Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986.
Útvarp - Sjónvarp
Allir vita hvernig strætisvagnarnir, sem nú aka um götur borgarinnar, líta út. En hvernig litu fyrstu strætisvagnarnir út? Frá þvi verður sagt í Barnaútvarpinu
í dag.
Útvarp rás 1, kl. 17.03:
Skuggahverfið ogfýrstu strætisvagnamir
1 Bamaútvarpinu í dag verður rætt
við Ágústu Bjömsdóttur sem segir
meðal annars frá því hvemig var að
vera bam og alast upp í Skuggahverf-
inu í Reykjavík.
Skúli Halldórsson kemur einnig í
heimsókn og segir frá því hvemig
fyrstu strætisvagnamir, sem óku um
götur bæjarins, litu út.
Síðan verður lesið úr hinni kynngi-
mögnuðu og spennandi framhaldssögu
um múmíuna sem hvarf, í þýðingu
Vemharðs Linnets, og að lokum verða
sagðar íþróttafréttir.
Föstudagsmyndin:
Kúreki á
malbikinu
Sjónvarpið býður upp á föstudags-
mynd af betra taginu í kvöld og neftiist
hún Kúreki á malbikinu (Midnight
cowboy). Hún er bandarísk frá árinu
1969 og var á sínum tíma útnefhd til
fjölda óskarsverðlauna. Kvikmynda-
handbækur gefa myndinni ýmist þrjár
eða fjórar stjömur og ætti hún því að
vera nokkuð góð skemmtun enda að-
alleikaramir ekki af lakara taginu,
þeir Dustin Hoffman og Jon Voight.
Myndin er byggð á sögu eftir James
Leo Herlihy og gerist í New York í
nágrenni 42. strætis þar sem ýmsar
skuggaverur búa.
Joe Buck er ungur maður með ömur-
lega fortíð. Hann kemur til stórborgar-
innar frá Texas, ákveðinn í því að
gera það gott. Hann finnur þó sömu
örvæntinguna og eymdina á götum
New York og hann hafði búið við fyr-
ir sunnan. Þama hittir hann Ratso
Rizzo, annan vesahng sem býr í mann-
lausu húsi og á í erfiðleikum með að
halda á sér hita yfir veturinn. Hann
er veikbyggður og haltrar um götur
og torg. Joe er ungur og hraustur og
býður ríkum konum þjónustu sína en
lendir í alls kyns undarlegum ævintýr-
um.
Bmgðið er upp átakanalegri og lif-
andi mynd af götulífinu í stórborginni
og fylgst með vonlítilli lífsbaráttu Joe
og Ratso.
Myndin ætti að vera þess virði að
eyða í hana kvöldstund, þó ekki sé
nema til að fylgjast með frábærum
leik Dustins Hoffinan og Jons V oight.
Jon Voight og Dustin Hoffman í
hlutverkum tveggja týndra sála i
New York.
Sveppatínsla verður til umfjöllunar í þættinum Náttúruskoðun sem Eirikur
Jensson sér um.
Útvarp, rás 1, kl. 19.50:
Sveppir og sveppatínsla
í þættinum náttúruskoðun í
kvöld fjallar Eiríkur Jensson um
sveppi og sveppatínlsu. Sveppir
hafa löngum verið lítils metnir hér
á landi og ekki nýttir. Þeir em þó
nauðsynlegur hlekkur í lífríki
náttúmnnar og má nýta þá á ýms-
an hátt. Sumar tegundir sveppa
em sérlega bragðgóðar og undan-
farið hafa menn lagt þá sér til
munns í auknum mæli. Þó em
ekki allir sveppir ætir. Sumir em
bragðvondir, harðir undir tönn og
jafnvel eitraðir. Eiríkur telur þó
ekki erfitt að þekkja nokkrar al-
gengar tegundir matsveppa og
gefur hlustendum ýmis góð ráð
varðandi sveppatínslu.
47.
Veðrið
Veðrið
I dag verður hægviðri og víðast skýjað
á landinu. Dálítil súld verður sumstað-
ar norðan og vestanlands en þurrt að
kalla suðaustanlands. Hiti verður 8-14
stig.
Akureyrí skýjað 8
Egilsstaðir súld 7
Galtarviti skýjað 10
Hjarðarnes skýjað 7
Keflavíkurflugvöllur alskýjað 8
Kirkjubæjarklaustur alskýjað 9
Raufarhöfn skýjað 6
Reykjavík skýjað 8
Vestmannaeyjar skúrir 9
Útlönd kl. 6 í morgun:
Bergen
Helsinki
Kaupmannahöfn
Osló
Stokkhólmur
Útlönd kl. 18 í gær:
Algarve
Amsterdam
Barcelona
(Costa Brava)
Feneyjar
(Rimini og Lignano)
Glasgow
London
Los Angeles
Lúxemborg
Madríd
Malaga
(Costa Del Sol)
Mallorca
(Ibiza)
Montreal
New York
Nuuk
París
Róm
Vín
Winnipeg
Valencía
þokuruðn- 6
ingur
rigning 1
rigning 1:
skúrir 9
skýjað 1
mistur 27
alskýjað 17
hálfskýjað 27
léttskýjað 25
rigning 11
rigning 15
skýjað 25
skýjað 18
heiðskírt 33
léttskýjað 22
léttskýjeð 27
alskýjað 24
rigning 19
léttskýjað 8
skýjað 21
heiðskírt 27
léttskýjað 18
Iéttskýjað 21
heiðskírt 30
Gengiö
Gengisskráning nr. 157 - 22. ágúst
1986 kl. 09.15
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 40,410 40,530 41,220
Pund 60,676 60,856 60,676
Kan. dollar 29,086 29,172 29,719
Dönsk kr. 5,2506 5,2662 5,1347
Norsk kr. 5,5489 5,5654 5,4978
Sænsk kr. 5,8838 5,9013 5,8356
Fi. mark 8,2807 8,3053 8,1254
Fra. franki 6,0474 6,0653 5,9709
Belg. franki 0,9570 0,9599 0,9351
Sviss.franki 24,5878 24,6608 23,9373
Holl. gyllini 17,5696 17,6217 17,1265
Vþ. mark 19,8151 19,8740 19,3023
ít. líra 0,02871 0,02880 0,02812
Austurr. sch. 2,8170 2,8254 2,7434
Port. escudo 0,2777 0,2786 0,2776
Spá. peseti 0,3030 0,3039 0,3008
Japansktyen 0,26395 0,26473 0,26280
írskt pund 54,735 54,898 57,337
SDR 49,0473 49,1926 48,9973
ECU 41,6668 41,7905 40,9005
Símsvari vegna gengisskráningar 22190.
MINNISBLAÐ
Muna eftir
að fá mér
eintak af
Úrvál