Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Page 23
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986. Kemur mér ekki við - segir Guðni Guðmundsson, rektor MR „Þetta tal um að koma á áfanga- kerfi fyrir alla framhaldsskólana kemur mér ekki við,“ sagði Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskól- ans í Reykjavík. „Hjá okkur eru engar meiriháttar brey tingar í vænd- um aðrar en að við ætlum að auka tölvukennslu.“ - Nú er í undirbúningi að samræma áfangakerfi fyrir tvö fyrstu árin hjá öllum framhaldsskólum í landinu. Ætlar MR einnig að standa að þess- um breytingum? „Ég hef heyrt um þessar hugmynd- ir en mér vitanlega stendur ekki til að breyta MR i fjölbrautaskólann við Lækjargötu." - Er bekkjakerfið með öðrum orðum betra en áfangakerfið? „Já, það er betra en áfangakerfið vegna þess að það er viðkunnan- legra. Bekkjakerfi er auk þess þrautreynt og hefur fyrir löngu sann- að ágæti sitt. Auðvitað er best að hver hafi það kerfi sem honum líkar best en á meðan okkar menn fara ekki að falla unnvörpum þegar kom- ið er í háskóla þá breytum við ekki okkar kerfi.“ Til Menntaskólans í Reykjavík er sótt fyrirmyndin að bekkjakerfinu sem ríkti í framhaldsskólunum fram til þess að áfangakerfið var fundið upp. Þetta er gamla hefðin frá tímum latínu- og lærðra skóla. Enn er bekkjakerfið við lýði í mörgum fram- haldsskólanna. Víða hefur það þó verið samræmt áfangakerfinu á þann veg að einstökum námsgreirium er skipt í áfanga sem síðan er skipt nið- ur eftir bekkjum. Ókosturinn sem þessu fylgir er að takmarkað samræmi er milli námsins í einstökum skólum þannig að erfið- leikum getur verið bundið að skipta um skóla og eftir sem áður er náms- hraði ákveðinn af skólanum. - Guðni var spurður hvort hann teldi óæskilegt að samræma námið í fram- haldsskólunum meira en verið hefur? „Já, ef steypa á allt framhalds- \ skólanám í eitt kerfi þá þýðir það meiri miðstýringu en skólamir hafa gott af.“ - Ætlar þú að beita þér gegn hugsan- legum breytingum? „Ég hef nóg að gera við að stjórna þessum skóla. Ég fylgist lítið með umræðum, leiðast fundahöld og sæki helst ekki ráðstefnur," sagði Guðni Guðmundsson. GK Áfangakerfi fyrir framhaldsskólana í mótun: Þarf ekki að leiða til miðstýringar segir Karl Kristjánsson hjá skólarannsóknadeild „Það er ekki áhugi á að samræma nám i framhaldsskólunum nema að vissu marki. Þetta á að verða víður rammi sem skólunum er gert að starfa eftir,“ sagði Karl Kristjáns- son, starfsmaður skólarannsókna- deildar menntamálaráðuneytisins. Hann hefur undanfarið ár unnið að endurskoðun á áfangalýsingum fyrir framhaldsskóla. „Ætlunin er að þessar nýju áfanga- lýsingar verði teknar upp af öllum framhaldsskólunum á næsta hausti. Öllum framhaldskólum hefur verið boðið að vera með. Þetta er mikið nauðsynjamál fyrir áfangaskólana. Upphafið var að þeir höfðu samband við ráðuneytið vegna endurskoðunar á námsáföngunum. Við getum síðan sagt að bekkjaskólarnir hafi fylgst með úr fjarlægð. Auk venjulegs menntaskólanáms tekur þetta einnig til iðnfræðslunnar. Meiningin er að taka meira tillit til atvinnulífsins en verið hefur. Þá er ekki nóg að skipu- leggja nám sem talið er koma at- vinnulífinu vel heldur verður að skipuleggja námið í samráði við full- trúa atvinnulífsins." - Er þetta liður í undirbúningi fyrir samræmd lög um framhaldsskóla? „Þetta starf, sem hér er unnið, tek- ur einungis til inntaks námsins. Hitt er annað mál að lengi hefur staðið til að semja ný lög um framhalds- skólana." - Þýðir samræming námsáfanganna, sem nú er í mótun, að bekkjakerfi leggist niður? „Ekki vegna þessarar námsskrár- gerðar vegna þess að hún á að notast jafnt í áfanga- og bekkjaskólum. Hins vegar verður ekki fram hjá því gengið að áfangaskólarnir eru miklu fleiri en hinir og það kerfi hefur ör- ugglega fleiri kosti en bekkjakérfið þegar um stóra skóla er að ræða. Afangakerfið er samt sem áður ekki gallalaust. Einkum er það fé- lagslega hliðin sem veldur mönnum áhyggjum. Hóparnir eru svo sundur- lausir og nemendum hættir við að einangrast. En ég held að það sé miklu nær að endurbæta áfangakerf- ið heldur en að hverfa aftur til bekkjakerfisins. Annað vandamál er það að kostir áfangakerfisins nýtast ekki til fulls í litlum skólum. Þar verður að tak- marka valið verulega til þess að einstakir áfangar verði ekki of fá- mennir til að hægt sé að kenna þá. Litlu skólarnir geta engu að síður kennt áfangana þótt náminu sé í aðalatriðum skipt eftir bekkjum." - Heldur þú að þessar hugmyndir um samræmingu næti ándstöðu? „Það verður bara að koma í ljós. Enn sem komið er hefur ríkt sam- staða um þetta starf. Eðlilega örlar á ótta við að samræmingin leiði til miðstýringar. Það þarf þó alls ekki að vera því hér er ekki verið að sníða skólunum þröngan stakk,“ sagði Karl Kristjánsson. -GK Karl Kristjánsson, starfsmaöur skólarannsóknadeildar. LEiKFÉLAG REYKIAVlKUR SÍM116620 Leikhússtjóri Staða leikhússtjóra Leikfélags Reykjavikur fyrir timabilið 1. september 1987 til 31. ágúst 1990 er laus til umsóknar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf að hluta 1. janúar 1987. Umsóknir sendist formanni Leikfélags Reykjavikur i póst- hólf 208, 121 Reykjavik, i síðasta lagi 10. október 1986. Stjórn Leikfélags Reykjavikur laus störf Starfsmann vantar nú þegar á saumastofu Þjóöleik- hússins. í starfinu felst búningasaumur fyrir konur og karla, ásamt fleiru. Reynsla í alhliða saumaskap áskilin. Einnig vantar rafvirkja til starfa i Ijósadeild. í starfinu felst lýsing leiksýninga, raflagnir í Þjóðleikhúsinu og eftirlit og viðhald Ijósatækja. Ráðningarkjör eru sam- kvæmt kjarasamningi BSRB og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar eru veittar í Þjóðleikhúsinu, Hverf- isgötu 19, sími 1-12-04, en umsóknum ber að skila þangað á sérstökum eyðublöðum fyrir 18. september. Þjóðleikhússtjóri. Lœrið að fljúga unfflJ&MSSON LESURIXí FLlk»SKft~? Flugkennsla alla daga og öll kvöld. Einkaflugmannsnámskeið hefst 19. september næstkomandi. Væntanlegir nemendur hafi samband sem fyrst. Góðar kennsluvél- ar og fín aðstaða. Eldri nemendur okkar, rifjið upp flugið og náið fyrir réttindum. FLUGSKÖLI HELGA JÓNSSONAR, Reykjavíkurflugvelli, sími ioæo TOGGURHF. SAAB UMBOÐIÐ Bíldshöfða 16 - Símar 681530 og 83104 Seljum 1 dag i Saab 900 turbo 16. árg. 1986, 3 dyra, Saab 900 GLS ðrg. 1982, 3 dyra, Ijós- grásans, beinskiptur, 5 gira, ekinn 7 blár, sjálfskiptur, ekinn 71 þús. km, þús. km. Allur með rafmagni og fl. góður bill. Verð 330 þús. Verð 830 þús. Saab 9000 turbo 16. órg. 1986. 5 Saab 99 GL árg. 1982, 4 dyra, drapp. dyra, svartur og leðurklæddur, bein- beinskiptur, 5 glra, ekinn 74 þús. km. skiptur, 5 gira, ekinn aðeins 7 þús. Mjög góður bill. Verð 300 þús. km. Sem nýr bíll. Verð 940 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.