Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986. 7. flokks í Garðabæ FH ogKR 22. ágúst sl. fór fram hraðmót í 7. flokki á vegum Stjömunnar í Garðabæ. Þátttökulið voru KR, Stjaman og FH og kepptu bæði A- og B-lið fyrmefndra félaga. Logi Ólafsson, þjálfari 7. fl. Stjömunnar, kvað hér vera um tilraunamót að ræða og væri það mikið áhugamál þeirra Stjömu- sigruðu í maima að mótið yrði árviss viðburður. Allir leikimir fóm fram á grasvellinum í Garðabæ. FH sigraði í keppni A-liða og KR í keppni B-liða. Orslit leikja urðu sem hér segir: A-lið: Stjaman-FH 0-6 hraðmóti (Mörk FH: Amar Þór Viðarsson 3, Ólafur Stefansson, Guðmundur Sævarsson og Jóhann Pálsson 1 mark hver). KR-FH 2-4 (Mörk FH: Amar Þór Viðarsson 3 mörk, Ólafur Stefánsson 1. Mörk KR: Edilon Hreinsson og Amar Sig- urgeirsson. Stjaman-KR 2-4 (Mörk KR: Guðjón Ingi Guðmunds- son 3 og Bjöm Jakobsson 1. - Mörk Stjömunnar: Hilmar Sveinsson og Hinrik Svavarsson). B-lið: Stjaman-KR 0-7 (Mörk KR: Edilon Hreinsson 4, Markús Bjamason og Atli Þór Al- bertsson 1). KR-FH i_o (Mark KR: Edilon Hreinsson); FH-Stjaman 4-0 (Mörk FH: Trausti Guðmundsson 3 og eitt sjálfsmark). -HH Knattspyma unglinga ÍE Z ™“^óðuTvar^a ^ °V-mynd HH „Maður verður að fara að hætta þessu sælgætisáti“ Hinn bráðefnilegi drengjalandsliðs- maður úr KA, Halldór Kristinsson, varspurður hvemig honum hefði líkað dvölin að Laugarvatni á dögunum, en þar æfðu unglingalandsliðin í vikut- íma ásamt meðlimum úr knattspymu- skóla KSÍ. Hann hafði þetta að segja: „Mér hefúr líkað dvölin hér alveg ofealega vel. Hér hefur maður kynnst mörgum skemmtilegum strákum og hefúr andinn verið alveg frábær. Lárus Loftsson hefur stjómað þessu alveg eins og herforingi. Einnig hefur koma Sigi Held landsliðsþjálfara vakið margar spumingar hjá manni. Það var einnig mjög fróðlegt að heyra um sam- skipti dómara og leikmanna hjá Guðmundi Haraldssyni dómara og um íþróttameiðsl sem Siguijón Sigurðsson fjallaði um. Ekki síst áhugaverð var uppfræðslan um mataræði hjá Jóni Gíslasyni og greinilegt að maður verð- ur að fara að hætta þessu sælgætisáti og huga betur að því hvað maður læt- ur ofan í sig. Áhugi minn hefur aukist á knatt- spymu við veruna héma og ósjálfiátt setur maður markið hærra,“ sagði hinn hressi KA-maður. Halldór Kristinsson, KA. 4. flokkur A: Sigurganga Fylkis heldur áfram IFylkir og KR áttust við á Fylkis- velli í 4. fl. A sl. laugardag. Það | er skemmst frá að segja að Fylkis- strákamir sigruðu, 7-1. Staðan í hálfleik var 3-0. Mörk fyrri hálf- leiks gerðu þeir Axel Axelsson, rhallur D. Jóhannsson, framherji i 4. fl. FyMj. J*" '* smmtilega tilburði í leiknum gegn KR. Hér >** itann á brjóstið eftir fyrirgjof. ____________________ _ Grétar Grétarsson og Gunnlaugur Ingibergsson. Mörk síðari hálfleiks gerðu Þór- hallur Jóhannsson það fyrsta, Kristinn Tómasson, 2 þau næstu, og lokarnarkið gerði Axel Axels- son. Mark KR gerði Óskar Þor- valdsson. Eins og úrslitin gefa til kynna vom yfirburðir hinna stæðilegu Fylkisstráka miklir í þessum leik. Það em jafnir strákar í liðinu. En athygli vakti þó aukin tækni hjá þeim Þórhalli D. Jóhannssyni og Kristni Tómassyni sem sýndu meira öryggi en oft áður við mót- töku og knattrak. Greinilegt er að Fylkisstrákamir em á réttri leið. KR-liðið er skipað mun minni strákum og áttu þeir oft í erfiðleik- um af þeim sökum. Þeir náðu þó oft skemmtilega saman en kraftinn vantaði til að útfæra hlutina. Mest áberandi í KR-liðinu vom þeir Sig- urður Jóhannsson, Óskar Þor- valdsson og Þorsteinn Þorsteins- son. -HH Hraðmót KSÍ á Akureyri Helgina 29.-31. ágúst sL fór fram á Akur- eyri hraðmót í 3. flokki á vegum KSÍ. - Frá Reykjavík mættu lið frá KR, Víkingi og Fram. Frá Akureyri Þór og KA. Einnig voru lið frá Leikni, Fá. Hvöt hætti við þátt- töku og var þvi brugðið á það ráð að bræða saman lið með vara- og skiptimönnum KR og Fram og fékk nafhið KRAM. f A-riðli léku KR, KA, Víkingur og Þór B-lið. f B- riðli: Þór A-lið, Fram, Leiknir, Fá., og KRAM. Úrslit leikja urðu sem hér segir KR-Þór B 7-0 Þór A-KRAM 5-0 KA-Víkingur 1-í Fram-Leiknir F. 7-0 Þór B-Víkingur 0-2 KRAM-Leiknir F. 0-2 KR-KA 3-1 Þór A-Fram 2-3 KA-Þór B. 2-2 Fram-KRAM 6-3 Víkingur-KR 1-0 Leiknir F-Þór A 0-7 Úrslitaleikirnir Á sunnudeginum var síðan leikið um sæti. Úrslit leikjanna urðu sem hér segir. 1.-2. sæti: - Fram-Víkingur 2-1 3.-4. sæti: - KR-Þór A 1-3 5.-6. sæti: - KA-Leiknir F. 7-1 7. sæti: Þór B. - Meiðsli komu upp hjá KR og Fram og leystist þvi KRAM-liðið upp í úrslitakeppninni um sæti. Það var álit manna að þetta hraðmót hefði tekist vel. Menn söknuðu þó liða eins og til dæmis frá Völsungum á Húsavík sem verða nýliðar í 1. deild að ári og uppbygg- ingaþörfin því brýn. Einnig frá KS á Siglufirði þar sem einnig er mikið líf í knatt- spymunni. -HH Þjálfum lakari fórinn sem fyrst Ekkert er jafnaumkunarvert og sjá leikmenn, allt upp í mfl., þurfa að laga sig til, jafnvel snúa sér í hálf- hring, til þess að geta beitt „betri fætinum". Slíkt hlýtur að hindra eðlilegar, tæknilegar framfarir, ef sá hinn sami þarf ávallt að hafa efet á blaði að vera þannig staðsettur að betri fóturinn sé ávallt til reiðu. Kringumstæður gætu kallað á ann- að. Vettvangur 6. flokks Það hefur alltaf verið mín trú að allar þær tækniæfingar sem eiga sér stað í 6. fl. eigi m.a. að miðast við það að drengurinn sé búinn að ná algjörum tökum á verri fætinum. Ef þannig er unnið gæti hann aukið sína tækni í 5. fl. á miklu breiðari grunni. I dag er i mörgum tilvikum verið að þjálfa verri fótinn allt uppí 2. fl„ jafrivel mfl. En á því aldursskeiði eiga leikmenn auðvitað að vera að beita sé að allt öðrum verkefrium og er því hér um hreina tímaeyðslu að ræða. Þjálfarar, veltum þessu fyrir okk- ur. Gefum krökkunum gott vegar- nesti upp úr 6. fl. Við skulum einnig hafa það hugfast að fyrstu kynnin marka hvað dýpstu sporin. Þróttur-Fylkir 1-1 í 6. fl. B. Á Unglingasíðu DV hinn 30. ágúst sl. urðu þau mistök að leikurinn um 7.-8. sæti í keppni B-liða í 6. flokki á haustmóti KRR fórst fyrir. En nú gerum við bót á því: 7.-8. sæti: Þróttur-Fylkir 1-1 Afar tvísýnn leikur. Mark Þróttar gerði Loftur Sigfússon. Jöfhunar- mark Fylkis gerði Daníel Gunnars- son. -HH Umsjón: Halldór Halldórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.