Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986. Utlönd Skotbardagi sovéskra og kínverskra landamæravarða Sendiráð Kína í Moskvu staðfestir orðróm um mannfall í átökum ríkjanna Einn kínverskur landamæravörður féll í valinn og annar særðist alvar- lega í skotbardaga kínverskra og sovéskra landamæravarða á landa- mærum ríkjanna við Xinjiang hérað í Kínverska alþýðulýðveldinu um miðjan síðasta mánuð, að því segir í japönskum dagblöðum í morgun. Hefur fréttaritari Yomiuri Shimb- un í Peking, útbreiddasta dagblaðs i Japan, það eftir stjómarerindreka Austur-Evrópuríkis að í kjölfar átak- anna um miðjan júlí hafi skapast mikil spenna á milli ríkjanna og harðorðar mótmælaorðsendingar borist á báða bóga milli æðstu emb- ættismanna. Skotárás Sovétmanna? Hafa japönsk dagblöð það eftir kín- verskum embættismönnum að þann tólfta júlí síðastliðinn hafi þrettán sovéskir landamæraverðir fyrirvara- laust hafið skotárás á þrjá kínverska landamæraverði og tvo kínverska borgara er voru á reglulegri eftirlits- ferð í Ili Kazakh héraði í Xinjiang- fylki. Ennfremur er haft eftir sömu heim- ild að einn Kínverji hafi þegar fallið og annar særst alvarlega í skotárás- inni. Ennfremur eiga sovésku landamæraverðimir að hafa haft á Sovéskur landamæravörður við Amurfijót á landamærum Sovétrikjanna og Kinverska alþýðulýðveldisins. Sendiráð Kina i Moskvu staðfesti í morgun að átök hafi átt sér stað milli landamæravarða ríkjanna i síðasta mánuði BOÐI HF. AUGLYSIR ú 7] BOÐA GIRDINGAR LEIDANDIÁ ÍSLANDI / B 1 / ELEPMAUT u- -( 1“ 1 \ IUCTRIC I \ UNCIR \ v r. >—<\ . j WtléSS .C/.Cbr*rp:'■'■ ‘ ■ •. • Vegna fenginnar reynslu í sölu á rafmagnsgirðingum á íslandi, höfum við hjá Boða hf. ákveðið að versla beint við framleiðendur á rafmagnsgirðingaefni. Við munum því hætta að versla í gegnum umboðsaðila í Danmörku. Með þessu vonumst við til að geta veitt betri þjónustu á sölu á rafmagnsgirðingum og vænt- anlega lækkar verð á komandi mánuðum. Við munum selja girðingar þessar undir vörumerk- inu BOÐA GIRÐINGAR LEIÐANDIÁ ÍSLANDI BOÐI hf KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 Leitið frekari upplýsinga hjá sölumönnum í síma 91-651800. brott með sér báða kínversku borgar- ana auk fjögurra hesta varðflokks- ins. Segir Yomiuri Shimbun ennfremur að Sovétmenn hafi þann fjórtánda júlí sent kínverskum yfirvöldum formlega mótmælaorðsendingu þar sem sagt er að kínverski varðflokk- urinn hafi farið yfir á sovéskt landsvæði og fyrst hafið skothríð á sovéska starfsbræður sína. Gorbatsjov Sovétleiðtogi hvatti til aukinna samskipta Sovétmanna og Kínverja í ræðu, er hann flutti í Vladivostok þann 28. júlí síðastlið- inn, og vakið hefur athygli. I ræðunni minntist Sovétleiðtoginn sérstaklega á ósamkomulag um landamerki á austurlandamærunum við Kínverska alþýðulýðveldið og segir Sovétmenn reiðubúna til að miða landamærin við mitt Amurfljó- tið, er liggur á landamærum ríkj- anna, en ekki meðfram kínverska árbakkanum eins og Sovétmenn hafa gert fram að þessu. Kínverjar staðfesta orðróm- inn Sendiráð Kínverska alþýðulýð- veldisins í Moskvu staðfesti í morgim að átök hafi átt sér stað milli landa- mæravarða ríkjanna í síðasta mánuði og að mannfall hafi átt sér stað. Sovéskir embættismenn vildu í morgun ekkert láta hafa eftir sér um málið. Fréttastjórar hjá Tass fréttastof- unni sovésku sögðust í morgun hafa heyrt orðróm um átök á landamær- unum og í viðtali við Reuter frétta- stofúna er haft eftir þeim að Tass ætli að kynna sér málið. Klerkur og kúreka- hetja í forsetaslag HaBdór Valdimaissan, DV, Dallas: Sjónvarpsklerkurinn Pat Robert- son, er byggt hefur upp eitt stærsta kristilega sjónvarpsveldi í Bandaríkj- unum, er einn þeirra er sækist eftir útnefiiingu Repúhlikanaflokksins sem forsetaefhi fyrir kosningamar 1988. í næsta mánuði mun hann og stuðn- ingsmenn hans standa fyrir þriggja klukkustunda sjónvarpsþætti er sjón- varpað verður til tvö hundruð og tuttugu borga í öllum fylkjum Banda- ríkjanna þar sem ætlunin er að koma Robertson á framfæri sem raunhæfu forsetaefhi. Robertson hefur nú um nokkurt skeið ekki farið dult með þá löngum sína að gerast forseti. Stuðningsmenn hans telja að fram- boð hans sé nú tímabært, vegna mikillar vakningar meðal Bandaríkja- manna er vilja aukin áhrif kristilegra skoðana í stjómmálum í Bandaríkjun- Telja þeir að Robertson geti átt vís atkvæði allt að þrjátíu milljóna kjós- enda, sem virkir em í kirkjulegu starfi og telja nú tímabært að verða virkir á öðrum sviðum þjóðmála. Meðal helstu stuðningsmanna Ro- bertson er gamla kúrekahetjan Roy Rogers og eiginkona. Þau standa nú fyrir herferð í útvarpi og sjónvarpi þar sem þau hvetja kjósendur til að senda peningaframlög til framboðs Robert- son. Ekki er talið að Robertson lýsi yfir framboði sínu í útsendingunni í sept- ember. Ef hann gerðist formlega frambjóð- andi á þann hátt yrði hann að hætta þátttöku í útsendingum reglulegra sjónvarpsþátta sinna er nefhast The Seven Hundred Club. Þættir þessir em gmndvöllur fjár- mála og áhrifaveldis Robertson og má telja víst að hann vilji ekki vera fjarri þeim lengur en nauðsynlegt er. Frjálsi lýðræðisflokk- urinn lagður niður Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmarmahcáu Eftir um það bil tveggja ára starf- semi yst til hægri í dönskum stjóm- málum hefur Frjálsi lýðræðisflokkur- inn verið leystur upp. Var það talið eina úrræðið eftir að einasti þingmaður flokksins, Ole Ma- isted, gekk yfir í Vinstri flokkinn fyrr í þessum mánuði. í yfirlýsingu frá framkvæmdanefnd flokksins segir að skilningur sé á brotthlaupi eina þingmannsins í ann- an stjómmálaflokk og að tilraun til að stofha algerlega ósósíalískan flokk til stuðnings núverandi ríkisstjóm hafi mistekist og þvi ekki annað úr- ræði en að leysa flokkinn upp. Ole Maisted stofnaði flokkinn, ásamt V.A. Jakobsen, vorið 1984. Höfðu þeir þá sagt skilið við Fram- faraflokkinn vegna ágreinings við flokksformanninn Mogens Glistmp. Gekk illa að afla flokknum fylgis og náðust aldrei þær tuttugu og tvö þús- und undirskriftir er þarf til að flokkur geti boðið fram til þings i Danmörku. Urðu undirskriftimar aðeins sex til sjö þúsund. Aquino heimsækir Bandaríkin í haust Forseti Filippseyja, Corazon Aqu- ino, leggur á sunnudaginn upp í sína fyrstu opinbem heimsókn frá því að hún tók við völdum í febrúar síðast- liðnum. Er ferðinni heitið til Indónesíu og Singapore sem ásamt Manila em í bandalagi þjóða Suðaustur-Asíu. I næsta mánuði fer hún í opinbera heim- sókn til Bandaríkjanna og em heim- sóknir þessar taldar bera merki um vaxandi traust á hinni nýtilkomnu stjóm hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.