Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986. 39 Meiming AUi Heimir og Jón Nordal í úrvalsliðinu Mikil norræn tónlistarhátíð í Gautaborg Karlmennska og kvendyggðir Hlaðvarpinn er huggulegur sam- komu- og sýningarstaður en til lengdar er aðstandendum hans varla stætt á því að leigja myndlistar- mönnum sýningarsal með inn- byggðu leikhúsi. Þar með verða myndverkin eins konar „props“ á leiksýningu sem er heldur til van- sæmdar fyrir þau, auk þess sem sýningartíminn og leiksýningar hljóta að skarast og valda þannig Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson myndlistarunnendum óþægindum. Vonandi stendur þetta til bóta. í Hlaðvarpanum stendur nú yfir sýning Helgu Egilsdóttur en ég minnist þess ekki að hafa séð neitt eftir hana fyrr. Ekki er mér heldur kunnugt um menntun hennar eða feril en slíkar upplýsingar mættu að ósekju liggja frarnmi á sýningarstað. Helga sýnir aðeins tíu verk, níu stór málverk og eina grafíkmynd, sem öll taka sig vel út í salnum. Mættu aðrir listamenn taka hana sér til fyrirmyndar og fækka verkum á sýningum. Viðamiklar táknmyndir Þótt öll séu þau kröftuglega máluð virðist listakonunni liggja annað og meira á hjarta en að fá útrás fyrir tímabundnar og persónulegar til- finningar, er hún augljóslega að tilbúa viðamiklar táknmyndir með víðri skírskotun. Hún rær því á svipuð mið og Jó- hanna K. Yngvadóttir, en ekki af sama öryggi. Þessar myndir skiptast í tvennt. Annars vegar eru drungalégar og fremur symulegar konumyndir (t.d. Römm er sú taug..., nr. 5) sem hafa fátt til síns ágætis nema metnaðinn. En á vegg hægra megin í salnum hanga þrjár (nýlegar?) myndir sem öllu meira er spunnið í. Inntak þeirra er að visu ekki nýstárlegt, gengur út á hina eilífu togstreitu karl- mennskunnar og kvenlegra dyggða sem túlkuð er með lífrænu samspili kvenlegrar anatómíu og viðtekinna karlmennsku-tákna, bolans, völsans og fleiru í þá veru. Það sem gefur þessum myndum sérstakt gildi eru hvellir litatónamir og yrjóttir litfletimir og hvemig þeim er fyrir komið á striganum. Helga Egilsdóttir ræður augljós- lega við liti, kann að útsetja fyrir stóra myndfleti en þarf að endur- skoða tákngerð sína, gera hana persónulegri. -ai Jón Nordal tónskáld. Fulltrúar Danmerkur em tón- skáldin Per Nörgaard og Hans Abrahamsen, frá Finnlandi koma þeir Einojuhani Rautavaara og Aul- is Sallinen, frá Noregi koma Ame Nordheim og Olav Anton Thomme- sen og þeir Ingvar Lidholm og Mikael Edlund halda loks uppi heiðri Svíþjóðar. Tónleikamir fara síðan fram í Tónlistarhöllinni, Dómkirkjunni og háskólanum í Gautaborg. -ai Tónlist Aöalsteinn Ingólfsson Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Eftir Jón Nordal verður flutt hljómsveitarverkið Langnætti, „Ristur" fyrir klarínettu og píanó og Canto elegiaco fyrir selló og hljómsveit. Að þessari tónlistarhátíð standa margir mætir aðilar, Tónlistarhöll þeirra Gautaborgara, Tónlistarhá- skólinn, Dómkirkjan og tónlistar- fræðingar, og er tilgangur þeirra sá að hóa saman tíu helstu tónskáldum á Norðurlöndum, vega og meta framlag þeirra til norrænnar tónlist- armenningar og gefa almenningi um leið tækifæri til að hlusta á nokkur helstu verk þeirra. Tveimur tónskáldum var boðið frá hveiju Norðurlandanna fimm og áttu þeir að vera hvor af sinni kyn- slóðinni svo hægt yrði að sjá samhengið í tónlist hvers lands. Flutningur tónverkanna verður síðan í höndum tónlistarfólks frá Norðurlöndunum öllum og er Guðni Franzson klarínettuleikari okkar maður á staðnum. Þann 23. september næstkomandi hefst mikil norræn tónlistarhátíð, Nutida Nordisk Musikvecka, í Gautaborg og stendur í íjóra daga, en á þeim tíma verða nær stanslaus- ir tónleikar, tónsmiðjur og umræður um tónlist. Þeir Jón Nordal og Atli Heimir Sveinsson verða fulltrúar Is- lands á hátíðinni og eru mörg verk eftir þá á dagskrá hennar. Eftir Atla Heimi verða flutt „Itor mediae noct- is“ fyrir orgel, kammerverkið „Hreinn: Súm ’74“, „Plutót blanche qu’ azurée”, nýtt einleiksverk fyrir klarínettu og Tvær elegíur í minn- ingu Benjamins Bríttens. Skreiðin: Útflutningsleyfið veitt í samráði við Landsbankann „Viðskiptaráðuneytið veitti útflutn- ingsleyfi fyrir þessari skreiðarsend- ingu í fullu samráði við bankana og þar á meðal Landsbankann. Við mát- um það svo að athuguðu máli að óhætt væri að veita leyfið. Það voru allir aðilar sammála um það að sjálfsagt væri að veita leyfið í stað þess að láta þessar skreiðarbirgðir liggja hér heima og alveg óvíst hvort og hvenær hægt yrði að losna við þær,“ sagði Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. Eins og komið hefur fram í fréttum fór á vegum Islensku umboðssölunnar á miðvikudaginn í síðustu viku stór farmur, 61 þúsund pakkar af skreið, með erlendu skipi ti! Nígeríu. Ámi Bjömsson sagði í samtali við DV að skreiðin hafi farið á innflutningsleyfi sem var framlengt þannig að varan yrði komin í landhelgi í Nígeríu fyrir 1. september. Taldi Ami greiðslutiyggingar fyrir skreiðarfarminum öraggar þótt trygg- ingamar lægju ekki formlega fyrir í bönkum hér heima. Var Landsbankanumkunnugt um farminn? Samkvæmt upplýsingum frá Lands- bankanum gaf hann hins vegar ekki leyfi fyrir þessum útflutningi og mun ekki hafa verið kunnugt um farminn fyrr en búið var að skipa skreiðinni út. Og bankinn sendi viðskiptavinum sínum, sem eiga skreið um borð í skip- inu, skeyti og tilkynnti þeim að farmurinn væri á þeirra eigin ábyrgð » vegna þess að ekki hafi borist fúll- nægjandi greiðslutryggingar frá kaupendum ytra. Kaupendur yrðu að gera skil á afurðalánum sem á skreið- . inni hvíldu, hvort sem greiðslan bærist fyrir hana eða ekki. Aðrir bankar, þar á meðal Útvegs- bankinn, hafa ekki séð ástæðu til þess að senda viðskiptamönnum sínum til- kynningu varðandi þennan skreiðar- farm, meðal annars á þeim grundvelli að bankamir vora með í ráðum er útflutningsleyfið fyrir skreiðinni var veitt. Verðmætið 350 milljónir Fullvíst er að skreiðarfarmurinn nemur að verðmæti um 350 milljónum króna og þvi ljóst að um gífurlegar . fjárhæðir er að ræða. Sumir hafa lagt aleiguna að veði með þessari send- ingu. „Það er alveg ljóst að skreiðinni ^ verður ekki skipað upp í Nígeríu fyrr en allar greiðslutryggingar liggja formlega fyrir. Það vissu allir, einnig bankamir, og útflutningsleyfið var m.a. veitt á þeirri forsendu," sagði Ámi Bjamason hjá íslensku umboðs- sölunni. -KB A18 milljónir í skreiðarfarminum: „Ég tel míg hafa nægilega tiyggingu4 „Miðað við mína löngu reynslu í skreiðarviðskiptum tel ég mig hafa nægilega tryggingu fyrir þvi að fá minn hluta af skreiðarfarminum greiddan, og minn hluti er stór,“ sagði Björgvin Jónsson, formaður hags- munanefhdar skreiðarframleiðenda. Hlutur Björgvins í þeim skreiðar- farmi, sem fór til Nígeríu í síðustu viku í gegnum Islensku umboðssöl- una, er að verðmæti um 18 milljónir króna. Heildarverðmæti farmsins nemur um 350 milljónum. „Formið á þessum viðskiptum er ekki þannig að maður gangi á eftir skeytum frá bönkum eða afritum af bankaábyrgðum áður en vamingurinn er fluttur út þótt maður þurfi auðvitað vissu fyrir að hægt sé að treysta við- skiptunum. Ég fyrir mitt leyti treysti Bjama V. Magnússyni, framkvæmda- stjóra íslensku umboðssölunnar, fullkomlega i þessu máli og ég veit að skipið verður ekki losað í Nígeríu án þess að búið verði að ganga frá trygg- ingum. Ég veit ekki annað ■ en að bönkunum hafi verið fullkomlega kunnugt um sendinguna og hafi gefið óformlegt loforð um að taka þátt í þessu,“ sagði Björgvin. „Öll viðskipti mín við íslensku um- boðssöluna hafa staðist 100%. Ég á ekki von á því að það fyrirtæki sendi svona mikil verðmæti úr landi án þess að fá greiðslu fyrir þau. Maður hleyp- ur ekki upp þótt eitthvað standi í dagblöðum,” sagði Stefán Runólfsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannae>’jum. Hlutur Vinnslustöðvarinnar í skreiðarfarm- inum nemur að verðmæti 15-18 millj- ónum króna, að sögn Stefáns. -KB Slagurinn að hefjast: Prófkjör á Suður- landi hjá Fram- sóknarflokknum Umræður um prófkjör og undir- búning fyrir komandi alþingiskosn- ingar era víða hafnar innan Framsóknarflokksins. Þegar hefur verið ákveðið prófkjör á Suðurlandi og skoðanakönnun á Norðurlandi eystra. I Suðurlandskjördæmi verður prófkjör 25. október og var það reyndar ákveðið í haust. Um opið prófkjör verður að ræða og þeir sem ætla að gefa kost á sér verða að til- kynna það fyrir lok september. Á Norðurlandi eystra hefur verið ákveðið að fram fari skoðanakönnun meðal flokksbundinna framsóknar- manna dagana 20. september til 5. október. Kostur er gefinn á að raða niður allt að átta nöfrium. Á kjör- dæmisráðsfúndi, sem haldinn verður í október, verðúr síðan endanlega raðað í sex efstu sætin. Einnig geta menn gefið kost á sér með því að fá 25 flokksmenn til að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki enn verið ákveðið um prófkjör eða tilhögun vals á lista í öðrum kjöidæmum. -APH c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.