Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986. 45 Sviðsljós í „ a. 'k * j Á hvem er fólkið að æpa? Svona myndir af hljómleikum voru auðfengnar á sjöunda áratugnum og á sviðinu voru þá annaðhvort hinir einu sönnu Bítlar eða misvandaðar eftirlíkingar. Þetta er þó samt sem áður atburður úr nútíðinni - hljóð- andi gestir á rokkhljómleikunum sem haldnir voru undir berum himni í tilefni tveggja alda afmælis höfuðborgarinnar. Reykjavík átti svo sann- arlega alvöruafmæli, hátíðahöldin hressilegri en gerst hefur á skerinu lengi og stílað upp á gamla mátann - margir dagar samfellt i látlausri gleði. DV-mynd Óskar Örn Að tíu árum liðnum: Ólyginn sagði... Elizabeth Tavlor ávann sér allnokkra óvini með hressilegum yfirlýsing- um um spillingu í stjórn- málum og ofdrykkju á æðri vinnustöðum. Því voru at- hugasemdir í póstkassanum hennar í kvikindislegra lagi síðustu vikurnar sem hræddi öryggisverði kvikmynda- versins hennar verulega. Þegar unnið var í Hollywo- od Park að tökum á There Must Be a Pony voru fjórir beljakar fengnir henni til verndar. Liz var hæstánægð með öryggið og bauð liðinu samstundis að vera við frumsýningu myndarinnar - fannst þeir ekki síður hafa unnið til sætaréttar þar en margir leikaranna. '* Hefndarverðlaun Nóbels I ráðhúsi Oslóborgar tóku þær á móti friðarverðlaunum Nobels árið 1976 - Mauriread Corrigan og Betty Williams. Þann tíunda ágúst fyrir réttum tíu árum óku IRA félagar á flótta yfir þrjú börn með þeim afleiðingum að þau létu samstundis lífið. Móðir þeirra var á gangi meðfram götu í Belfast með eitt bam í vagni en tvö til hliðar þegar bifreiðin kom aðvíf- andi og renndi stjómlaust yfir á gangstéttina. Betty Williams var ein þeirra sem komu fyrst að slysstað og hafi sjónin svo djúp áhrif á hana að síðar um daginn gekk hún hús úr húsi og safh- aði undirskriftum gegn styrjaldar- ástandinu í landinu. Fæðing friðarsamtaka Allir skrifuðu undir. Blaðamaður- inn og rithöfundurinn Ciaran McKeown slóst í lið með Betty, sama gerði móðursystir barnanna sem lét- ust, Marieread Corrigan. Friðarsam- Marieread Corrigan með Luke yngri son sinn og fyrrverandi mágsins sem er núverandi eiginmaður nób- elsverðlaunahafans. tökin Peace People voru fædd og almenningur í Belfast eygði örlitla von um frið í framtíðinni. Átök um aurana í nóvember sama ár vom þeim Betty og Marieread veitt friðarverð- laun Nóbels. Þau voru mikil hefnd- argjöf að dómi Marieread sem enn starfar ötullega að friðarhreyfing- unni á írlandi og elur með sér þá von að einhvem tímann megi Irar lifa betri tíma en nú. „Verðlaunapeninginn sjálfan tek ég með mér hvert sem ég fer,“ segir Marieread. „Hann þykir mér vænt um og hef ánægju af því að sýna fólki þennan virðingarvott sem hreyfingunni okk- ar hefur hlotnast. En peningamir voru mikil ógæfa og ég vildi að þeim hefði aldrei verið útdeilt." Strax eftir afhendinguna kom í ljós að Betty Williams ætlaði fjármunina til eigin nota og taldi fráleitt að láta þá renna til friðarstarfsins. Allar samningaviðræður reyndust árang- urslausar og Marieread var ráðlagt að taka sinn hluta þegjandi og hljóðalaust til þess að vekja ekki upp umræður um klofningu innan hreyf- ingarinnar. Hún lét til leiðast en notaði peningana eftir sem áður í rekstur Peace People. Þetta olli miklum umræðum manna á meðal og umtalið var vægast sagt ekki til þess að auka hróður samtakanna. Núna sér Marieread eftir þessari ákvörðun og segir að betra hefði verið að framkvæma allt fyrir opnum tjöldum frá upphafi. Martröð friðarsamtakanna Skömmu síðar vann Betty i happ- drætti ferð í Disneyland í Bandaríkj- unum. I þeirri ferð hitti hún mann - í Disneylandi - sem var að sýna börn- um sínum þessa ævintýraveröld. Þau hófu sambúð þar ytra og sjónvarps- viðtöl við Betty þar sem hún kemur íram með litað platínuljóst hár, dem- antsskreytt í loðfeldum, er hrein- ræktuð martröð í augum íranna. Framtíð Corriganbarna og friðarsamtaka Fyrir Corriganfjölskylduna hélt harmleikurinn áfram að versna. Systir Marieread reyndi að jafna sig eftir slysið með ýmsum aðferðum, meðal annars átti hún tvö böm með skömmu millibili til þess að reyna að fylla í skarð hinna þriggja sem fórust. En allt kom fyrir ekki og hún stytti sér aldur skömmu síðar. Sem formaður Peace People hafði Marieread í nógu að snúast og henn- ar hægri hönd var hinn óþreytandi Ciaran McKeown sem nóbelsverð- launanefndin hafði ekki hirt um að taka með í myndina þegar úthlutun- in fór fram. Annríkið þar kom þó ekki í veg fyrir að hún bætti á sig störfum, eftir andlát systurinnar flutti hún til mágsins og bamanna tveggja til þess að aðstoða hann við uppeldið. Sambúðin leiddi til giftingar sem fram fór í Rómaborg með fullu sam- þykki páfans. Þau eiga nú tvo syni saman og búa með bömin fjögur í úthverfi Belfast. Aðspurð um árangurinn af friðar- starfi Peace People þessi tíu ár sem liðin eru segir Marieread að allnokk- uð hafi áunnist. „Ég trúi því,“ heldur hún áfram, „að friðarhugsunin sjálf hafi skotið rótum í huga Belfastbúa. Það muni síðar leiða til þess að valdbeiting og tilgangslaus mannvíg taki enda. Og jafnvel þótt starf okkar hafi ekki leitt til nema kannski að eitt mannslíf hafi bj£U"gast á þessum tíu árum þá er það sönnun þess að ekki hefur verið unnið árangurslaust innan hreyfingarinnar að friði á írlandi." Katharine Hepburn var beðin um að leika móður Joan Collins í Dynasty en sagðist ekkert vita um hvað málið snerist. Eini Collins sem hún kannaðist við héti Tom og vinsæl víntegund væri kennd við kappann. Eftir umhugsun og eftir- grennslan um tilboðið svaraði hún því til að hús- hjálpin sín ráðlegði henni að hafna boðinu. Enginn feng- ist hvort sem væri til þess að trúa að Joan Collins hefði einhvern tímann átt móður. Prince hefur tekið upp á sína arma nýjan skjólstæðing. Það er fyrrum ungfrú Ameríka sem missti titilinn vegna nektar- mynda í því vinsæla tímariti Playboy. Hann skrifar tónlist og kvikmyndahandrit fyrir stúlkuna af miklum dugnaði þessa dagana og segja menn vestra að hann hafi einkum fallið fyrir dásamlega slæmu mannorði þeirrar þel- dökku Vanessu Williams. *■_ *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.