Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 36
 FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst.óháð dagbiað FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986. Framsóknaiflokkurinn: Selur Hótel Hof til að borga NT Framsóknarflokkurinn og Rauði kross Islands gerðu með sér maka- skiptasamning í gær. Felur samning- urinn í sér að Framsóknarflokkurinn lætur af hendi Hótel Hof við Rauðar- árstíg en fær í staðinn húseign RKÍ við Skipholt og 37 milljónir króna að auki. ,,Við höfum meira en nóg við þessa peninga að gera,“ sagði Finnur Ing- ólfsson í samtali við DV en hann á sæti í Húsbyggingasjóði Framsóknar- félaganna í Reykjavík. „Flokkurinn og félögin í Reykjavík áttu hótelið til helminga. Ég veit ekki hvað félögin gera við sinn hlut en ljóst er að hlutur flokksins fer í að greiða skuldir NT. Þetta dugar ekki nema upp í hluta af þeim skuldum." Komið hefur fram að skuldir af rekstri NT nemi nú um 70 milljónum króna. Eins og greint er frá á öðrum stað hér í blaðinu íhugar Blaðaprent hf., sem er meðal annars prentsmiðja Tím- ans, að festa kaup á nýju húsnæði í Arbæjarhverfi undir starfsemi sína. Finnur var spurður hvort salan á Hótel Hof færi í að fjármagna hlut Tímans í húsakaupum Blaðaprents. Hann sagðist ekki halda það. „Það eru ekki uppi neinar áætlanir um það af okkar hálfu,“ sagði Finnur. Hvalveiðar ganga vel Hvalveiðar ganga vel þessa dagana. Síðan þær hófust að nýju á sunnudag hafa veiðst 6 langreyðar og 5 sand- reyðar. I allt hafa þá veiðst á vertíðinni 65 langreyðar og 21 sandreyð. Til að fylla 120 dýra kvótann á eftir að veiða 15 langreyðar og;19 sandreyðar. Að sögn starfsrhanns Hvals hf. hafa veiðamar gengið sérlega vel undan- fama daga endá veður eins og best verður á kosið. pkki treysti hann sér þó til að segja tjl um hvenær kvótinn myndi fyllast þþr sem veður réði þar mestu um. -KÞ Ávallt feti framai SÍMI 68-50-60. ÞROSTIIR SÍÐUMÚLA 10 Starfsmannafélag Garðahæjar í fasteignaviðskiptum á Spáni: Keypö sumariiús sem var ekki til „Það er búið að kippa þessum byrjað að byggja húsið. Greiðsla, málum í lag. Við fáum sumarhúsið sem við höfðum innt af hendi til okkar í nóvember “ sagði einn umboðsmanns Spánverjanna hér á stjómarmanna í Starísmannafélagi landi, hafði ekki skilað sér. Nú semj- Garðabæjar. Félagið festi kaup á um við beint við Spánverjana og sumarhúsi í nágrenni Torremolinos höfum tryggingu fyrir því að íslenski á Spáni skömmu fyrir síðustu ára- umboðsmaðurinn greiði okkur féð mót en þegar til átti að taka var er hann hafði af okkur,“ sagði húsið ekki til. stjómarmaðurinn. „Við sendum fulltrúa okkar til Samkvæmt heimildum DV greiddi Spánar í júií til að líta á eignina en Starfsmannafélag Garðabæjar ís- komumst þá að því að það var ekki lenskum umboðsaðila 300 þúsund krónur í desember sem fyrstu meira að segja fest kaup á hús- greiðslu fyrir sumarhúsið á Spáni gögnum sem nú bíða betri tíma í en kaupverð hússins á þeim tíma var tryggri geymslu á Spáni. 570 þúsund krónur. Þessi greiðsla „Okkur tókst að ná samningum skilaði sér aldrei yfír hafið og upp við Spánveijana. Þeir eru nú að um svikin komst ekki fyrr en fulltrú- byggja sumarhúsið en við töldum ar Starfsmannafélagsins fóru til ekki rétt að kæra íslenska umboðs- Spáníu. Þar var ekkert hús enda manninn. Tryggingarnar, sem hann höfðu Spánveijamir ekki séð ástæðu setti fyrir endurgreiðslu fjárins, til að he§a byggingarframkvæmdir nægja okkur," sagði stjómarmaður- þar sem engin greiðsla hafði borist inn. Islendingamir voru í góðri trú, höfðu _EIR Forseti Islands, Vigdís Finnbogadpttir, heimsótti m.a. bamaheimilið Melbæ á Eskifirði í gær. Litil stúlka afhenti Vigdísi blómvönd við komuna en blómin hafði sú stutta tínt í hlíðinni rétt hjá bamaheimilinu. Hér er Vigdis ásamt tveim ungum Eskfirðingum sem báðir halda á islenska fánanum og fagna forseta sínum. Eskrfjorður: Fjölmenni á kvöld- vöku með forsetanum Etnil Thoiaiensen, DV, Eskifiröi: Eskfirðingar troðfylltu félags- heimilið Valhöll í gærkvöld er þar fór fram hátíðarkvöldvaka í tilefni af 200 ára afinæli kaupstaðarins. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, sat kvöldvökuna en hún er nú stödd í opinberri heimsókn á Eskifirði vegna afmælisins. Margt var til skemmtunar á kvöld- vökunni, listamenn ættaðir frá Eskifirði komu fram, Lúðrasveit Neskaupsstaðar lék og Eskjukórinn söng. Skemmtu afmælisgestir sér hið besta fram eftir kvöldi. Veður hefur verið gott, meðan Vig- dís hefur dvalið á Eskifirði, stillt en sólarlaust. Heimsókninni lýkur í dag klukkan 15.00 en þá heldur forsetinn ásamt fylgdarliði frá Eskifirði áleiðis til Egilsstaða. Þaðan leggur Vigdís svo af stað áleiðis til Reykjavíkur kl. 16.00 - sjá bls. 7 Veðrið á mofgun: Hæg suð- vestlæg áttá landinu Á morgun er búist við hægri suð- vestlægri átt á landinu. Skýjað verður og sumstaðar súld eða skúrir norðan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu 9-14 stig. Parívarðhaldi Ungt par, sem oft hefur áður komið við sögu hjá fíkniefnalögreglunni, var handtekið við komu sína til landsins frá Amsterdam sl. föstudagskvöld grunað um að hafa staðið bak við hasssmygl sem upp komst um í síðustu viku þegar 19 ára gamall piltur var tekinn á Keflavíkurflugvelli með tvö kíló af hassi. Þeim pilti hefur nú verið sleppt úr varðhaldi, auk stúlku sem grunuð var um aðild að málinu. Talið er að hann hafi verið að flytja hassið fyrir parið. Maðurinn var settur í varðhald til 27. ágúst og hefur verið farið fram á fram- lengingu gæsluvarðhalds yfir kon- unni, sem nú er útrunnið. -BTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.