Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Page 22
22 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986. 9 Áfangakerfið festist í sessi Síðustu ár hefur skólamenn grein á um hvort betra sé að skipuleggja nám í framhaldsskólum samkvæmt hefðbundnu bekkjakerfi eða áfanga- kerfi. Áfangakerfið var fyrst reynt í Menntaskólan- um við Hamrahlíð árið 1972 og hefur verið tekið upp af flestum skólum sem síðan hafa verið stofnaðir. Áfangakerfið þýðir að nemendur geta í stórum dráttum ráðið námshraða og áherslum í náminu. Á móti kemur að nemendur skiptast ekki niður í hópa eða bekki sem fylgjast að í náminu og verða fyrir vikið rótlausari í náminu. Einnig hefur því verið haldið fram að nemend- ur geti með útsjónarsemi komist léttar frá náminu ef það lýtur áfangakerfi en ef þeim er gert að ljúka náni hvers árs áður en áfram er haldið. Almennt er viðurkennt að bekkjakerfið veitir meira aðhald en það heftir um leið frelsi til að skipuleggja námið eftir hæfileikum og getu hvers og eins. Sá kostur hefur m.a. orðið til þess að í vetur á að reyna vísi að áfangakerfi á síðasta náms- ári í nokkrum grunnskólanna. Á sama tíma er rætt um að endurbæta áfangakerfi framhalds- skólanna þannig kostir bekkjakerfisins komi þar fram, í það minnsta í upphafi náms. Við ræddum við þijá skólamenn um skipulag náms í framhaldsskólunum og horfur á breyt- ingum í náinni framtíð. Meiningar eru deildar en hitt þó ljóst að á næstu árum á áfangakerfið eftir að festast betur í sessi er verið hefur. GK Örnólfur Thorlacius. Höldum fast viö áfanga- kerfiö - segir Örnólfur Thorlacius, skólameistari MH „Það hafa ekki komið fram alvarleg- ar hugmyndir um að hafna áfanga- kerfinu. Hins vegar erum við skólamenn alltaf ósáttir við eitthvað, sem hetur fer, annars breyttist ekk- ert,“ sagði Örnólfur Thorlacius, skólameistari Menntaskólans við Hamrahlíð. „Nú fyrir veturinn höfuð við aðeins endurskoðað einstaka áfanga en það er ekki um gagngera uppstokkun að ræða.“ Áfangakerfið, sem nú er í stórum dráttum notað í framhaldsskólum, varð á sínum tíma til í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Þar var það fyrst notað haustið 1972 um leið og ákveðið var að leggja hefðbundið bekkjakerfi niður. Þegar Hamrahlíð- arskólinn var stofnaður fyrir 20 árum var bekkjakerfið tekið upp að hætti framhaldsskólanna sem fyrir voru. Áfangakerfið var á sínum tíma mjög umdeilt og talið að andstæðing- unum boða hnignun menntunar í landinu. Reynslan hefur þó orðið sú að æ fleiri skólar hafa tekið það upp. Fjölbrautaskólarnir hafa fylgt því þrátt fyrir að efasemdarraddir um ágæti þess hafi aldrei þagnað. Einn af vanköntunum er að tengsl nem- endanna við skólann verða sjaldan jafnsterk og þegar þeim er skipað í bekki. Hins vegar er námsefnið í áfangakerfinu í höfuðdráttum það sama og þegar náminu er skipt niður eftir bekkjum. „I upphafi var ramminn um áfangakerfið sá sami og í bekkjakerf- inu,“ sagði Örnólfur Thorlacius. „Það sem vinnst við áfangakerfið fyrir nemendur er meiri sveigjanleiki og meiri möguleikar fyrir hvem og einn að ráða námshraða sínum. Hins vegar eru nemendur óneitanlega meira einir á báti í náminu. Við höf- um nú í haust tekið upp stuttan námsáfanga með námsráðgjöf og kynningu á skólanum til að auka tengsl nemendanna við hann,“ sagði Ömólfur Thorlacius. GK einstakur jeppi, einn eig- andi, glæsilegur bíll meö fjölda aukahluta. e Ramcharger 1978, aðeins 60.000 km, sjálfskiptur, vökvastýri o.fl. Skipti á ódýrari. sérflokki GMC árg. 1978, yfirbyggður hjá R. Valssyni, vönduð klæðning, sjálfskiptur, vökva- og veltistýri, rafdrifn- ar rúður o.fl. Lítið ekinn, einn eigandi - skipti á ódýrari. Wagoneer 1978, 8 cyl., sjálf- skiptur, vökvastýri. Mjög fallegur bíll í góðu Skipti á ódýrari. Cherokee 1979, sjálfskiptur, vökvastýri, jeppi á góðu verði og kjörum eða skipti á ódýrari bíl. Opið í dag 1-5 CHRYSLER SK®DA úytiS?, JÖFUR Nýbýlavegi 2 - Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.