Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Side 9
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986.
9
Ferðamál
Ferðaskilríkin
á öraggum stað
- Þú getur orðið fyrir raeiriháttar
óþægindum og vandræðum á ferðalagi
ef þú annaðhvort týnir passanum þín-
um eða ef honum er stolið frá þér.
Sömuleiðis er ekkert grín að lenda í
því að týna eða láta stela frá sér ferð-
afé sínu. Þess vegna hafa fyrirhyggjus-
amir ferðalangar hannað öryggisvasa
þar sem hægt er að geyma ferðaskil-
ríki og fjármuni sína á öruggan hátt.
Ýmsar gerðir eru til af svona örygg-
isvösum, einnig eins konar öryggis-
belti. Við rákumst á uppskrift að vasa
sem hafður er á belti og annan sem
hafður er á leggnum undir buxnaskál-
minni.
Efnið getur verið annaðhvort rú-
skinn eða annað sterklegt efrii, t.d.
gallabuxnaefiú. Nauðsynlegt er að
verða sér úti um smellur og töng til
þess að festa smellumar og á leggvas-
anum eru þrír rennilásar.
í fljótu bragði virðist einfaldara að
útbúa vasann sem fer á beltið og
sauma hann hreinlega við belti sem
til er. -A.BJ.
Verslað handa
konunni eriendis
Öryggisvasinn á beltinu. Vasinn verður að vera sniðinn eftir stærðinni á passan-
um.
Leggvasinn virðist flóknari í tilbúningi en beltisvasinn en er örugglega ekkl
siður öruggur.
Hvað áttu að koma með heim handa
konunni þinni þegar þú kemur úr við-
skiptaferð frá útlöndum?
Þeir sem fara oft til útlanda eru flest-
ir hættir að gera þar einhver stórinn-
kaup. Nú fæst hér á landi orðið flest
það sem er til í útlöndunum og mikil
verslun ferðamanna heyrir sögunni
til. Samt er það nú alltaf svo að fólk
kemur heim með einhverja smáhluti
til að gleðja sína nánustu og eru menn
á viðskiptaferðalagi engin undantekn-
ing þar frá. En það sem viðskiptamað-
urinn kemur með heim handa konunni
sinni getur verið mjög þýðingarmikið
atriði ferðarinnar því eiginkonan, sem
ekki hefúr fengið að koma með, bíður
spennt eftir gjöfinni sem hennar heitt-
elskaði færir henni. Því er mjög
þýðingarmikið að vanda valið.
Það sem engin kona þolir eru sérs-
takir minjagripir frá viðkomandi landi
eða þjóðbúningar og þjóðlegir skart-
gripir. flmvötn frá framandi löndum
og framleiðendum eru einnig á bann-
listanum.
Vilji eiginmaðurinn kaupa ilmvatn
þá skal hann ekki taka neina sjensa
í þeim efnum heldur kaupa dýr, þekkt,
frönsk merki og ekkert annað. Ilm-
vatnið verður líka að vera ekta, ekki
„toilette" eða „cologne", annað gæti
verið móðgandi. Maðurinn verður að
gera sér það ljóst að konan sem hefur
beðið hans getur hafa gert sér ótrúle-
gustu hugmyndir um hann í útlöndum
og er því oft mjög viðkvæm fyrir öllu
sem hann snertir er hann kemur til
baka.
Allt ekta og fínt er mjög æskilegt
og verður að sjást að eytt hafi verið
talsverðri summu í gjöfina. Leðurvör-
ur, eða til dæmis silkiblússa, eða
silkiklútur frá einhverju fínu merki,
er því mjög heppilegt í þessum til-
gangi. Fallegur silki- eða bómullar-
undirfatnaður getur gert undur fyrir
hjónabandið, einnig baðolía sem verð-
ur að vera frá góðum framleiðanda.
En þeir sem fara mjög títt til útlanda
og hafa gert það í mörg ár geta lent
í vandræðum. Hver einasta eiginkona
verður ánægð með að fá eitthvað
reglulega gott matarkyns. Eins og alls
kyns gimilega osta, ljúffenga kæfú í
fallegum leirkrukkum, líbanskar
hnetur og grískt hunang. Konfekt og
sjaldgæfir ávextir eru einnig tilvaldir.
Konur eru flestar fyrir alls kyns blóm
og plöntur og væri sniðugt að koma
með sjaldgæf fræ til baka, það er eitt-
hvað rómantískt við framandi plöntu
sem til er orðin með þessari leið.
Umfram allt, ekki minjagripi og
vandið valið.
-Ró.G.
Samkvæmisdansar,
suðux-
ameriskir dans-
ar, bamadansar (yngst
4 áira), free-style, diskó
jass.
Tangó-námskeið
(argentínskur og nú-
tíma), gömludansanám
skeið.
Innritun daglega í
Reykjavík: 20345,
74444 og 38126
kl. 13-19.
Keflavik, Njarðvik,
"Grindavik, Garður og
Sandgerði: 92-8249
kl. 18-20.
D ANSSKOiX
ASTVALOSSON AR