Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 26
38 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986. Menning „Ég byrja yfirleitt bara á einhveijum einum hlut og yfirleitt verður hann eitthvað öðruvísi en svoleiðis hlutir eru yfirleitt, af einhveijum ástæðum. Mér finnst erfitt að láta svona hlut standa einan en ég byija yfirleitt ein- hvem veginn svoleiðis, teikna þama einn hlut en svo spinn ég eitthvað í kringum það.“ Þannig mæltist ungum listmálara, Tuma Magnússyni, í skemmtilegu viðtali í tímaritinu Ten- ingi ekki alls fyrir löngu. Viðtalið var svo eins konar eftirmáli við ámóta skemmtilega sýningu sem Tumi hélt í Nýlistasafiiinu í fyrra. Nú sýnir Tumi aftur á sama stað og nú í samfloti með konu sinni, Ráðhildi Ingadóttur, og enn heldur hann damp- inum. Sem fyrr em málverk hans undirfurðuleg blanda af gamni og al- vöru, grandskoðun og sjónhverfing- um, hlutvemleika og afstraksjón. Það er ekki síst með litrófi sínu og pensilskrift sem Tumi sannfærir okkur um réttmæti þess að spyrða saman gaffal og landslag, framlengja ferða- tösku, tvístra vagnhjólum um himin- plastið í stað stjama - í stuttu máli sagt, framkvæma hið ómögulega. Glaðlegt Þetta litróf er sjálfu sér samkvæmt, hvergi strítt, heldur hvellt, bjart, já, beinlínis glaðlegt. Myndlist Tuma gengur að hluta til út á ummyndun og þvi hefur mönnum verið tíðrætt um tengsl hans við súr- realisma. En meðan súrrealistar vom í því að opinbera vemleikann að baki vemleikanum er Tumi í raun að lof- syngja sérkenni hvers þess hlutar sem hann málar með því að sýna fram á Öðruvísi hlutir Myndir Tuma og Ráðhildar í Nýlistasafninu Tumi Magnússon - Stólar að störfum, olía á pappir, 1985 aðlögunarhæfhi hans í myndum. Með því að mála stofuborð með sjö fótum mislöngum er Tumi að minna okkur á hefðbundna samsetningu hins „venjulega" stofuborðs og um leið leið Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson að ýja að því að hún sé ekki endilega sú eina rétta. Súrrealistar höfðu illan bifiir á ver- öld hlutanna, þótti hún villandi, en Tuma þykir vænt um hluti sína, sem sést á málverkum hans. Að sumu leyti minnir leikgleðin í myndum Tuma á ærslafulla leiki sumra Flúxus listamanna, eins og Georgs Brecht og Róberts Filliou, nema hvað Tumi er sér ágætlega með- vitandi um þýðingu hins maleríska. .. .með eitthvað annað í huga Um leið fjalla málverk hans um sjálfa tjáninguna, hvemig orð eða myndir leika í sífellu á þá sem brúka þessa miðla. Eða eins og Tumi segir í úðumefhdu viðtali í Teningi: „Þú veist, maður segir eitthvað en er allan tímann með eitthvað annað í huga líka, sér eitthvað annað fyrir sér.“ s Fáir myndlistarmenn hafa lag á að setja fram efasemdir sínar með eins sjarmerandi hætti og Tumi Magnús- son. Ráðhildur Ingadóttir er á allt ann- arri línu en ektamakinn. Málverk hennar eru öll af trjám og eiga rætur að rekja aftur í frum-expressjónisma, kannski alla leið aftur til pílviðanna hans Monets. Hún gengur hreint og klárt til verks, notar fáa liti í hverri mynd, markar hinar lóðréttu megináherslur með breiðum pensli, hratt og ömgglega, spennir síðan upp litina á móti þeim. Út úr þessu koma myndir sem vega salt milli hins hlutlæga og huglæga, ekki ósvipað því sem gerist í sumum frjálslegri málverkum Jóhanns Briem. Hnitmiðuð vinnubrögð og staðfesta þessarar ungu listakonu vekja. at- hygli. Sýningu þeirra Tuma og Ráðhildar lýkur nú á sunnudags- kvöldið, 24. ágúst. -ai Skáld með jarðsamband Kristján frá Djúpalæk meðan nokkur móðir grætur myrtan son. Kristján frá Djúpalæk Dreifar af dagsláttu Skjaldborg 1986 í þessari bók em rúmlega 80 ljóð á rösklega hundrað síðum. Þau em úrval úr fimm síðustu ljóðabókum Kristjáns, auk þess sem hann hefur ort síðan 1981. Sonur skáldsins og nafhi valdi, en fyrir tuttugu árum birtist úrval sem Bjami frá Hofteigi gerði úr átta fyrstu ljóðabókum Kristjáns: í vingarðinum. „Þeir sem eiga þá bók ásamt þessari hafa þá undir höndum allgott sýnishom af ævistarfi mínu á akri ljóðagyðjunn- ar“ segir skáldið í stuttum inngangi. Úrval þetta er gefið út á sjötugsaf- mæli hans, og hefst á langri skrá þeirra sem færa honum ámaðaróskir af því tilefni. Síðan kemur ritgerð um ljóð hans eftir Gísla Jónsson ís- lenskukennara við Menntaskólann á Akureyri. Formáli Inngangur Gísla er stuttort yfirlit en fróðlegt, a.m.k. þeim sem lítið þekkti til ljóða Kristjáns. En í einu atriði sýnist mér Gísli afsanna eigin kenningu um efhið (bls. 19): „Hveijum augum sem menn líta' atómkveðskap, verður því ekki á móti mælt að með hárisi atómbylgj- unnar eftir lok styijaldarinnar miklu myndaðist gjá á milli skáldanna og íslenskrar alþýðu. Þó þóttust sum atómskáldanna bera hag hennar mjög fyrir brjósti. En þau tömdu sér framandi form sem alþýða manna átti mjög erfitt með að skilja. Þetta olli sársauka. Islendingar höfðu allt> af átt skáldin sín, þar til þau tóku að yrkja hvert fyrir annað inni í sérsmíðuðum fílabeinstumi. Skil urðu milli „listamannalistar" og al- þýðulistar. Kristján frá Djúpalæk hræddist aldrei að yrkja efiir eigin höfði á atómöld. Hann þóknaðist engri klíku með því að varpa fyrir róða arfi kynslóðanna. Hann missti aldrei jarðsamband sitt.“ Þetta þykir Gísla mjög jákvætt, en þegar hann kemur að nýlegum bókum Kristjáns, frá 1977 og 1979, segir hann (bls. 23). „Þegar að því kom að semja texta við steinamyndir Ágústs Jónssonar, kom ekki annað til greina en fijálst og óbundið form. Verkefhið var þess eðlis, og aldrei hefur Kristján upplif- að skjótvirkari né samfelldari andagift." - En dettur nokkrum í hug að hann hefði lagt þetta form fyrir sig, ef atómskáldin hefðu ekki unnið því sess, gegn úrtöluræðum eins og fyrri klausu Gísla sem hér var tilfærð? Auðvitað ekki, og sést þá hve ósanngjöm hún er. í annan stað sýnir þetta hvem sess Kristján tók sér á skáldbekk, hann er spor- göngumaður. Slíkum skáldum hefur löngum verið talið til gildis að brúa bilið milli framúrstefriuskálda og al- mennings. Fallist menn á það, er í rauninni rangt að tala um sam- Bókmermtir örn Ólafsson keppni milli þessa tvennskonar skáldskapar, þar er fremur um sam- starf að ræða. Skáld sem hafa gott jarðsamband geta því haft mikil- vægu útbreiðsluhlutverki að gegna, og verk þeirra verið menntandi mörgum. En tíminn er þeim einkar grimmur, eða ef til vill er réttara sagt, að verk þeirra beri þann árang- ur að verða óþarft. Fyrr en varir þykir lesendum þessi verk einkum segja sjálfsagða hluti á venjulegasta hátt. Ekki finn ég skáldskap í svo yfirborðslegri ræðu, sem mér finnst ljóðið Jörð nokkuð dæmigert um: Jörö Hörð ert þú móöir og miskunnarlaus á stundum, en mild þó einnig og góö langtímum saman viö lífið I fangi þínu. Og misjafnt var skipt fró öndveröu þínum auöi. í gœr hafði þurrkur þjarmaö aö gróöurlendum: Þjáning, sorgir, vonleysi, tár og blóð. Og þúsundum manna og dýra var búinn dauöi. í dag er þaö flóö. Hagmælska í svona hugleiðingagerð, flatrím- aðri eða órímaðri, virðist mér Kristján hafa fylgt útbreiddri tísku, mjög óhollri skáldum. Verst er þegar þetta fer út í spekimálin, sem þóttu vera æðsta form skáldskapar, allt frá dögum Einars Ben. Davíð Stefáns- son skemmdi sig mikið á þeim, og sérstaklega hefur trú afyegaleitt mörg skáld til prédikana, þótt öðrum hafi hún orðið farvegur dýrlegs skáldskapar. Það er hvorki trú né skáldskap til framdráttar að kveða svona (bls. 69): Miskunn enn ó undanhaldi er um sinn sem af batri bafl blindast heimur þinn. Vit þó lýöur uggs og angurs: Enn er von Nokkur ljóð eru hér tekin úr heilli bók um fyrsta æviskeið mannveru, sem fósturs og komabams; Punktar í mynd, 1979. Þar er ýmist verið að lýsa skynjun slíkrar lífveru eða hafa um hana almennt tal, með öllu óskáldlegt, og ríkir það lengstum (bls. 96-7): Stórar kaldar hendur, smáar fálmandi hendur, hlýjar hendur Það eru einnig viökvœmir strengir í brjósti barns sem titra viö óslátt Getur betur Kristján gerir stundum mun betur, einkum þegar hann heldur sig við eitt atriði og vinnur úr því, finnur á því nýjar hliðar og tengir; hér Jesú tólf ára og jólahald nú á tímum í nafhi hans. Glettinn vitnar skáldið sérstaklega til ritaðra heimilda þeg- ar hann rangfærir orð Jesú - eða túlkar á nýjan hátt - svo að útkom- an verður sláandi rétt í lok þessa smellna kvæðis um Krist og mangar- ana: Bróðir besti Þér rann kapp í kinn er kaupmenn höfðu breytt í markaö musterinu. Þú rakst þá út með svipu þetta sinn. Nú hugsa þessir herrar á hefnd í desember. Og út þér varpað er. Þú hefðir ótt aö minnast þess er sagðir þú eitt sinn. (Og var bókfest, bróöir minn): Þaö sem þú gerir öðrum munu aðrir gera þér. Kristjáni tekst þá líka vel til þegar hann heldur sig við eina Ijóðmynd og spinnur allt kvæðið utan um hana, eins og í eftirmælum hans um nafha sinn, dr. Kristján Eldjárn, þar sem andstæður ljóss og myrkurs tákna andstæður lífs og dauða, svo sem algengt er, og í „Rúst“, þar sem allt byggist á hlóðaeldinum, sem táknar í senn næringu fjölskyldunn- ar og móðurástina, sem jafhan er svo áberandi í kvæðum Kristjáns. Þetta er skáldleg samþjöppun, og sterk, einföld framvinda í kvæðinu. Fimm sinnum er vikið að eldinum, í nýju samhengi hveiju sinni, hann kulnar æ meir, loks dáinn, og klakinn kem- ur sem andstæða hans er líður á fullorðinsárin. Rúst Hér logaöi fyrir örfáum órum eldur á hlóöum. Hér bakaði móðir brauö á kulnandi glóöum. Hér felldi hún tór er foröann þraut og faldi eldinn. Hér kraup hún og baö fyrir börnum sínum ó kveldin. Og héðan var lagt af staö fyrir stundu, stefnt út í bláinn. Engan að kveðja, eldur hlóöanna dóinn. Hingaö leitar þó löngunin yls, er lindir klaka. - Héöan ló vegur út en enginn til baka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.