Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986.
21
Gonidec ásamt lifgjafa sinum, Kristjáni Þórólfssyni. Til hægri er svo land-
gangurinn sem Gonidec náði svo traustu taki á.
Þar sem Pourqouis pas? bar að landi er einn hættulegasti strandstaður
allrar strandlengju íslands. Skerjagarðurinn við Mýrar nær langt út frá
ströndinni og þar hafa orðið mörg hörmuleg sjóslys.
Faxaflói
Hnold0^
Akrám
iorgarfjör&ur
Líkin í fjörunni. Fremst má sjá lík dr. Charcots.
áttað sig rétt á vitum og því villst
af leið. Þeir hefðu tekið Akranesvita
fyrir Gróttuvita og skipsmenn því
ekki vitað hvert þeir fóru.
Frásögn Eugene Gonidec af at-
burðum næturinnar renndi frekari
stoðum undir þessa skoðun manna.
Árekstur við Hnokka
Gonidec var á vakt frá miðnætti
til klukkan fjögur þessa örlagaríku
nótt. Að vaktstöðu lokinni fór hann
undir þiljur og hugðist leggja sig.
En lætin í veðrinu komu í veg fyrir
allan svefn og Gonidec fór aftur upp
á stjórnpall. Skipherra og dr. Charc-
ot voru einnig á stjómpalli. Stormur-
inn var óskaplegur og fékkst ekki
við neitt ráðið. Samkvæmt frásögn
þriðja stýrimanns mun skipið hafa
villst af leið og rekið stöðugt undan
vindi.
Skömmu eftir að Gonidec kom aft-
ur upp á stjórnpall var hann sendur
undir þiljur eftir sjókorti. Hann telur
að það hafi verið um klukkan kortér
gengin í sex sem hann kom aftur upp
og í þeim svifum steytti skipið á
skeri. Sáu þeir af stjórnpallinum að
þeir vom komnir inn í mikinn skerja-
klasa.
Leki kom að skipinu og vél þess
stöðvaðist. Ætluðu skipverjar þá að
fara að nota dælurnar en þær gengu
ekki. Vom þá undin upp segl, stór-
segl og fokka. En nú sentist skipið í
öldurótinu, svo að segja af einu sker-
inu á annað, uns það steytti á skerinu
Hnokka, nú af meira afli en nokkm
sinni fyrr. Brotnaði þá framstefni
Pourqoui pas? svo mjög að sýnt var
að ferð þess yrði ekki lengri. Taldi
stýrimaður að klukkuna hefði þá
vantað um það bil kortér í sex.
Bjargi sér hver sem best hann
getur
Skipveijar höfðu þá allir fengið
björgunarbelti eða bjarghring og
sumir höfðu flotholt á handleggjun-
um. Var strax hafist handa við að
leysa björgunarbátana en fljótlega
kom í ljós að ekkert gagn yrði í þeim.
Sumum hvolfdi en aðrir brotnuðu
strax eða sukku.
Það síðasta sem Gonidec heyrði til
skipherrans var að hann sagði skip-
verjum að hver yrði að reyna að
bjarga sér sem best hann gæti. Sá
hann jafnframt hvar dr. Charcot
gekk undir þiljur til káetu sinnar til
að leysa úr haldi vin sinn, mávinn.
Mávur þessi hafði komið fljúgandi
til þeirra þegar skipið var við Græn-
land og hafði dr. Charcot á honum
mikið dálæti og kallaði hann aldrei
annað en vin sinn.
En þegar svona var komið bjargaði
hann mávinum upp á þiljur svo hann
gæti fleygur farið ferða sinna þegar
skipverjar vom komnir í heljargreip-
ar.
Ötrúleg björgun
Gonidec hafði í fyrstu ætlað um
borð í einn stóm bátanna en hann
slóst utan í skipið og brotnaði í spón.
Gekk hvert ólagið af öðm yfir skipið
og hreif mennina útbyrðis hvem á
fætur öðmm. Eugene Gonidec tók
einnig frá borði og kastaði hrotsjór
honum nokkuð frá skipinu.
Náði hann að komast í litla doríu
en henni hvolfdi fljótlega. Synti hann
þá stuttan spöl og náði í bjálka en
skömmu síðar sá hann landgöngubrú
skipsins á floti og náði í hana. Greip
hann traustu taki um bnina og hélt
_________________________________-c
því enn er honum var bjargað í lend-
ingu í Straumfirði.
Þetta var ótrúleg björgun, svo ekki
sé meira sagt, og sögðu kunnugir í
Straumfirði og þar í grennd að það
hefði gengið kraftaverki næst að
maðurinn skyldi komast lifandi í
land. i
Brekkan þakin líkum
í Morgunblaðinu þann átjánda
september 1936 er að finna eftirfar-
andi frásögn Árna Óla blaðamanns
af aðkomunni í Straumfirði. „Öll lík,
en þau em 22, sem fundist höfðu er
hér var komið við sögu, hafa verið
flutt að Straumfirði.
Þau hafa verið lögð hlið við hlið í
túnbrekku skammt frá bænum. Er lík
dr. Charcots í miðju. Hann er klædd-
ur bláum ferðafötum með svart
hálsbindi, á gulum leðurstígvjelum.
Flest em líkin alklædd. En af
klæðnaði nokkurra verður sjeð, að
mennirnir hafa klætt sig í flaustri.
Sum em líkin berfætt.
Lík skipslæknisins Parat er með
óbrotin gleraugu.
Ef nokkur líkanna væm ekki með
sár á höfði, er líkast því, sem þarna
séu menn sofandi, því ró og friður er
í svip þeirra, en engin angist.
Um alla strandlengjuna á Álftanesi
og í Straumfirði em nú haugar af
rekaldi. Þar em stór flök af skipinu,
bátabrak og bjálkar.
Innan um þetta eru brotin hús-
gögn, skápar og skrifborð, skúffur
og hillur, bjarghringir og fatnaður.
Þar eru brot af allskonar vísindaá-
höldum og smáhlutir ýmsir, kerti og
brúður, eða annað smálegt, sem skip-
verjar hafa haft sér til gamans.“
Nötraði af geðshræringu
í Morgunblaðinu þann nítjánda er
svo að finna frásögn Árna óla af því
er fundum Gonidec og franska ræðis-
mannsins bar fyrst saman eftir slysið.
„Hann var í fötum sem honum
höfðu verið lánuð af bænum, og voru
honum alltof stór, því að hann er
lágur maður, en hnellinn að sjá og
herðabreiður. Berhöfðaður var hann, ’
og flaksaðist kolsvart hárið í storm-
inum.
Þegar hann sá franska ræðismann-
inn fór hann að hágráta og nötraði
af ekka og geðshræringu.
Köfnuðu fyrstu orðin í hálsi hans,
en hann jafnaði sig þó furðu fljótt
og fór að segja frá slysinu í stórum
dráttum. En hvað eftir annað rann
út í fyrir honum og varð lítið sam-
hengi í frásögninni. Var það síst
furða, þar sem hann var svo að segja
nýsloppinn úr hinum ægilegasta lífs-
háska og hafði misst alla félaga sína,
39 talsins, í einu vetfangi. Var auð-
sjeð og auðheyrt að hann var alls
ekki með sjálfum sér.“
Allt fólkið í Straumfirði hafði tekiðv'
ástfóstri við Gonidec og hann ekki
síður við það. Þetta mátti glöggt sjá
er hann kvaddi. Hann gat ekki látið
tilfinningar sínar í ljós með orðum
en hann faðmaði hvern mann grát-
andi að sér og kyssti á báðar kinnar.
Gengnar fjörur
Næstu dagana eftir strandið voru
fjörur gengnar á Mýrum en ekki
fiindust fleiri lík. Franski sendiherr-
ann hafði gefið fyrirmæli um að allt
sem ræki úr skipinu skyldi hirt og
það sem heillegt reyndist af vísindaá-
höldum og persónulega muni skip-
verja skyldi senda til Frakklands.
Annað máttu bændur hirða og var
ákveðið að hafa ekki uppboð á ‘
strandgóssinu.
Til stóð að vélbáturinn Ægir tæki
lík mannanna og flytti þau út fyrir
skerjagarðinn þar sem Hvidhjornen
tæki við þeim og flytti þau til Reykja-
víkur. Vegna veðurs reyndist það
ekki framkvæmanlegt og var afráðið
að Ægir sigldi með lík skipverja til
Akraness.
Ekki reyndist heldur unnt að færa
líkin yfir í Hvidbjornen á Akranesi
og varð úr að bæði vélbáturinn og
varðskipið sigldu í var inn á Viðeyj-
arsund og voru líkin færð yfir í .
Hvidbjomen þar og stefnan síðan '
tekin á Reykjavík.
Franska stjómin sendi herskipið
L’Audacieux og flutningaskipið
L’Aude til þess að sækja lík skip-
verja af Pourqoui pas? Áður en líkin
vom flutt um borð fór fram íjölmenn
minningarathöfii í Landakotskirkju.
-VAJ