Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER T986.
15
Eftir að hann heimsótti Öræfinga
sumarið 1925 sannfærðist hann um
að úrræði þeirra í lífsbaráttunni
sönnuðu þessa kenningu. Honum
þótti líka einsýnt að Islendingar
yndu aldrei til langframa í þéttbýli.
„Óbyggt víðlendið myndi kalla á þá,
sem framtakssamastir væru og frá-
bitnastir kösinni“ skrifaði hann.
Niður með brýrnar
Þetta eru skoðanir sem hátt bar í
nýrómantískum bókmenntum þessa
tíma. Þar má til nefna Gróður jarðar
eftir Knut Hamsun sem þá naut mik-
illa vinsælda á íslandi. Halldór
Laxness og Guðmundur Hagalín
urðu síðar hvor með sínum hætti til
að andæfa þessu sjónarmiði en það
er önnur saga.
Sigurður mátti þola nokkrar háðs-
glósur vegna dýrkunar sinnar á
Öræfingunum sem hopuðu ekki „á
hæli þó að Skeiðará brjóti landið
neðra og jökullinn búi yfir ógnum
sínum bak við fellin“. Ragnar Ein-
arsson Kvaran taldi ráðlegast, ef
íylgja ætti skoðunum Sigurðar, að
flytja „dálítinn jökulstúf úr Vatna-
jökli og skella honum niður þar, sem
mætast Ámes- og Rangárvallasýsla
og sprengja upp brýrnar á Ölvusá
og Þjórsá".
Ungir menn og gamlir
Ragnar taldi sig mæla fyrir munn
„hinna órómantískari yngri manna“.
Sigurður átti um líkt leyti einnig í
ritdeilu við fulltrúa hinna gömlu
raunsæismanna, Einar H. Kvaran,
föður Ragnars. Þannig er fyrir það
fyrsta handhægt að leita í skrifum
Sigurðar að hinum og þessum
straumhvörfum í menningu Islend-
inga. Þar sést einnig hitt að Sigurður
var mikill ritdeilumeistari ó blóma-
tíma slíkra bókmennta árin eftir
fyrra stríð.
Sigurður hafði ó námsárum sínum
fengist nokkuð við skáldskap og birt
brot af þeim verkum í tímaritum.
Árið 1919 tók hann það helsta af
skáldskap sínum saman í bók sem
hann nefndi Fornar ástir. Þetta eru
fjórar smásögur og Hel, langt ljóð í
óbundnu máli. Raunar er einnig fellt
inn í smásöguna Lognöldur órímað
ljóð. Sögu þessa samdi hann á órun-
um 1909 til 1910. Margir hafa það
fyrir satt að þetta sé fyrsta ljóðið á
íslensku sem rýfur hefðina í íslenskri
ljóðagerð. Að öðru leyti svífur andi
nýrómantíkurinnar yfir vötnunum í
Fomum ástum þótt hún vísi fram til
módemismans.
Evrópumenning
Fomar ástir urðu að vonum um-
Sigurður Nordal.
deilt verk. Gamall bændahöfðingi,
Jón Jónsson frá Sleðbrjót, sagði t.d.
að sér þætti það sem Sigurður setti
þarna ó blað „óeðlilegt islenskum
norrænum anda“.
Bæði kom form og efni í Hel mönn-
um ókunnuglega fyrir sjónir. Formið
eitt nægði til að gera menn forviða.
Við það bættist að þarna birtust í
fyrsta sinn hugmyndir tilvistarspek-
innar sem tekin var að heilla unga
menn í Evrópu. Sigurður sagði síðar
um Halldór Laxness eftir að hann
sendi frá sér Vefarann frá Kasmír
að hann væri kominn „á grenjandi
túr í Evrópumenningu". Þegar Forn-
ar ástir urðu til var líkt ástatt fyrir
Sigurði.
Eftir að Sigurður kom heim gaf
hann sig ekki að skáldskap af al-
vöru. Hann einbeitti sér að fræðun-
um - gaf út og skýrði forna texta og
vann úr efniviðnum sem hann viðaði
að sér á námsárunum. Árið 1920
sendi hann loks frá sér rit á íslensku
um Snorra Sturluson. Þar koma fram
skýr einkenni á sagnfræði Sigurðar.
Innlifun
Hann er fullfær í stafkrókafræði
en aðalsmerki rannsóknarinnar er
þó viðleitni hans til að lifa sig inn í
hugarheim Snorra. Þetta höfðu
landsmenn ekki séð til fræðimanna
áður enda Sigurður undir áhrifum
frá nýjustu tísku i Evrópu. I þetta
sinn voru landsmenn þó með ó nót-
unum og enginn varð til að andmæla
verkinu.
Síðar, þegar hann skrifaði íslenska
menningu, beitti hann þessari innlif-
unaraðferð af mikilli list. Hann hafði
mikla andúð á staðreyndastagli en
þeim mun meiri hug á að gæða sög-
una lífi. „Bókin er hugleiðing um
vanda þess og vegsemd að vera ís-
lendingur nú á dögum," sagði hann
um íslenska menningu, „studd við
þá þekkingu á fortíð þjóðarinnar,
sem höfundurinn hefur getað aflað
sér og talið mestu varða.“
Handritin heim
Sigurður var mjög afkastamikill
höfundur, einkum á fyrri hluta
ævinnar. Eftir að hann lét af prófess-
orsembætti árið 1951 til að verða
sendiherra í Kaupmannahöfn dró
mjög úr ritstörfum hans. Hann varð
sendiherra beinlínis til að vinna að
lausn handritamálsins. Það gekk á
ýmsu. Mólið reyndist Sigurði ei;fitt
en hann lagði þó drjúgan hlut að
lausninni sem endanlega fannst.
Hann lifði kyrrlátu lífi síðustu ár
ævinnar og andaðist 21. september
árið 1974.
GK
HjólasCólaÐ-ffí 'OC.
í LAUGARDALSHÖLL f \Ql/ LJLJ
Sunnudaginn 14. september efnir Sjálfsbjörg í annað
skipti til hjólastólaralls í Laugardalshöll.
Þar keppa þekktir skemmtikraftar, arkitektar,
sveitastjórnarmenn og hjólastólanotendur.
Keppnin verður sett kl. 14:00.
Á milli umferða verða skemmtiatriði þar sem fram
koma hljómsveitin Þokkabót, Sigrún Hjálmtýsdóttir,
söngkona, Anna Guðný Guðmundsdóttir, undirleikari,
sýningahópur frá Karatefélagi Reykjavíkur,
Bjössi Bolla og LEYNINÚMER.
Aðgangurókeypis.
Sjálfsbjörg
landssamband fatlaðra