Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986.
5
dv Fréttir
Prdfkjörsfyrir-
komulagið
skiptir mig engu
- segir Albert Guðmundsson
Agnar Friöriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, og Hörður Einarsson stjómar-
formaður á fundi með Bendjedid, forstjóra Air Algerie.
Pílagrímaflugi
Amarflugs lokið
Emilo Castro er framkvæmdastjóri
Alkirkjuráðsins. Hann er frá Uruguay.
Emilo predikar í Dómkirkjunni á
sunnudag á spænsku. Þórður Öm
Sigurðsson túlkar. Guðsþjónustunni
verður útvarpað.
Kirkju-
leiðtogar
sækja
okkur heim
Æðsta stjóm Alkirkjuráðsins fundar
hér á landi í næstu viku. Alls koma
til landsins um sextíu manns frá öllum
helstu kirkjudeildum nema rómversk-
kaþólsku kirkjunni. Gestir koma úr
öllum heimsálfum. Fundimir verða
haldnir i Bústaðakirkju. Pétur Sigur-
geirsson biskup, Ólafur Skúlason
dómprófastur og sr. Auður Eir taka á
móti gestum í upphafi fundar kl. 11 á
mánudagsmorguninn.
Gestimir verða viðstaddir guðsþjón-
ustur í kirkjum Reykjavíkur og
nágrennis á sunnudag. Þeir predika í
sumum kirkjum, annars staðar flytja
þeir ávörp og hitta safnaðarfólk.
Alkirkjuráðið var stofiiað árið 1948
og var dr. Jakob Jónsson fúlltrúi ís-
lensku kirkjunnar á stofhfundinum.
Nú em um þijú hundrað kirkjudeildir
i hundrað löndum innan ráðsins. Rúm-
lega 400 milljónir manna teljast til
þess. Ráðið starfar í mörgum deildum
að hjálpar- og þróunarmálum, fræðslu-
og safhaðarmálum og guðfræði- og
kristniboðsmálum.
Lokaathöfii fundarins verður í
Langholtskirkju á föstudagskvöld.
Fundarmenn taka virkan þátt í guðs-
þjónustunni sem markast af ólíkum
hefðum kirkjudeildanna.
Hrafnkell A. Jónsson:
„Hef ekki
áhuga á að
bæta við
verkefna-
listann“
„Ég er kjörgengur eins og allir 18
ára og eldri íslendingar. Ég gæti því
alveg eins lent í framboði eins og flest-
ir,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, forseti
bæjarstjómar og settur bæjarstjóri á
Eskifirði, í samtali við DV, aðspurður
hvort hann ætlaði í framboð fyrir Al-
þýðuflokkinn í kjördæminu, en það
hefur flogið fyrir að undanfömu.
Hann vildi þó ekkert frekar gefa út
á málið nema það að eins og staðan
væri nú sæi hann enga ástæðu til að
bæta við verkefrialista sinn. Hvort
víumar hefðu verið bomar í hann
varðandi framboð sagði hann að hann
færi í framboð ef hann sjálfúr hefði
áhuga. „Annars hafa framboðsmál lít>
ið sem ekkert komið til tals hér á
Eskifirði enn,“ sagði Hrafhkell. -KÞ
„Ég fer galvaskur í þetta prófkjör
enda skiptir það mig engu máh
hvernig fyrirkomulag er á prófkjör-
um. Ég hef aldrei skipt mér af þvi
þótt þetta form sé ekki eftir mínu
höfði,“ sagði Albert Guðmundsson
iðnaðarráðherra í samtah við DV.
„Ég ætla ekki í framboð," sagði
Katrín Fjeldsted, borgarstjómarfúll-
trúi Sjálfetæðisflokksins, í samtali
við DV.
„Ég er alveg ákveðin í því að fara
fram og ég opna kosningaskrifstofú
núna eftir helgina," sagði Bessí Jó-
hannsdóttir.
Hún sagðist í prófkjöri fyrir sið-
ustu alþingiskosningar hafa náð 12.
sæti, verið önnur af tveimur konum
Hann sagði að tveir aðrir mögu-
leikar kæmu til greina fyrir sig: Að
fara ekki í prófkjör eða að fara fram
sjálfúr. Þar sem þeir tveir kostir
væra ekki vænlegir nú hefði hann
ákveðið að fara i þetta prófkjör Sjálf-
stæðisflokksins. -KÞ
Katrín sagði að það hefði verið
orðað við sig að fara í prófkjör
flokksins nú en hún hefði ekki
áhuga.
sem voru meðal þeirra tólf efetu.
„Við konur stefnum að þvi að
koma þremur konum í níu efetu
sætin og ég hef trú á því að okkur
takist það, að minnsta kosti fer ég
galvösk í slaginn," sagði Bessí Jó-
hannsdóttir. -KÞ
Amarflug flutti alls 52 þúsund far-
þega í pílagrímaflugi sínu fyrir ríkis-
flugfélag Alsír. Var þetta stærsti
samningur erlends flugfélags um slíka
flutninga í Norður-Afríku þetta árið,
að því er fram kemur í frétt frá félag-
inu.
Pílagrímaflugið hófst 20. júlí. Lauk
því 7. september. Notaði Amarflug
fimm DC-8-þotur, sem hver tók 250
farþega, i ferðum sínum milli Alsír og
Jeddah í Saudi-Arabíu.
Að auki flaug Amarflug á sama tíma
umtalsvert áætlunarflug fyrir Air Al-
gerie milli Alsír og Frakklands.
Alls störfuðu 170 manns af fimmtán
þjóðemum að þessu verkefni Arnar-
flugs. Aðalbækistöðvar starfsmanna
vora í Jeddah.
Við lok verkefnisins sátu þeir Hörð-
ur Einarsson, stjómarformaður
Amarflugs, Agnar Friðriksson fram-
kvæmdastjóri og Goði Sveinsson fund
með forstjóra Air Algerie, Slimane
Bendjedid, og öðrum ráðamönnum
flugfélagsins. Segir í frétt Amarflugs
að Alsírmenn hafi þar lýst yfir mikilli
ánægju með alla framkvæmd verkefri-
isins. -KMU
Giæsisigiing
TS
MAXIM GORKI
25 000 BRT
í sumaryl um Miðjarðarhafið
10. okt. - 27. okt
London
10. október. Flogið beint til London og gist þar eina
nótt á góðu hóteli.
Miðjarðarhafið
11. október. Nú flogið til Genúa á Ítalíu þar sem
stigið er um borð í glæsifleyið Maxim Gorky og siglt
um Miðjarðarhafið í sól og sumaryl.
Lúxusfley
Maxim Gorícy er 25.000 brúttótonna lúxus- far-
þegaskip og tekur 700 farþega sem þjónað er af um
450 manna áhöfn. í skipinu eru sundlaugar, veitinga-
staðir, barir, dans- og diskósalir, kvikmyndasalir,
íþróttaaðstaða með hvíldarbekkjum, skokkbrautir
o.m.fl. Það þarf mörg orð til að lýsa glæsilegum mat
og þjónustu, við sleppum því að sinni.
Ævintýrasigling
Skipið siglir frá Genúa til Pírus í Grikklandi, þaðan
liggur leiðin til Kusadi í Tyrklandi, síðan til grísku
eyjarinnar Rhodos sem óþarft er að kynna. Næst er
komið við á Kýpur og þaðan farið til Alexandríu í
Egyptalandi, haldið áfram til Möltu og Túnis og
loks komið aftur til Genúa á Ítalíu þann 25. október.
Skoðunarferðir.
Á öllum viðkomustöðunum verður boðið upp á
spennandi og skemmtilegar skoðunarferðir sem gefa
fólki innsýn i menningu þessara landa og öllum
helstu atburðum liðinna alda lýst á söguslóðum. Til
dæmis undrum Egyptalands, stórbrotinni sögu og
náttúrufegurð Grikklands, Tyrklands og Kýpur.
Verð frá kr. 89.000.
Innifalið í verðinu er flug og gisting í London, flug
til Genúa og fimmtán daga sigling með fullu fæði
um borð í lúxusfleyi.
Þetta er ferð sem enginn sannur „siglingaunn-
andiu má missa af.
Bjóðum góða greiðsluskilmála.
onMtK
FERÐASKRIFSTOFA,HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388
Umboö a Islandi fyrir
opnon dinersclub
40joU international
„Hef ekki áhuga“
- segir Katrín Fjeldsted
„ÆUa gal-
vósk fram
segir Bessí Jóhannsdóttir