Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Árangur náðist Mikilvægur árangur náðist á fundi leiðtoga risaveld- anna í Reykjavík. Margt hefur áunnizt. Þokazt hefur í samkomulagsátt í ýmsum mikilvægustu efnum. Menn skyldu ekki láta neikvæða tóninn í ummælum Gor- batsjovs Sovétleiðtoga villa sér sýn. En auðvitað veltur nú allt á framhaldinu, hvort stórveldin vinna rétt úr þeim efnivið, sem þau hafa fengið, eða hvort þau leggj- ast að nýju í langvinnt áróðursstríð. Fundirnir lofuðu sannarlega góðu. Fréttaskýrendur segja, að minnstu hafi munað, að úrslitasamkomulag yrði gert. Leiðtogarnir voru nálægt samkomulagi um fækkun langdrægra eldflauga. Þar var, að tillögu Sovét- manna, fjallað um að fækka eldflaugunum strax um helming og útrýma þeim fyrir aldamót. Þá voru leið- togarnir sammála um tillögu um að fækka mjög meðaldrægum eldflaugum. Þannig áttu engar slíkar eldflaugar að vera í Evrópu, nema franskar og brezkar, og líklegt gat orðið, að meðaldrægar eldflaugar í Asíu og Ameríku yrðu takmarkaðar við 100 fyrir hvorn. Samkomulag tókst, þegar þessi mál voru rædd sem slík. Minnstu munaði, að slíkir samningar yrðu undir- ritaðir. En allt strandaði á kröfum Sovétmanna um, að Bandaríkjamenn féllu frá geimvarnaáætlun sinni. Þar virðast Bandaríkjamenn hafa boðið 10 ára frestun á framkvæmd áætlunarinnar. En Sovétmenn vildu láta takmarka undirbúning við störf í rannsóknarstofum eingöngu. Á það féllust Bandaríkjamenn ekki. Reagan Bandaríkjaforseti lýsti því sem mikilvægasta þætti í varnarkerfi Vesturlanda. Menn skyldu þó sjá, að ekki þarf þetta bil milli leiðtoganna að verða óbrúanlegt. Gorbatsjov lagði þunga áherzlu á þetta á blaða- mannafundinum í gær og ræddi um brjálæðinga. Sovétmenn hafa þungar áhyggjur af fyrirhugaðri geim- varnaáætlun Bandaríkjamanna. Sovétmenn telja, að Bandaríkjamenn stefni að yfirburðum með því að finna kerfi sem verji þá sjálfa, en þá gætu þeir hugsanlega sigrað Sovétmenn með skyndiárás. Sovétmenn eiga við mikinn efnahagsvanda að etja og vilja komast hjá að he§a eigin geimvarnaáætlun. Raunar er líklegast, að harðlínumenn í Washington 'og liði Reagans hafi brugðið fæti fyrir, að lengra yrði komizt þessu sinni í málamiðlun um geimvarnaáætlun. Þetta þýðir einnig, að Gorbatsjov hefur unnið á í áróðurskapphlaupi risaveldanna, þar sem mjög margir vestrænir menn eru andvígir geimvarnaáætlun Reag- ans. Ekki virðist hafa þokazt í átt til tilraunabanns með kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn telja sig enn þurfa að halda áfram tilraunum með kjarnorkuvopn til að vera nægilega vel undirbúnir. Fundurinn í Reykjavík var haldinn að frumkvæði Gorbatsjovs. Hann kom vel undirbúinn á fundinn, með nokkrar mikilvægar tillögur. Reagan hafði einnig til- lögur fram að færa. Menn skyldu varast að segja, að fundurinn hafi verið einskis virði, þótt hinar geysimikil- vægu tilraunir til samkomulags í stærstu málum tækjust ekki alveg að þessu sinni. Þar vantaði herzlumuninn. Þótt Gorbatsjov vildi í fyrstu gera lítið úr árangri, sem náðst hefði, varð hann síðar á blaðamannafundin- um að viðurkenna, að árangur hefði náðst. Þá sagði hann, að líklega hefði fundurinn ekki fært leiðtogana fjær fundi í Washington innan tíðar, heldur nær. Haukur Helgason. „Sigurður A. Magnússon er í hópi þeirra íslensku rithöfunda, er greinilega halda, að þeir geti sagt hvaða vit- leysu sem er, svo framarlega sem þeir segi hana nægilega vel.“ Ekkieróll vitleysan elns Því miður hefur Sigurður A. Magnússon rithöfundur ekki etið af því lífsins tré, sem lýkur upp augum okkar að sögn heilagrar ritningar, þótt hann hafi skírt heila bók eftir því. Til marks um það má hafa þessa dæmalausu klausu á bls. 13 í Skiln- ingstrénu, þar sem hann lýsir nokkrum afleiðingum heimsstyij- aldarinnar síðari: „Faktúrufalsanir voru brátt komnar í flokk með þjóðaríþróttum íslendinga, en almennu siðgaeði hrakaði í réttu hlutfalli við fram- gang frjálsrar samkeppni að am- rískri fyrirmynd. Opinberir embættismenn stunduðu purkunar- laust einkarekstur og veittu sjálfum sér og hver öðrum tilskilin innflutn- ingsleyfi á sama tíma og innflytjend- ur án politískra sambanda fengu með engu móti kríað út nauðsynleg leyfi og skildu ekki það lögmál hins frjálsa framtaks að sá sterki neytir jafhan aflsmunar og aðstöðu og verður ofaná.“ Innflutningshöft eru ekki frjáls samkeppni Hvemig getur fullorðinn maður látið aðra eins vitleysu út úr sér? Sigurður misskilur allt, sem mis- skilja má. Hann segir í öðm orðinu, að frjáls samkeppni hafi færst í auk- ana á þessum tíma. I hinu orðinu segir hann, að innflutningur hafi þá verið bundinn sérstökum leyfum frá ríkinu. En innflutningshöft em að sjálfsögðu ekki frjáls samkeppni, heldur brot á henni. Sigurður er ekki að ráðast á frjáls viðskipti, heldur á ríkisafskipti, sem hann kallar þó frjáls viðskipti! Ennfremur segir hann, að þeir, sem höfðu greið- an aðgang að valdsmönnum á haftatímanum, hafi fengið innflutn- ingsleyfi og aðrir ekki. Þetta er auðvitað dagsatt. En frjálshyggju- menn hafa alltaf varað við víðtækum ríkisafskiptum af atvinnulífinu, þar eð hætt sé við, að þau séu einkum í þágu þeirra, sem greiðastan aðgang hafa að ríkisvaldinu. Hvar neytir hinn sterki aflsmunar og aðstöðu og verður ofan á? Óaf- vitandi svarar Sigurður þeirri spumingu eins og fijálshyggjumenn. Hinn sterki neytir aflsmunar í stjómmálabaráttunni, ekki í fijálsri samkeppni. f stjómmálabar- áttunni verður sá hagsmunahópur ofan á, sem getur ráðið sér blaðafúll- trúa og haft áhrif á stjómmálamenn og embættismenn með loforðum um atkvæði eða aukin völd. Hinir troð- ast undir. En í fijálsri samkeppni Frjálshyggjan er mannúöarstafna KjaUaiinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í heimspekideild krók sinn fjárhagslega undir hafta- fyrirkomulaginu. Má þar nefha sem dæmi hagnað þann, sem margir pól- itískir pótentátar höfðu á haftaárun- um af verslun með bíla og bílaleyfi, sem færði mörgum drjúga björg í bú. Var eðlilegt, að þeir menn litu óhým auga allar ráðstafanir til þess að koma á jafnvægi í efnahagsmálum, þar sem slíkar ráðstafanir rýrðu vald þeirra og hagnaðarmöguleika." Ólafur hélt áfram: „Þessir menn vinna að vísu ekki á þann hátt að hugðarefni sínu, að þeir segist vera á móti fijálsri verslun í sjálfú sér. En þeir beita sér af alefli gegn öllum þeim ráðstöfunum, sem eru nauð- synleg skilyrði þess, að verslunin geti verið frjáls, og styðja af alefli hverja þá þróun í atvinnulífi þjóðar- innar, sem torveldar það, að verslun- in geti verið fijáls. Fyrirheitna landið er pólitísk nefnd, sem hefir með höndum úthlutun alls erlends gjaldeyris." Ég sé ekki betur en við- varanir Ólafs eigi enn við, þótt að vísu hafi tekist að létta margvísleg- „í stjómmálabaráttunni verður sá hags- munahópur ofan á, sem getur ráðið sér blaðafulltrúa og haft áhrif á stjórnmála- menn og embættismenn með loforðum um atkvæði eða aukin völd. Hinir troðast undir.“ sigra hins vegar þeir, sem geta boðið betri eða ódýrari þjónustu en kep- pinautar þeirra. Ög það er síðan einfalt skilgreiningaratriði, að fijáls markaður er öllum opinn: annars er hann ekki fijáls. Þar mega allir reyna fyrir sér. En þar verða þeir líka að standa og falla með verkum sínum. Ummæli Ólafs Björnssonar Af þessu tilefni ætla ég að leyfa mér að vitna til eins merkasta hag- fræðings okkar íslendinga á þessari öld, Ölafs Bjömssonar prófessors, sem lengi sat á þingi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Hann sagði í grein í Morgunblaðinu á aldarafmæli verslunarfrelsis á íslandi hinn 1. apríl 1955: „Frjáls verslun á þó enn marga of öfluga andstæðinga hér á landi. Eru þar fremstir í flokki stjómmálamenn og flokksgæðingar, sem aðstöðu höfðu til þess að maka um innflutningshöftum af þjóðinni í tveimur áföngum, 1950 og 1960. Þeir menn em enn til, sem vilja binda framleiðslu eða sölu ýmissa afúrða sérstökum leyfum frá ríkinu. þeir vilja skömmtunarvald, svo að ein- staklingamir geti ekki samið sín á milli um vörur og þjónustu á eðlilegu verði, en þurfi að treysta á náð þeirra. Strikum yfir stóru orðin Sigurður A. Magnússon er í hópi þeirra íslensku rithöfunda, er greini- lega halda, að þeir geti sagt hvaða vitleysu sem er, svo framarlega sem þeir segi hana nægilega vel. Þeir telja, að þeir þurfi ekki að bera neina ábyrgð á orðum sínum. En má ég minna Sigurð á viturleg vísuorð þess skálds, sem hann dáir öðrum fram- ar? „Strikum yfir stóm orðin. Standa við þau minni reynum." Dr. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.