Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Side 20
20
LAUGARDAGUR 13. SEPTJíMBER 1986.
Fimmtíu ár frá því Pourqoui pas? fórst við Mýrar
Fyrir fimmtíu árum lagði úr höfn
í Reykjavík stórt og glæsilegt þrí-
mastrað seglskip. Þetta var franska
hafrannsóknarskipið Pourqoui pas?
og var ferð þess heitið til Kaup-
mannahafnar. Skipið hafði oft áður
komið til Reykjavíkur og íslendingar
höfðu mætur á því og leiðangurs-
stjóra þess, hinum heimskunna
vísindamanni og íslandsvini, dr.
Jean Charcot.
Fjörutíu manna áhöfn var á skip-
inu: fimm vísindamenn, sjö yfirmenn
og tuttugu og átta óbreyttir sjóliðar,
allir fullir tilhlökkunar að halda
heim að loknum vel heppnuðum leið-
angri. En það átti ekki fyrir Pour-
qoui pas? að liggja að ná landi í
heimahöfn. Þessi ferð reyndist hinsta
ferð þessa glæsta skips. Pourqoui
pas? fórst við Mýrar í aftakaveðri
sem gekk yfir landið þann 16. sept-
ember 1936 og með því þrjátíu og níu
menn, þar á meðal dr. Charcot.
Aðeins einn úr áhöfninni, þriðji
stýrimaður, Eugene Gonidec að
nafni, þá tuttugu og níu ára gamall,
komst af við illan leik í þessu sjó-
slysi, einhverju því mesta sem orðið
hefur við íslandsstrendur.
Franskt herskip, Vauquelin, kom
til Reykjavíkur í gær til að minnast
þessa hryggilega atburðar.
Allt gengur vel - hvers vegna
ekki?
Fréttin um hin hörmulegu örlög
Pourqoui pas? vakti heimsathygli,
enda skipið talið hið mesta fyrir-
myndar rannsóknar- og leiðangurs-
skip og dr. Charcot var heimskunnur
vísindamaður.
Hann var fæddur í París árið 1867
og hafði ungur hafið vísindastörf.
Dr. Charcot hafði meðal annars
fúndið strandlengjur sem enginn
vissi um áður og hann komst lengra
suður í Suðuríshafið á skipi en nokk-
ur annar hafði komist.
Pourqoui pas? var smíðað fyrir
Charcot 1908 og réð hann nafhi þess
en Pourqoui pas? þýðir nánast: hvers
vegna ekki? Sagt er að það hafi ver-
ið orðtak dr. Charcots við förunauta
sína: Allt gengur vel - hvers vegna
ekki?
Dr. Charcot var af mörgum nefndur
göfugasti vísindamaður heims og
hann var öllum harmdauði sem hann
þekktu, ekki síst fslendingum. Dr.
Charcot var mikil fslandsvinur og
heimsótti landið oft. Honum þótti
vænt um ísland og íslendinga og
þeim um hann. Dr. Charcot var með-
al annars sæmdur fálkaorðunni hér
og eftir dauða hans var honum reist-
ur minnisvarði sem Ríkarður Jóns-
son myndhöggvari gerði og stendur
fyrir framan jarðfræðihús Háskól-
ans.
Óveðrið brestur á
Pourqoui pas? var að koma úr
rannsóknarleiðangri til Suður-
Grænlands. Bilunar hafði orðið vart
í hjálparvél skipsins og var danska
varðskipið Hvidbjomen fengið til að
draga það til Reykjavíkur þar sem
gert var við ketil þess.
Að viðgerð lokinni hélt skipið úr
höfn og var veður hið besta. En blik-
ur voru á lofti. Djúp lægð nálgaðist
landið og spáð var sunnan hvass-
viðri eða stormi um allt land þegar
líða tæki á kvöldið.
Óveðrið hitti Pourqoui pas? fyrir
um sexleytið um daginn þann 15.
september en þá var skipið nýlega
komið fyrir Garðskaga. Var þá
ákveðið að snúa við og halda aftur
til Reykjavíkur og liggja þar í vari
uns veðrinu slotaði.
Fyrstu vísbendingar um þetta sorg-
lega slys tóku að berast að morgni
miðvikudagsins 16. september. Bónd-
inn í Straumfirði, Guðjón Sigurðs-
son, hafði farið ásamt átján ára
gömlum fóstursyni sínum, Kristjáni
Þórólfssyni, að huga að heysætum
snemma mörguns og komu þeir þá
auga á skip er sýnilega hafði strand-
að á Hnokka, en svo er kallað kollótt
sker framundan Straumfirði sem
kemur upp á fjöru.
Engin hjálp úr landi
Guðjón gerði Slysavamafélaginu
viðvart og sagði jafnframt að engri
hjálp yrði viðkomið úr landi sakir
brims. Það var klukkan hálfníu.
Slysavamafélagið gerði þegar ráð-
stafanir til þess að skip yrðu send á
vettvang. Kom það því til leiðar að
vélbáturinn Ægir frá Akranesi fór á
staðinn með línubyssu og önnur
björgunartæki. Jafnframt fóru á
vettvang varðskipið Ægir og danska
varðskipið Hvidbjomen.
í fyrstu var ekki fullvíst hvaða skip
þetta var en líkur bentu til þess að
þetta væri Pourqoui pas? því það
sást úr landi að um þrímastrað segl-
skip var að ræða. Síðar fréttist að
farið væri að reka úr skipinu, meðal
annars björgunarhring með nafni
þess.
Vegna veðurofsans komust varð-
skipin Ægir og Hvidbjornen ekki
lengra en upp að Þormóðsskeri en
upp úr hádeginu tókst vélbátnum
Ægi að komast alveg upp að skips-
flakinu. Gátu björgunarmenn þá
gengið úr skugga um að enginn væri
lifandi á flakinu. Var þá hafist handa
við að ná líkum skipverja.
Bjargað við illan leik
Er Guðjón bóndi fór heim að bæ
að tilkynna slysið varð Kristján,
fóstursonur hans, eftir niðri við
ströndina. Veitti hann þá athygli
rekaldi sem bar að ströndinni. Sá
hann fljótlega að þetta mundi vera
landgangur skipsins og lá maður
hálfur á honum. Án þess að hugsa
um hættuna stökk Kristján í sjóinn
og náði taki á hendi mannsins. Skall
þá yfir ólag sem hreif þá báða með
sér.
Um síðir tókst svo Kristjáni að ná
taki á klettanibbu og halda sér með-
an fjaraði undan þeim. Stóð hann
þá upp, þreif hálfineðvitundarlausan
mannínn og gat komið honum fyrir
á klettasyllu og kleif sjálfur upp á
eftir.
Skömmu síðar kom svo Guðjón á
vettvang og hjálpuðust þeir að við
að bera manninn upp brekkuna heim
að bænum. Sú ferð varð skipbrots-
manninum erfið, enda var hann
allþjakaður. Var hlúð að honum eft-
ir föngum í Straumfirði. Eftir
nokkurn svefn hresstist maðurinn
og vildi hann þá óðar fara niður í
fjöru og sjá líkin er rekið hafði. Varð
honum mjög um þá sjón.
Gonidec stýrimaður var sá eini sem
komst lífs af og því einn til frásagnar
um þetta hörmulega slys og aðdrag-
anda þess.
Villst af leið
Skerið Hnokki er um hálftíma róð-
ur frá ströndinni. Kunnugir segja að
ef Pourqoui pas? hefði rekið fram hjá
þessu skeri hefði það komist alveg
upp í landsteinana því innan við
skerið var alldjúpt og hefði skipið
þá komist á stórskipaleiðina inn að
Straumfirði.
Eins og fyrr var sagt hafði skipið
snúið undan veðrinu en menn áttu
erfitt með að átta sig á af hverju
skipið var á þessum slóðum. Voru
uppi um það getgátur meðal far-
manna að skipverjar hefðu ekki
Síðasta myndin sem tekin var af hafrannsóknarskipinu Pourqoui pas? Tekin er skipið lét úr höfn í Reykjavík þann 15..september.