndir með misjöfhum árangri.
Næringarfræðingar eru þó flestir á
einu máli um að megrunarkúrar
veiti kannski skjótfenginn bata en
séu í fæstum tilvikum varanleg lausn
fyrir einstaklinginn.
Mataræði hvers einstaklings skip-
ar svo stóran sess í lífi hans að erfitt
getur reynst að breyta því. Að
minnsta kosti gerist það ekki í einni
svipan. Skynsamlegra er þó að fikra
sig áfram í átt að heilsusamlegri lifh-
aðarháttum og ráða vandamálinu
þannig endanlega bót en að halda
að því verði við komið á einni nóttu
eða nokkrum dögum. Sértu til dæm-
is mikið fyrir sælgæti er algjörlega
út í hött að segja sem svo: „Jæja, frá
og með deginum í dag, ekki meira
sælgæti." Það er ekki hægt, heldur
að reyna að minnka sælgætisneysl-
una og til dæmis kaffidiykkjuna í
rólegheitunum. Mundu að þær
fæðutegundir sem þú leggur þér til
munns í dag eru líklega þær sem þú
hefúr neytt frá bemsku þótt þær séu
kannski ekki það ákjósanlegasta
sem völ er á. Reyndu að breyta mat-
arvenjum þínum á þann hátt sem
ÞÉR hentar og á endanum muntu
mataræði
áreiðanlega komast í betra form og
líða betur á allan hátt.
Hér koma svo nokkrir punktar
sem vert er að fara eftir:
* Rjómi: Blandaðu rjómann hreinni
jógúrt, til dæmis 1/3 jógúrt. Minnk-
aðu smám saman ijómamagnið og á
endanum þykir þér örugglega jóg-
úrtin ein sér betri út á ávaxtagraut-
inn eða hvað sem er.
* Salt: Blandaðu hafsalti við venju-
lega saltið. Reyndu líka að nota
frekar aðrar og meira spennandi
kryddtegundir í stað saltsins.
* Brauð: Ef þú hefur hingað til ekki
sætt þig við annað en franskbrauð,
prófaðu þá eins og einu sinni í viku
grófara brauð. Fljótt mun þér þykja
franskbrauðið hálfbragðlaust.
* Þú þarft ekki að hætta að mat-
reiða rétti eins og spaghetti bologna-
ise. Minnkaðu bara kjötið í réttinum
og hafðu sósuna léttari.
* í staðinn fyrir feita ostinn sem þú
hefur brætt ofan á pizzuna eða ofn-
réttinn notaðu þá kotasælu eða
jógúrt.
* Kaffi: Sé kaffineysla þín óhófleg
skaltu til að byija með prófa að
blanda kaffið koffinlausu kaffi. Þeg-
ar á líður kann þér að þykja koffin-
lausa kaffið jafhgott og hitt.
* Sykur: Reyndu að nota hunang
eins mikið og þú getur í stað sykurs-
ins, til dæmis út í kaffið og teið.
* Kökur: Ekki er ástæða til að hætta
alveg að baka og borða kökur. Próf-
aðu að nota þurrkaða ávexti í stað
sykurs og jógúrt í stað smjörs.
Eins og áður segir verður hver og
einn að finna út hvað hentar honum
sérstaklega. Ábendingar frá vinum
og kunningjum kunna að passa alls
ekki fyrir þig og þinn lífsstíl. Leitin
að réttum matarvenjum getur orðið
löng en hún er þess virði.
-Ró.G.
leit að réttu
Er giskað
Kristín hringdi:
„Hvemig væri að gera verðkönnun
á því hvað gos og kaffi kostar á veit-
ingastöðunum? Þegar fólk er að kaupa
áfengi blandað gosi er oft eins og verð-
ið sé „rokkandi" allt kvöldið þó verið
sé á sama staðnum. Þá á ég ekki síst
við skemmtistaðina en verð á gosi er
á verðið?
þrældýrt þar og einnig á kaffi. Sé keypt
Irish Coffee eða álíka drykkur virðist
kaffið og íjóminn kosta heil ósköp.
Verðið á kafffidrykkjunum er heldur
aldrei það sama. Giskar þjónustufólkið
bara á hvað kaffið og gosið kostar eins
og því hentar?"
-Ró.G.
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjölskyldu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaður í júlí 1986.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Margir kannast við vömtegund
sem verið hefur hér á markaðnum
í nokkum tíma, froðu sem sett er
í hárið og gerið það meðfærilegra
fyrir greiðslu eða blástur. Nú er
komið á markaðinn froðuilmkrem
og froðuandlitsfarði. Froðan er
mjög létt og er fljót áð smjúga inn
í húðina. Froðufarðinn þekur vel
en vegna þess hve léttur hann er
andar húðin eðlilega.
Froðuilmkremið er frá danska
fyrirtækinu Beecham-Lamco en
firoðufarðinn frá hinu þekkta snyr-
tivörufyrirtæki Elizabeth Arden.
Ilmkremið fæst í fimm mismunandi
ilmtegundum og kostar 200 ml
brúsinn um 200 krónur en 75 ml
brúsinn um 100 krónur. Farðinn
fæst í átta litum og kostar 50 ml
brúsi rúmar 700 krónur.
-Ró.G.
Froðufarðinn og froöuilmkremið eru nýjungar í snyrtivöruframleiðslu. Froð-
an er auðveld í notkun og smýgur fljótt inn í húðina.