Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Page 18
18
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986.
Rokkspildan
Þúsund sinn
Hvergi í alheiminum skipast veður
jafnskjótt í lofti og í tónlistarheimin-
um. Menn eru eða eru ekki í hljóm-
sveitum, hljómsveitir byrja og hætta
eða byrja aldrei og hætta aldrei. Á
ýmsu gengur. í þessum heimi eru
veður vólynd eins og annars staðar
í veröldinni.
I júníbyrjun sagði Davíð Freyr
Traustason, söngvari Raddarinnar,
skilið við félaga sína. Það var
skömmu eftir að Röddin hafði tekið
upp sjónvarpsþáttinn sem sýndur var
í gær. Hinir þrír halda merki Raddar-
innar á lofti en Davíð leitaði á önnur
mið. Hann hafði upp á gömlum
skólabróður sínum úr sex ára bekk,
Ingólfi Sigurðssyni. Ingólfur hafði
leikið með hljómsveitunum Konsert
og Lalla og ljósastauragenginu. Tví-
menningarnir fengu fjóra aðra úr
þessum bílskúrsgengjum til liðs við
sig. Þar með var öllum undirbúningi
lokið. Rauðir fletir litu dagsins ljós.
Fjórir foringjar
„Mig langaði einfaldlega til að
spila öðruvísi músík,“ segir Davíð
um úrsögn sína úr Röddinni. „Þetta
var fyrst og fremst tónlistarágrein-
ingur. Það voru fjórir foringjar í
bandinu. Enginn gaf sig. Það besta
í stöðunni var að hætta og snúa sér
að öðru.“
Leið Davíðs lá í Rauða fleti. Hann
syngur sem fyrr, Ingólfur lemur
trommumar, á gítömm eru Kolbeinn
Einarsson og Bragi Bragason, Berg-
ur Mór Bernburg leikur á hljómborð
og Hermann Jónsson blokkar bass-
ann. Allir nema Davíð hafa fram að
þessu æft í bílskúrum og látið það
gott heita.
„Þá vantaði herslumuninn til að
koma einhveiju í framkvæmd," segir
Davíð um meðspilara sína. Þeir sam-
sinna því. „Dalli var sú vítamín-
sprauta sem við þurftum. Við höfum
fram að þessu einungis spilað ó
skólaskemmtunum og álíka sam-
komum. Rauðir fletir marka að því
leyti nýtt upphaf fyrir okkur í tón-
listinni. Þetta er annað og meira en
við höfum fengist við áður.“
íslandsmet í byrjun
Hljómsveitin hefur æft linnulítið
frá því í júní. Fyrstu tónleikar sveit-
arinnar voru á afmælishátíðinni á
Amarhóli í ágúst, þeir stærstu í ís-
landssögunni. „Þetta var góð byijun.
Við lærðum mikið á þessum fyrsta
konsert. Þama komum við auga á
ýmislegt sem við erum að lagfæra
núna.“
Fleiri tónleikar hafa fylgt í kjölfar-
ið, á Borginni og í Bæjarbíói. Á
þessum tónleikum hafa Rauðir fletir
leikið með bandi Bjama Tryggva og
Vunderfoolz. En fyrstu sjólfstæðu
tónleikar sveitarinnar verða á Borg-
inni á fimmtudaginn kemur. Er það
ekki í fullmikið ráðist?
Stórir verða stærri
„Kannski, við ætlum a.m.k. að
reyna. Flestar hljómsveitir sem em
að byrja taka ekki þessa áhættu. Við
emm búnir að reyna mikið að fá
ungar hljómsveitir til að spila með
okkur. Það hefur gengið afar illa.“
Davíð tekur af skarið. „Að þessu
leyti finnst mér lítið að gerast í tón-
list á íslandi. Þeir stóm verða
stöðugt stærri á meðan flestir ungir
tónlistarmenn halda að sér höndum.
Þessu viljum við breyta. Hljómsveit-
ir verða að hafa trú á því sem þær
em að gera. Menn eiga að koma sér
út úr bílskúmnum og skapa sín tæki-
færi sjálfir."
Eldmóður í ungum mönnum eða
staðreynd málsins? Rauðir fletir ætla
að minnsta kosti að gera eitthvað í
málunum. Þeir sexmenningar fara í
stúdíó strax um næstu helgi.
Gróðafyrirtæki?
„Það er tímabært að koma plötu
út,“ segja þeir, fullir sjálfstrausts,
þrátt fyrir að enn hafi ekki fundist
útgefandi. „Útgefandi, já, við gefum
plötuna út sjálfir ef ekki vill betur.
Við komum vafalaust til með að tala
við rótgrónu útgáfufyrirtækin hér
og kanna viðbrögð. En þessa stund-
ina erum við með hugann við
óþekktan aðila sem hefur sýnt hljóm-
sveitinni áhuga. Þessi aðili er
spenntur fyrir að gefa plötuna út og
standa veglega að útgáfunni.“
Þessi athafnamaður er að hugsa sig
um. Hann ætlar að hlýða á tónleik-
Rauðir fletir, að gítar og bassaleikara undanskildum. Sjálfstæðir tónleikar á Borginni á fimmudagskvöldið.
ana á fimmtudagskvöldið og taka
síðan ákvörðun. Það skildi þó ekki
vera að einkaaðili sæi leiðir til að
græða á íslenskri rokktónlist, þvert
ofan í staðhæfingar hljómplötufyrir-
tækjanna?
Stöndumst kröfur
Ákvörðunin hefur vitaskuld tölu-
verða þýðingu fyrir hljómsveitina.
Útgefendur liggja ekki á lausu. Eins
og er vona hljómsveitarmeðlimir það
besta og æfa fyrir tónleikana á Borg-
inni. Þetta eru fyrstu sjálfstæðu
tónleikar sveitarinnar. Hún ó nokk-
uð undir að vel takist. Sexmenning-
amir eru hvergi smeykir. „Það sem
við erum að gera er að vissu leyti
nýtt hér á landi,“ segir Davíð. „Okk-
DV mynd Óskar
ur finnst þetta efni standast þær
kröfur sem markaðurinn gerir í dag.
Aðalatriðið er 'að gefast ekki upp.
Góður mólsháttur segir að gæfan
fylgi stórhuga mönnum. Við trúum
því.“ -ÞJV