Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. Útiönd Á Hvftahússfundi í Vík ngasal Sam Donaldson, fréttamaöur bandarisku ABC sjónvarpsstöðvarinnar, er sérstaklega fylgist meö málefnum Hvíta hússins og Bandaríkjaforseta, er kunnur fyrir skelegga fréttamennsku og líflega framkomu á blaðamannafundum forsetans. Kvaöst Donaldson í viðtali við DV vera bjartsýnn á árangur af íslandsfundinum og ánægður með að- stööu erlendu fréttamannanna á Loftleiöahótelinu. „I fjölmiðlaliði Hvíta hússins eru að jafnaði svona þrjú hundruð til þrjú hundruð og fimmtíu blaða- og fréttamenn og þeir eru flestallir hér á íslandi nú,“ sagði Bob Callaghan, einn starfsmanna fréttamannamið- stöðvar Hvíta hússins, í viðtali við DV örfáum mínútum fyrir áætlaðan fréttamannafund Larry Speakes, talsmanns Hvíta hússins, í Víkinga- sal Hótel Loftleiða síðdegis á laugardag. Það var sannarlega örtröð á Loft- leiðahótelinu um helgina. Fjölmiðla- lið Hvíta hússins, er fylgir Bandaríkjaforseta hvert á land sem er, leigði hótelið undir sig og starf- semi sína. Þéttsetinn bekkurinn Kom þorri fréttamanna og tækni- manna Hvita hússins til landsins á fimmtudag í Boeing 747 þotu frá Pan Am, skömmu á eftir Air Force One, einkaþotu Bandaríkjaforseta. Reglulegir fréttamannafundir Larry Speakes, talsmanns Hvíta hússins, fóru fram í Víkingasal og þar var þéttsetinn bekkurinn mest- alla helgina. í kringum sviðið í salnum, þaðan sem Larry Speakes les yfirlýsingar Bandaríkjastjómar og svarar spum- ingum fréttamannanna, hafði verið komið fyrir stólaröðum og borðum þar sem fastir fréttamenn Hvíta hússins voru með aðstöðu til að skrá niður og senda frá sér á tölvuskjám fréttir til fjölmiðla sinna um allan heim. Hvergi var ónýtt pláss og alls stað-’ ar vom fréttamenn við vinnu sína. { fréttamannaliði Hvíta hússins eiga allir stærstu fjölmiðlar heims fastá starfsmenn, þó eðli málsins samkvæmt séu bandarískir fjölmiðl- ar í meirihluta. Eftir því sem styttist í að Lany Speaks kæmi með nýjustu fréttir af síðari fundi Reagans og Gorbatsjovs á laugardag jókst spennan og ör- tröðin í þéttsettnum salarkynnun- um. Fréttamenn sjónvarpsstöðvanna kölluðu til kvikmyndatöku- og tæknimenn sína er undirbjuggu tækjabúnað sinn fyrir beina útsend- ingu um gervihnetti út í heim. Hitinn jókst eftir þvi sem fjölgaði í salnum og sjónvarpsmennimir kveiktu á fleiri upptökulömpum. Hvergi varð þó vart við nokkum kvörtunartón yfir takmörkuðum salarkynnum á Hótel Loftleiðum sem ekki em beint sérhönnuð fyrir aðra eins blaðamannafundi. Menn losuðu aðeins um bindishnútana, brettu upp skyrtuermar og settu sig í stellingur. Speakes þekkír sína menn Skyndilega þagnaði kliðurinn f Kristalssal. Salurinn lýstist upp við lampa sjónvarpsvélanna er skyndi- lega fóm að suða reglulega og talsmaður Hvíta hússins, Larry Speakes, birtist á flóðlýstu sviðinu með nýjustu fréttir. Fyrst kom stutt yfirlýsing tals- mannsins um gengi viðræðnanna fyrr um daginn. Þar bar hæst að leið- togamir hefðu hvor um sig skipað viðræðunefnd tveggja emba;ttis- manna er ætlað skyldi að ræða saman um fækkun meðaldrægra flauga í Evrópu. Skyldu nefhdimar þegar í stað hefja viðræður og yrði rætt saman að Höfða. Sökum gagn- kvæms samkomulags um fréttabann af fundum leiðtoganna kvaðst Spea- kes ekki geta greint nánar frá því er fram hafði farið að Höfða'. Eftir yfirlýsinguna dundi spum- ingaflóð á talsmanninum. „Andy,“ „Sam,“ „George," „Susan,“ sagði talsmaðurinn og benti út í sal um leið og hann leyfði fréttamönnunum að bera ffarn spumingar sínar. Flesta fyrirspyrjendur þekkir Spea- kes af langri samvinnu í Hvíta húsinu og ávarpar með fomafni. Spumingamar urðu fjölmargar og að sama skapi margvíslegar. Vildu menn fá nánari fréttir af fundunum í Höfða. Speakes er þraut- reyndur í hlutverki sínu og þrátt fyrir góðar tilraunir fengu þeir fátt upp úr honum um gang viðræðn- anna. Speakes var meðal annars spurður um heilsu Nancy, forsetafrúar Bandaríkjanna, í kjölfar ummæla er Raisa Gorbatsjova lét falla á laugar- dag þar sem hún kvað hugsanlega skýringu á því að bandaríska forset- afrúin hefði ekki komið til íslands vera þá að hún ætti við veikindi að stríða. Kvað Speakes Nancy vera við góða heilsu og ekki fjarverandi frá leiðtogafundinum af heilsufarsá- stæðum. Sam Donaldson ánægður með aðstöðuna Eftir rúmlega háltíma spumingaflóð yfirgaf Speakes sviðið og boðaði annan fúnd fyrir hádegi á sunnudag. Á fremsta borði næst sviðinu sátu ýmsir gamalkunnir fréttahaukar er margir hafa fylgst með gangi mála í Hvíta húsinu í áraraðir. Þar mátti meðal annars greina kunna ffétta- skýrendur bandarískra stórblaða og stóm bandarísku sjónvarpsstöðv- anna þriggja. í fremstu röð rakst blaðamaður DV á Sam Donaldson er nýkominn var úr símanum í beinu samtali við fréttastofú sína í Washington. Sam Donaldson þekkir hver Bandaríkja- maður er á annað borð fylgist með sjónvarpsfréttum. Donaldson fylgist með gangi mála í Hvíta húsinu fyrir ABC sjónvarpsstöðina. Hann er kunnur sem skeleggur og harðsvír- aður fréttamaður og ágengar spum- ingar hans hafa oft kömið Bandaríkjaforsetum í bobba á blaða- mannafundum í beinum sjónvarps- sendingum. í samtali við DV sagðist Donald- son vera bjartsýnn á að saman gengi í viðræðum stórveldanna um meðal- drægar flaugar í Evrópu og væri ákvörðun leiðtoganna í viðræðunum fyrr um daginn um skipan viðræðu- nefnda til að ræða þau mál frekar dæmi um að saman færi nú að ganga í þeim efnum. Aðspurður um aðstöðu ffétta- manna á Hótel Loftleiðum og hvort menn væm ánægðir með starfsvett- vanginn sagði Donaldson að menn hefðu yfir engu að kvarta, skipu- lagning hefði verið góð og til fyrir- myndar. „Ótrúleg verðmæti saman- komin“ Mitt í örtröðinni rakst blaðamaður DV á Sæmund Pálsson lögregluþjón, einn nokkurra Islendinga er sáu um öryggisgæslu á Loftleiðahóteli yfir helgina. Kvað Sæmundur öryggisgæslu öfluga á hótelinu og ekki síst í kring- um sjálfa fféttamannamiðstöðina, þar sem upp var búið að hrófla tækjabúnaði fyrir hundmð milljóna. „Hér er jarðstöð sem náttúrlega er ómetanleg til fjár. Það tók okkur tíu ár að koma upp jarðstöð hér á landi en þessa menn aðeins fjóra daga. Það sýnir okkur að þegar pen- ingamir em annars vegar er allt hægt á stuttum tíma,“ sagði Sæ- mundur. „Það er annað eins af verðmætum hér úti í flugskýli og í svítunni hjá Larry Speakes, þar er tækjabúnaður er heldur uppi beinu sambandi við Hvíta húsið. Hér em alveg ótrúleg verðmæti samankom- in.“ Sagði Sæmundur að allt hefði gengið snurðulaust ffam að þessu og lítið um vandamál. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel þrátt fyrir lítið pláss.“ „Þetta lið viimur ákaflega mikið, alveg fram á rauðar nætur og gefur sér vart tíma til að borða. Hér em þeir oft fram til tvö þijú á nóttunni þegar aðrir em sofnaðir og þá hefur stundum komið sér vel að hafa Næt- urgrillið opið. Hefur maður aðstoðað við að fá mat þaðan. Það hefur hitt í mark reglulega því ekkert er eins gott og að fá eitthvað gott að borða þegar menn em búnir að vinna svona rosalega," sagði Sæmundur. „Fréttamennimir kunna vel að meta þegar þeim er rétt smáhjálpar- hönd. Besta landkynningin er sú að hver og einn komi vel fram við þessa erlendu gesti og sýni hjálparvilja og fyrirgreiðsluhugarfar. Það er jafnvel það sem þeir skrifa um þegar ekkert gengur á fundunum, þá skrifa þeir jákvætt ef þeir verða fyrir jákvæðu viðmóti, þannig að það er undir hverjum og einum okkar komið hvernig þetta fer.“ í fjölmiðlaliði Hvita hússins eru að jafnaði þrjú hundmö til þrjú hundmö og fimmtiu blaða- og fréttamenn frá fjöl- miölum um heim allan. DV-myndir Brynjar Gauti Sveinsson „Hér eru ótruleg verðmæti samankomin," sagði Sæmundur Pálsson, lög- regluþjónn er ásamt öðmm hefur unnið aö öryggisgæslu undanfarna daga. Taldi Sæmundur verðmæti tækjabúnaðar fréttamanna Hvita hússins nema tugum milljóna islenskra króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.