Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Síða 19
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986.
19
Pinochet send-
ix lögxegluna
á smáböxn
Tómhentir standa þeir fyrir framan
heimili sitt í Santa Rosa í Chile.
Rene, sem er ellefu ára, og fjögurra
ára gamall bróðir hans, Juan. Þeir
eru þekktustu götuspilararnir í
Santiago, unnu eitt sinn fyrstu verð-
laun í samkeppni skemmtikrafta sem
chileanska sjónvarpið efndi til og
með peningunum, sem þeir fengu fyr-
ir að spila á götum og torgum,
framfleyttu þeir sjálfum sér og átta
manna fjölskyldu sinni. Fólkið, sem
fór um miðbæ Santiago, elskaði þá.
Hið sama verður ekki sagt um lög-
reglu Pinochets herforingja sem
segir það stríða á móti reglum að
fleiri en fimm safnist saman á götu.
Þess vegna lagði lögreglan hald á
trommur Juans og Rene og eyðilagði
þær.
„Nú eigum við enga möguleika á
að vinna okkur inn pening,“ segir
Rene dapur.
Sjá drauga um allt
Þeir bræður spiluðu af hjartans
lyst alþýðutónlist sem íbúar Sant-
iago þekktu og þótti vænt um. Þessir
hæfileikaríku og geðþekku bræður
og tónlist þeirra færðu gleði í annars
yfirspennt umhverfið. Götutónleikar
þeirra löðuðu að fjölda fólks sem
safnaðist í kringum þá og naut tón-
listarinnar og klappaði drengjunum
lof í lófa.
En það var einmitt það sem var svo
hættulegt. Allavega finnst Pinochet
það. í dag er það forboðið í Chile að
standa saman á götu og hlýða á götu-
leikarana. Það er með naumindum
að fólk kemst upp með að stoppa á
götu til að tala við náungann.
Spennan er svo mikil í Chile í dag
að lögreglan þolir ekki einu sinni
jafnhættulausa samkomu og fólk að
hlusta á börn spila músík. Pinochet
og hans menn sjá drauga um allt.
Hótað fangelsisvist
Rene skelfur enn af hræðslu þegar
hann rifjar upp þann dag sem lög-
reglan tók þá bræður. „Við stóðum
á torginu og spiluðum eins og venju-
lega þegar ég heyrði mömmu hrópa:
„Hlaupið þið. Lögreglan er að
koma!“ En hvað átti ég að gera?
Hvert átti ég að hlaupa? Ég var af-
skaplega hræddur.“
Farið var með þá á næstu lögreglu-
stöð og þar máttu þeir horfa á
lögreglumennina rífa trommumar
þeirra í tætlur. „Ég gleymi þessu
aldrei," sagði Rene. „Einn lögreglu-
mannanna, sem kallaður er Stóri
Lögreglan svipti Aguiiar-fjölskylduna lifibrauði sinu. „Verðum við nú að
stela?“ spyr fjölskyldufaðirinn.
Juan er aðeins fjögurra ára. Þó hef- Bræðurnir Rene og Juan eru þekktir götuspilarar í Chile. En lögreglunni i
ur hann tvisvar sinnum verið Chile er lítið um svoleiðis fólk gefið og handtók þá bræður.
handtekinn af lögreglu Pinochets.
Fótur, sagði við mig að ef hann næði
mér aftur við að spila þá myndi hann
setja bæði mig og mömmu í fangelsi."
Rosa Aguilar, mamma Rene og
Juan, sagði að Rene hefði brotnað
saman og grátið eftir þennan atburð.
I langan tíma á eftir ætlaði hann
ekki að þora að ganga í skólann og
sjái hann lögreglumann frýs hann
af hræðslu, segir hún.
Svarthvítt sjónvarp og dag-
draumar
Þetta var í annað skiptið sem þeir
bræður lentu í lögreglunni. Fyrra
skiptið var fyrir ári, en þá tók lög-
reglan mildilega á þeim, sennilega
vegna þess þá voru drengimir ný-
búnir að vinna til verðlauna í
sjónvarpskeppninni um vinsælasta
skemmtikraftinn. En að vera þekktir
hjálpaði Rene og Juan ekki í seinna
skiptið. „Það hafði lögfræðingur
samband við okkur og bauðst til að
hjálpa en við höfðum ekki efni á
því,“ sagði atvinnulaus faðir bræðr-
anna.
Fjölskyldan býr í Santa Rosa sem
er eitt illræmdasta hverfið í Sant-
iago. Heima eru fjögur börn og fjórir
fullorðnir sem kúldrast saman í
þremur pínulitlum herbergjum. Stof-
an er máluð í bláu og þegar strákarn-
ir hafa ekkert að gera sitja þeir þar
og horfa á svarthvítt sjónvarp og
láta sig dreyma um betri tíma.
er hræddur við tvo litla stráka sem
spila eins og englar.
dagbladet/vaj
Neyðumst til að stela
Fjölskyldan kemst vart af án tekn-
anna sem Juan og Rene öfluðu. Af
þeim fjórum milljónum sem fylla
flokk vinnufærra manna í Chile er
um það bil fjórðungur atvinnulaus.
Aguilar er einn þeirra. Hann fær tvö
þúsund og fimm hundruð pesos í
bætur aðra hverja viku sem er svipað
og Juan og Rene þénuðu á einni
helgi með götuspilinu.
„I fyrra gátum við önglað saman
tuttugu þúsund pesosum og fyrir þá
peninga byggðum við þetta litla
hús,“ sagði Aguilar. „En í dag er
erfiðara að vera á götunum því lög-
reglan er alltaf á eftir strákunum og
reyndar öllum götusölum.
Möguleikamir á að sjá fyrir sér og
sínum eru næstum engir. Maður
hrekst kannski út í þjófnað. Við er-
um jú svöng."
Svo sannarlega daprar framtíðar-
horfur. Allt vegna þess að Pinochet
SHflMTU
Bfa/|/L Bílinn í salinn
I Bíl b
bilasalí 3 fl
höí/in
Lágmúla 7 (bakhús) Sími: 688888
800 ferm sýninearsalur
og bíllinn
er farinn.
BMW 316 og 323 I árg. 1983. Nýja
línan (rá BMW.
eklnn 83 þús. milur. Stórglæsflegur
lúxusvagn meö öllum búnaði. Alveg
einstakur bíll sem tekið er eftir.
tærslu.
Sport árg. 1981 og 1984.
Opið mánud.-föstud. frá kl. 9-19, laugardaga frá kl. 10-18.
Simi 68 - 88 - 88
Subaru 4x4 sL árg. 1982, ektnn að-
elns 40 þús. km. Eigum einnlg árg.
1983-1
Mazda RX-7 árg. 1980 og 1981. Mjög
falleglr sportbilar.
Golf GTI árg. 1982, ekinn 73 þús. Chevrolet Corvetta L-88 H! perfor-
km, sóllúga, sportfelgur, litað gler, mance árg. 1977. Bfll sem hægt er
5 gfra. Skipti á ódýrari bil. að fara með myndlna af I Hollý.
HÁRLAGNINGARFROÐA
MEÐ HÁRNÆRINGU
Það er þess virði að
kanna hvað SHAMTU
getur gert fyrir þitt hár.
SHAMTU hárlagning-
arfroða með næringu
heldur hárlagningunni
frjáislegri og léttri og
fer vel með hárið.
SHAMTU
HÁRLAGNINGARFROÐA
MEÐ
HÁRNÆRINGU
fyrir:
SVenjulegt hár
Feitt hór
m Slitið hár
|f; Einnig ein teg.
^ sérstaklega fyrir
karlmenn.
Undirstrikaðu
glæsileik hársins
með:
(SHflMTU)
Heildsala:
Kaupsel
Laugavegi 25
S: 27770 og 27740