Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986.
Fréttir
Enginn vill stríð
- sagði Raisa í heimsókn sinni að Búrfelli í gær
,.Ég er ekkert sérstaklega trúuð
en ég ber virdingu fyrir öllun/þeim
sem það eru." sagði Raisa Gor-
batsjovm þegar hún heinisótti Búrfell
í Grímsnesi í gærmorgun.
Dagskrá Raisu breyttist mjög frá
því sem fyrirhugað hafði verið. Bæði
setti veðrið strik í reikninginn og svb
hitt. að hún ákvað að vera viðstödd
blaðamannafund eiginmanns síns en
eins og kunnugt er dróst hann og
dróst.
Raisa hætti því við að eiga viðdvöl
á Þingvölíum en fór þess í stað að-
eins í heimsókn til hjónanna
Böðvars Pálssonar og Lísu Thomsen
á Búrfelli.
Raisa var í sömu fötunum og i
gærmorgun í heimsókn sinni að
Búrfelli. svörtu felldu pilsi og hálf-
síðum pels. Og pelsinn kom sér vel
í slagviðrinu í gær þegar hún skýldi
5 ára gamalli dóttur Búrfellshjón-
anna. Láru. fyrir veðrinu á tröppum
kirkjunnar á Búrfelli. ..Rússneski
pelsinn minn heldur á þér hita."
sagoi hún við þa stuttu.
..Ég heftni á fólki." sagði hún. „Ég
trúi því að enginn vilji stríð. sérstak-
lega ekki kjamorkustríð. Verið
jákvæð í skrifum ykkur." bætti hún
svo við og talaði til fi-éttamannanna.
„Ég er ekki að látast. ég er bara
eðlileg en ég er enginn embættis-
maður."
Spumingum blaðamanna um
fundinn hliðraði hún sér hjá að svara
svo og um væntanlegan blaða-
mannafund Gorbatsjovs. „Þið verðið
að spyrja aðalritarinn að því," sagði
hún en þannig talar hún ætíð um
eiginmann sinn. “
Að lokinni heimsókn að Búrfelli,
sem stóð í um tvær klukkustundir,
hélt Raisa til skips á ný.
-KÞ
Böðvar bóndi Pálsson svaraði skilmerkilega öllum spurningum Raisu. Á milli
þeirra er öryggisvörður.
Raisa og Edda Guðmundsdóttir koma frá þvi að skoða kirkjuna á Burfelli sem
er ein elsta kirkja á Suðurlandi.
Penmgamarkaður
VEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 U)
Sparireikningar
3ja mán. uppsógn 8.S-10 Ab.Lb.Vb
6mán. uppsögn 9.5-13,5 Vb
12 mán. uppsögn 11-14 Ab
Sparnaður - Lánsréttur
Sparað í 3-5 mán. »-13 Ab
Sp. i6mán. ogm. 9-13 Ab
Ávísanareikningar 3-7 Ab
Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb
Innián verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1 Allir
6 mán. uppsögn 2,5-3.5 lb
Innlán með sérkjörum 8-18
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5-7 Ab
Sterlingspund 8,75-10.5 Ab.Vb
Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab
Danskar krónur 7-9 Ib
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 15,25 Allir
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge Allir
Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yf irdr.) 15,25 Allir
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að2.5árum 4 Allir
Til lengri tíma 5 Allir
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 15
SDR 7.75
Bandaríkjadalir 7,5
Sterlingspund 11.25
Vestur-þýsk mörk 6
Spariskirteini
3ja ára 7
4ra ára 8.5
6ára 9
Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16
Gengistryggð(5 ár) 8.5
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5
Dráttarvextir 27
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala 1509 stig
Byggingavisitaia 281 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. okt.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs:
Almennar tryggingar 111 kr.
Eimskip 216 kr.
Flugleiðir 152 kr.
Hampiðjan 131 kr.
Iðnaðarbankinn 98 kr.
Verslunarbankinn 97 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til upp-
gjörs vanskilalána er 2% bæði á verð-
tryggð og óverðtryggð lán. Skammstaf-
anir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Ub = Útvegsbank-
inn, Vb = Verslunarbankinn,
Sp = Sparisjóðimir.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV á fimmtudög-
um. -
Raisa er skemmtileg kona
- sagði Edda Guðmundsdóttir
„Raisa er mjög skemmtileg kona.
Hún fylgist vel með og það er gaman
að tala við hana,“ sagði Edda Guð-
mundsdóttir, eiginkona Steingríms
Hermannssonar, en hún var gestgjafi
Raisu.
Raisa
skipti
oft
um föt
Raisa skipti oft um föt á ferðum sín-
um um Reykjavík í fyrradag. Fyrst
skipti hún fyrir hádegisverðinn í Ráð-
herrabústaðnum. Þar var hún klædd
í svarta dragt með belti um sig miðja,
í hvítri skyrtu undir jakkanum, með
slaufu um hálsinn, í svörtum sokkum
og skóm. Utan yfir var hún í svartri
ullarkápu sem var dregin saman í
mittið og með púffermum.
Eftir hádegisverðinn skipti hún aftur
um föt og fór í grátt ullarpils með
hvítum röndum og var í Ijósri skyrtu
við. Utan yfir var hún í hálfsíðum, ljós-
um pelsi, þeim sama og fyrir hádegi,
og í stígvélum.
Enn skipti hún um föt fyrir kvöld-
verðinn hjá Steingrími Hermannssyni
og Eddu Guðmundsdóttur í fyrra-
kvöld. Þá var hún kopjin í hnésíðan
samkvæmiskjól. Með henni snæddu
kvöldverð hjá Steingrími, auk þeirra
hjóna, Matthías Á. Mathiesen utan-
ríkisráðherra og kona hans, Sigrún
Mathiesen, Guðmundur Benedikts-
son, ráðuneytisstjóri í forsætisráðu-
neyti, og kona hans Kristín Claessen,
eiginkona rússneska sendiherrans hér
á landi, auk tveggja annarra Rússa.
„Þessi dagskrá okkar var mjög
skemmtileg. Raisa var greinilega mjög
hrifin af heimsókninni að Búrfelli.
Hún hafði beðið um að fá að heim-
sækja venjulega íslenska sveitafiöl-
skyldu og þama sá hún hana. Þetta
var afskaplega ánægjulegt og Raisa
hafði gaman af því þegar Böðvar bóndi
settist við orgelið í kirkjunni og spil-
aði lag.“
- En hvemig gekk ykkur að tala
saman? »
„Bara vel. Hún skilur alveg ensku,
þótt hún tali hana ekki. Annars var
alltaf túlkur með okkur í bílnum,"
sagði Edda Guðmundsdóttir.
-KÞ
Raisa þegar hún kom frá hádegisverðinum í Ráðherrabústaðnum. Það er
öryggisvörður sem hún leiðir. DV-mynd KAE
viðfelidnir
náungar
Öryggisverðir Raisu eru við-
felldnir náungar. Þeir gefa sér
tíma til að slá á létta strenga við
þá blaða- og fréttamenn sem bíða
eflir henni. Þótt þeir fylgist með
öllu mjög náið og ekkert fari
framhjá þeim gef'a þeir sig á tal
við menn. Þeir tala um veðrið
og í fyrradag var það aldeilis efni
til umræðna. Veðurguðimir
skiptu um með jöfnu millibili.
Eina stundina hellirigndi, þá
næstu skein sól í heiði og svo
kom allt í einu haglél. Ymist
ætlaði hvassviðrið alla að æra
eða datt í dúnalogn.
„Þetta er alveg furðulegt veð-
uriar," sagði einn öryggisvörður-
inn við blaðamann DV. „Ég hef
bara aldrei kynnst. öðm eins.
Þessa stundina er mun kaldara
í Moskvu en hér.“
Og harrn sagði að við ættum
að koma til Moskvu. Þar væri
skemmtiiegt að vera sem blaða-
maður. „Þar er verðlagið ekki
eins óskaplega hátt og hér,“
sagði hann. „Hér er allt á upp-
sprengdu verði og kannski
ekkert undarlegt við þessar
kringumstæður. Mér þykir samt
hafa verið smurt fullmikið á
hlutina,“ bætti hann við.
-KÞ