Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986.
Merming
Óperan Tosca etlir Giacomo Puccini i sýn-
ingu Þjóðleikhússins 11. október.
Hljómsveitarstjóri: Maurizio Barbacini.
Leikstjóri: Paul Ross.
Leikmynd og búningar: Gunnar Bjarnason.
Lýsing: Kristinn Daníelsson.
Elísabet F. Eiríksdóttir sem Tosca, en Malcom Arnold er Scarpía.
Í helstu hlutverkum: FLoria Tosca: Elisabet
F. Eiríksdóttir, Mario Cavaradossi: Kristján
Jóhannsson; Scarpia: Malcolm Amold;
Cesare Angelotti: Viöar Gunnarsson; Spo-
letta: Siguróur Björnsson; Sciarrone:
Sigurður Bragason; Sacristan djákni: Guð-
jón Grétar Óskarsson; Fangavöröur:
Stefán Amgrímsson.
Liðnir eru hartnær þrír áratugir
síðan Tosca var hér síðast á sviði og
í bamsminni er manni hvemig Stef-
anó, Guðmundur og Guðrún Á.
brilleruðu. Síðan hefur Tosca átt
sérstakan sess í hjartanu og ósjálfr-
átt hefur maður jafnan borið sýning-
ar, jafnvel írægustu ópemhúsa
veraldarinnar, saman við þessa sýn-
ingu og stundum hefur slegið folva
á ljóma húsanna frægu. Slíkt mat
og samanburður byggist á tilfinn-
ingu einni saman og þeim áhrifum
sem framlag einstakra söngvara og
sýningin í heild hefur á mann. Þann-
ig hlýtur einnig að fara um þessa
uppfærslu Þjóðleikhússins.
Mikið í lagt og vel til vandað
Strax í upphafi verður þess vart
að töluvert er í sýninguna lagt.
Hljómurinn úr hljómsveitargreninu
(gryfja er einum of tilkomumikið
nafh á þessa holu) hefur sjaldan, ef
nokkum tíma, borist jafn þykkur og
þéttur upp í salinn. Og svo var það
öðlingurinn Barbacini sem hélt á
tónsprotanum. Menn vita hvað þeir
hafa þar sem hann er - nánast gull-
tryggingu fyrir kórréttum stíl og
smekklegum vinnubrögðum. Á því
var engin undantekning að þessu
sinni.
Sviðsmyndin kemur kunnuglega
fyrir sjónir, enda víst lítið vit í að
reyna að færa þessa mjög svo stað-
bundnu ópem til í rúmi. Bygging-
amar hefúr hver sem borgina eilífu
hefur heimsótt barið augum, þekkir
stílinn og kann því að sjálfsögðu illa
ef út af er vikið. Hér er því allt kirfi-
lega og snyrtilega innan hefðbund-
ins ramma. Lýsingin fellur svo
eðlilega að sviðsumhverfinu að
hennar verður tæpast vart sem sérs-
taks þáttar. Líkast til er það galdur
góðrar lýsingar.
Rétttímasetning,
allt niður í smáatriði
Sýningin er færð til tíma fasismans
á Italíu, nánar tiltekið ársins 1937,
og er leikstjóranum mikið í mun að
svo verði í einu og öllu. Búningar,
leikmunir, fas og hvað eina er látið
vitna um rétt tímabil-allt niður í
gaskveikjarann á borðinu hjá Scarp-
ia (eða kannski vom ítalir svona vel
Tónlist
Eyjólfur Melsted
á undan í tækninni þá). Þann plag-
sið að láta alla einsöngvarana vera
reykjandi í tíma og ótíma er mér,
fyrrverandi stórreykingamanni, illa
við, en hygg að leikstjórinn réttlæti
ákvörðun sína með tilvísan til kvik-
mynda viðkomandi tímabils þar sem
menn sögðu vart setningu án þess
að fá sér smók áður. Tímatilfærslan,
sem á sér á sinn hátt allríka hefð,
tekst sem sagt í flestu mjög vel. Sýn-
ingin rennur lipurlega og aðeins
æðibunutraffíkin um kirkjuna í
fyrsta þætti fannst mér ekki passa
inn í það mynstur sem hæfði.
Kristján frábær Cavaradossi
Kristján Jóhannsson er frábær
Cavaradossi. Hlutverkið passar hon-
um eins og klæðskerasaumuð föt.
Hvort um nýja stefnu er að ræða
hjá Kristjáni veit ég ekki, en aldrei
hefur mér fundist hann svo bljúgur,
einbeittur en um leið meðvitaður um
túlkun hlutverks sem nú. Hér söng
hann Cavaradossi - ekki Kristján
Jóhannsson sjálfan, á sinn fyrrum
goskarlalega hátt - og þykir mér
hann ekki hafa risið svo hátt í túlk-
un óperuhlutverks fyrr. Og þá var
líka eins og hann þyrfti nákvæmlega
ekkert fyrir hlutverkinu að hafa.
Toscu syngur Elísabet F. Eiríks-
dóttir og fer mjög vel með. Það
dregur þó heldur úr að í fyrsta þætti
liggur dramatískt hlutverkið iðulega
lágt, en í hæðinni er styrkur Elísa-
betar mestur. Því nær hún svo
rækilega upp í seinni þáttunum.
Illa valið og góöum
söngvara lítill greiði gerður
Til að syngja Scarpia var sóttur
flauelsmjúkur, lýrískur barýton
vestan um haf, Malcolm Arnold.
Prýðissöngvari, en hæfir jafnilla í
hlutverk Scarpia og Kristján Jó-
hannsson vel í hlutverk Cavaradossi
og er honum lítill greiði gerður með
þessari ráðstöfun. Verður honum
vonandi bætt fyrir með því að fá
hann hingað aftur seinna og þá í
viðeigandi hlutverk.
Viðar Gunnarsson gerir flótta-
fanganum, sem á sinn hátt er valdur
að vanda og örlögum Toscu og Ca-
varadossi, góð skil. Án þess að
yfirdrífa í neinu tekst honum að
koma angist og örvæntingu, en líka
baráttuvilja hins hundelta til skila
í söng sínum.
Einn kom á óvart
Á þá kumpána, lögreglufulltrúana
Spoletta, Sciarrone og svo fanga-
vörðinn reynir ekki tiltakanlega
mikið að öðru leyti en því að þeir
geti látið hæfilegan skammt af ill-
" mennsku og hrottaskap birtast i
gegnum söng sinn. Það tókst þeim
mæta vel, Sigurði Björnssyni, Sig-
urði Bragasyni og Stefáni Amgríms-
syni.
Kórinn skilaði sínum hlut með
prýði, að frátöldum æðibunugangin-
um í kirjunni í fyrsta þætti, sem
skrifast á reikning leikstjórans.
Hjarðsönginn í upphafi þriðja þáttar
fór Ásdís Kristmundsdóttir mjög vel
og smekklega með.
Aðeins einn söngvari í þessari sýn-
ingu kom mér á óvart, líkast til
vegna þess hve lítið ég hef til hans
heyrt til þessa. Guðjón Grétar
Óskarsson hreinlega brilleraði í
hlutverki djáknans Sacristans.
Hann er enn í námi en það verður
spennandi að fá að fylgjast með því
hvað úr þessu mikla efhi verður.
„Professional“, en
festist tæplega í minningunni
v í heild er þessi uppfæi-sla Þjóðleik-
hússins á Toscu mjög svo „professio-
nal“, hefðbundin vel og gæti hvað
fagleg vinnubrögð snertir sómt sér
nánast hvar sem er. Ég get með góðri
samvisku borið hana saman við sýn-
ingar þekktra ópemhúsa, sem í
sumum tilvikum hafa skartað heims-
nöfiium. Það er vissulega gaman að
verða vitni að góðri fagmennsku,
hvar sem er og hvenær sem er, ekki
síst á heimaslóð. En ég reikna samt
varla með að þessi uppfærsla á Toscu
búi sér neinn varanlegan samastað
í minningunni. EM
Vormenn
íslands
Eyjólfúr J. Eyfells var einn af vor-
mönnum íslenskrar málaralistar,
ekki aðeins vegna vorhuga síns og
staðsetningar í tímanum heldur fyrir
þá heiðríkju og blíðu sem ævinlega
ríkir í myndum hans. Sú veðursæld
er svo aftur myndgerving þess já-
kvæða hugarfars sem gagntók
marga Islendinga við upphaf aldar-
Myndlist
Aðalsteinn IngóHsson
innar og birtist á einna áhrifamestan
hátt í málverkum Þórarins B. Þor-
lákssonar.
í augum Eyjólfe J. Eyfells var ís-
land ætíð fagurt og frítt og sú
hlutlæga fegurð skipti hann alla tíð
meira máli en aðfengnar hugmyndir
um fegurðina, með tilheyrandi stíl-
brögðum.
I viðtali sagðist hann hafa velt
fyrir sér að gerast bóndi, til að fegra
jörðina og bæta, eða listmálari, til
að mála þessa sömu jörð. Og þá
kannski bæta hana líka, hver veit?
Listamaðurinn kom sér hægt og
sígandi upp haldgóðri tækni til að
festa á striga þessa mynd- og lífesýn
sína, meðal annars í Dresden
(1923-24), höfuðvígi raunsærrar
myndlistar í Þýskalandi á þeim tíma.
Á yfirlitssýningu Eyfells að Kjar-
valsstöðum eru einmitt manna-
myndir (nr. 89-92?), sem sverja sig í
ætt við afar hefðbundna þýska list.
Að því búnu hófet listamaðurinn
handa og hélt að miklu leyti sama
kúrsinum til dauðadags.
Sleiktar og stifar.
Fyrsfu árin eru myndir Eyfells
sleiktar og fremur stifar í uppbygg-
ingu, sem er til vansa þegar hann
tólkar hreyfingu, öldurót eða ský-
bólstur á hraðferð um himinhvolfin.
Sjálf samsetning þessara mynda
breytist einnig lítið í tímans rás, for-
grunnur er rofinn af einhverju
frumlagi, kannski bóndabæ, hæð eða
hríslum, sem síðan leiðir augað
áreynslulaust að andlaginu í fjarska,
fjallahring eða stöðuvatni.
m--------------------------------
Eyjolfur J. Eyfells - Horft til Lómagnúps, málverk.
Og alltaf er sama góðviðrið í þess-
um elskulegu myndum, hvað sem á
gengur í tímanum.
En í ellinni er eins og losni um
málarahönd listamannsins og birti
yfir litum hans. Pensildrættimir
verða smágervir og kvikir, impress-
jónískir, og túlka ekki bara sjálfa
sýnina heldur einnig innilega sjón-
gleði.
Eyfells gerði ekki miklar kröfur til
okkar. Því væri fásinna af okkur að
gera óraunhæfar kröfúr til hans.
List hans er ljúf, lágmælt og hrein-
skiptin, mótvægi við hina hrjúfu,
háværu og margræðu landslagshefð,
sem mest hefur borið á hérlendis á
undanfomum áratugum.
Því verðskuldar Eyfells yfirlits-
sýningu ekki síður en margir aðrir.
Á hinn bóginn er afleitlega staðið
að þeirri yfirlitssýningu hans, sem
nú stendur yfir að Kjarvalsstöðum.
Hún er illa hengd, kynnt og í skrána
vantar allar helstu upplýsingar um
verkin, svo sem ártöl.
-ai