Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Síða 7
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986.
7
Eiturlyfín skelfa stjórn Gorbatsjovs
Langt er síðan Sovétmenn lýstu
eiturlyfjavandanum sem sérstöku
vandamáli vestrænna ríkja. Eitur-
fíkn ungmenna á Vesturlöndum var
talin vísbending um hnignun í vestr-
inu. Á sama tíma átti allt að vera í
sómanum fyrir austan tjald. Nú þyk-
ir hins vega sýnt að Sovétmenn hafi
ekki veitt því athygli að þeir voru
sjálfir með tímasprengju í bakgarð-
iniun.
í fyrra skar stjórn Gorbatsjovs upp
herör gegn ofneyslu áfengis. í ár
hefur baráttan beinst að eiturlyfjun-
um sem enginn vissi að væru til
vandræða í Sovétríkjunum. En nú
hafa stjórnvöld hellt yfir almenning
áróðri gegn eiturlyfjum. Stefnan er
greinilega að byrgja brunninn áður
en barnið er dottið ofan í hann.
Öllum er ljóst að eiturlyfjavandinn
er hverfandi í Sovétríkjunum hjá
ógninni sem stafar af ótæpilegri
áfengisdrykkju. Því er ekki laust við
að mönnum þyki stjórnvöld fara of-
fari í baráttunni.
Þríraffjórumán hjálpar
Það þykir sérkennilegt að í áróð-
ursherferðinni er enginn hörgull á
upplýsingum um vanhæfni heilbrigð-
isyfirvalda til að fást við vandann.
Heilbrigðisráðherra Sovétlýðveldis-
ins Rússlands hefur lýst því yfir að
75% eiturlyfjaneytenda í því ríki,
sem er það stærsta að Sovétríkjun-
um, eigi enga möguleika á læknisað-
stoð.
Lögreglumaður, sem fæst við að
uppræta eiturlyfjasölu, hefur einnig
viðurkennt að lögreglan standi sig
illa í að hefta dreifingu eitursins.
Yfirlýsingar af þessu tagi benda til
nýrra siða á stjórnarheimilinu í
Moskvu.
Frá því snemma á síðasta áratug
hefur verið vitað að eiturlyf eru
framleidd í Asíuríkjum Sovétríkj-
anna til sölu innanlands. Ekkert var
þá gert í málinu. Núna er hins vegar
verið að rifja upp sögur írá þessum
tíma í sovéskum blöðum.
í Sovétríkjunum getur neysla eit-
urlyfja varðað allt að 10 ára fangelsi.
Ræktum eiturlyíja getur hins vegar
kostað frelsissviptingu í tvö ár. Þrátt
fyrir viðurlögin er opinberlega við-
urkennt að 80% eiturlyfjanna á
sovéska markaðnum séu upprunnin
á samyrkjubúum. Það er víst langt
síðan sovéskir bændur fundu út að
það getur verið ábatasamt að rækta
réttar plöntur á réttum stöðum.
Enginn veit hve margir eiturlyfja-
neytendur eru í Sovétríkjunum.
Fyrir tveim árum var opinberlega
viðurkennt að 2500 Sovétmenn ættu
við þetta vandamál að stríða. Nýlega
var þó haft eftir háttsettum manni í
heilgrigðisþjónustunni að „eitur-
lyfjaneytendum hefði fjölgað veru-
lega á síðustu árum.“
Þögn um Afganistan
Sögusagnir hafa lengi gengið um
eiturlyfjaneyslu meðal sovéskra her-
manna í Afganistan. Um þessar
sögur hefur þó ríkt þögn í sovéskum
fjölmiðlum á sama tíma og sögur um
neysluna innanlands hafa komist í
hámæli.
Sovétfræðingar benda á að umræð-
an um eiturlyfin á þessu ári sé hluti
af breyttri stefnu stjónvalda í innan-
ríkismálum yfirleitt. Æ oftar sjást
ummæli þess efnis að Sovétkerfið
hafi staðnað og hrífi ekki lengur með
sér ungt fólk til baráttu fyrir sælu-
ríkið. Eiturlyfin eru talin eitt af
einkennum firringarinnar sem hijáir
unga fólkið. Þetta eru sömu rökin
og voru notuð til að skýra eiturlyfja-
vandann á Vesturlöndum.
Fyrsta skrefið í baráttunni við eit-
urlyfin er að viðurkenna vandann.
Stjórnvöld í Sovétríkjunum hafa
þegar gert það. Hitt kann að reynast
jafnerfitt að gera ungmennin frá-
hverf eiturlyfjunum og að kenna
þeim fullorðnu að drekka mjólk í
stað vodka. The Economist/GK
Landið helga - Egyptaland og Róm
Ævintýraferð sem aldrei gleymist
Sögustaðir Biblíunnar - Jerúsalem -
Betlehem - Hebron - Betania - Olíu-
fjallið - Jeríkó - Dauðahafið - Nasaret
- Galíleuvatn - Tel Aviv. Ekið um
bedúínabyggðir Sinaieyðimerkur -
Kairo pýramídamir miklu - siglt á
Níl - Suður-Egyptaland - Luxor -
Kamak - Asswan - Ítalía - Róm- -
Napolí - Pompei - Kapri.
Vel skipulögð rólegheitaferð um fög-
ur lönd og ógleymanlega sögustaði.
- Ógleymanleg jól og áramót.
Aðraz ferðir okkar: Kanaríeyjar, Enska ströndin, og
Benidorm: Tenerife:
Beint leicjuflug 18. sept. 2 vikur eða 3 Brottför alla laugardaga frá 1. nóv.,
vikur. blenskir fararstjórar. Fjöl- 10 daga, 17 daga og 30 daga ferðir.’
breyttar skemmti- og skoðunarferðir. Splunkunýir og glæsilegir gististaðir.
íslenskir fararstjórar.
Mallorca:
Leiguflug 18. sept. 2, 3 eða 4 vikur,
hótel með morgun- og kvöldmat kr.
29.840,- 2. okt. 3 eða 4 vikur. íslensk-
ir fararstjórar. Fjölbreyttar skemmti-
og skoðunarferðir. Dagar í Amster-
dam á heimleið.
Fjölbreyttar skemmti-
ferðir.
og skoðunar-
— HIKBBWa
=SOLRRFLUG
Vesturgötu 17, Reykjavík
Símar 10661, 22100 og 15331
OPIÐ TIL KL. 41 DAG
Leiðin liggur til okkar
í verslunarmiðstöð
vesturbæjar.
/A A A A A A
■ A, TT
V/SA
=3 3U:
_j l: ^ c u
-j LL i— U ytj£2Clí)1>
" fflÚTlil'lintti
Hringbraut 121 Sími 10600
Innkaupastj órar athugið!
Þríhjólin vinsælu,
margar gerðir.
Dúkkuvagnar,
ásamt mjög miklu úrvali af leikföngum og gjafavörum.
Pantið tímanlega fyrir jólin.
INGVAR HELGASON HF.
VONARLANDI V/SOGAVEG, SÍMI 37710.