Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Síða 17
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986.
17
Kraftakarlarnir höfðu sjö jeppa til fararinnar á Bárðarbungu. Aldrei áður hafa svo mörg farartæki verið þar sam-
an komin.
Þessari sögulegu ferð var ekki lok-
ið. Flosi og Víkingur tóku næst til
við að lyfta Svalanum, hálfu tonni.
Nægar voru femumar, Davíð hafði
séð fyrir því. Femunum var komið
fyrir í sérútbúnum grindum. Vöðv-
amir hnyklaðir og Svalinn upp í
tvígang og haldið uppi í 10 til 15 sek-
úndur í senn. Allt fyrir myndavélam-
ar.
Guðirnir stilltu vindinn
Á mínútunni tólf á hádegi var mót-
inu á þessum furðustað lokið.
Ævintýrið hans Flosa og félaga hafði
Heimasætan fékk drykk
Daginn eftir, þegar leiðangurinn
kom til byggða innst í Eyjafirðinum,
var drykknum hans Dávíðs dreift um
sveitimar. Maður mótsins, Kári Elí-
son, nú kallaður jöklakötturinn af
félögum sínum, stökk með leiftur-
hraða kattarins þegar flotinn kom
að fagurri heimasætu á næstinnsta
bænum í Eyjafirði, rekandi kýr heim
til mjalta. Hún fékk nokkrar femur
og sigurbros í ábót. Menn setja ekki
met og komast í heimsmetabók Guin-
ness á hverjum degi. Það er lóðið.
-JGH
metra hæð og vindinn hafði aukið
mikið, við héldum, satt best að segja,
að hann væri að ganga í geggjað
veður. Þama áttum við ekki langt
eftir upp á hábunguna sem er í rúm-
lega 2 þúsund metra hæð. En þarna
ákváðum við að stöðva og halda
mótið. Við vomm komnir svo langt
að það var ekki annað hægt en klára
mótið af.
Við mynduðum hálfhring með
jeppunum í kringum mótsstað, tók-
um lóðin og hálfa tonnið af Svalan-
um af kerrunum og breiddum stóran
dúk á jökulinn. Við fórum að hita
upp fyrir átökin. Efst í huga okkar
allra var auðvitað hvort Kára tækist
að setja met í bekkpressunni. Það
yrði stórkostlegt ef það tækist. En
útlitið var ekki gott, 8 stiga frost og
skafrenningur."
Steini fraus á miðri leið
Lítum á árangur íjórmenninganna,
kraftlyftingamannanna frá Akur-
eyri, allir methafar. Aðalsteinn
Kjartansson lyfti 55 kílóum í hné-
beygju og 60 í bekkpressu, svona
aðeins til að lyfta. Hann lagði allt
kapp á'réttstöðulyftuna. Fyrst lyfti
hann 170 kílóum, en reyndi síðan við
180 'A kíló. Því miður, Steini bók-
staflega fraus á miðri leið með þessa
lyftu.
Flosi lyfti 100 kílóum í hnébeygju
og bekkpressu, eins og áður aðeins
lyft til að lyfta og hafa mótið lög-
legt. Lagði meira í réttstöðulyftuna,
tók fyrst 220 kíló og síðan 250 kíló.
Vel frá sínu besta. „Eg lét þetta duga,
enda vildi ég spara kraftana fyrir
Svalalyftuna.“
tekið tæpa klukkustund. Og nú sá
enginn eftir því að hafa farið með.
Meira að segja veðurguðimir létu
ánægju sína í ljós, stilltu vindinn og
sendu nokkra sólargeisla. Með veð-
urguðina í þannig skapi héldu
ævintýramennimir áfram upp, það
var ekki hægt annað en fara upp á
hábunguna.
„Það komust allir jepparnir nema
gamli Willysinn, hann hafði það ekki
af, festist. Þetta er í fyrsta skiptið
sem sjö jeppar fara í einu upp á Bárð-
arbungu. Það er allt færinu í sumar
að þakka. Til þessa hafa fáir jeppar
farið upp á Bunguna og svona færi
kemur kannski ekki aftur fyrr en
eftir tiu ár.“
Menn meö fiðring í nauta-
lundirnar
Af Bárðabungunni var haldið heim
á leið, - í skálann hans Baldurs í
Gæsavötnum. Menn vom komnir
með fiðring í nautalundimar, þessar
risastóm sem kjötvinnslan Hrímnir
á Akureyri gaf til ferðarinnar. Naut-
sterkir menn tóku til matarins.
Skálað á eftir í kampavíni, meti fagn-
að. Þreyttir menn en ánægðir.
Flosi Jónsson, gullsmiöur á Akureyri, átti hugmyndina að ferðinni á Bárðar-
bungu og stjórnaði aðgerðum. Hann lét auk þess ekki hjá líða að taka á
stöngunum.
Heimskautabangsanum Víkingi Traustasyni var kalt á heimaslóðum.
Víkingur pressaði skipulega
Víkingur Traustason, heimskauta-
bangsinn, sá þyngsti og sterkasti af
fjórmenningunum, lyfti 150 kílóum í
hnébeygju en tók bekkpressuna
nokkuð skipulega. Lyfti fyrst 180
kílóum og svo 200 kílóum. 1 rétt-
stöðulyftunni tók hann „lítið“ á, lyfti
100 kílóum.
Þá er það maður mótsins, „tígris-
kötturinn“ Kári Elíson. Hann lyfti
fyrst 55 kílóum í hnébeygju, svona
til að opna mótið. Stóra stundin var
að renna upp. Flosi lýsir bekkpress-
unni: „Hann tók fyrst 160 kiló. Var
síðan ekkert að tvínóna við það,
stökk í mettilraunina, 168 kíló. Það
ótrúlega gerðist, upp fór það. Nokk-
uð sem allir höfðu vonað. Við
bókstaflega trylltumst, hoppuðum
um allt í sigurgleði. Hann hafði bætt
íslandsmetið um hálft kíló, sitt eigið
met.“
„Æddi í lyftuna alveg brjálað-
ur“
Kára segist sjálfiim svo frá: „Það
var stórkostleg tilfinning, alveg ólýs-
anleg, að setja íslandsmet þama uppi
á Vatnajökli, hæsta jökli Evrópu.
Ég var búinn að einbeita mér í marga
daga við að setja met á jöklinum.
Kappklæddur hitaði ég upp. Og þeg-
ar það kom að mér að lyfta dreif ég
mig úr gallanum á methraða og æddi
í lyftuna alveg brjálaður."