Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. Spumingin Sækir þú kirkju um helgar? Eiríkur Jónsson vinnur í Hampiðj- unni: Nei, það geri ég reyndar ekki, þess í stað hlusta ég á messu í útvarp- inu. Drífa Jónsdóttir bankagjaldkeri: Nei. Pétur Óskarsson bílamálari: Nei, ég fer lítið sem ekkert í kirkju, einna helst á hátíðisdögum að maður láti sjá sig. Lilja Bjarnadóttir húsmóðir: Því miður geri ég lítið að því en ég reyni að bæta mér það upp með því að hlusta á messu í útvarpinu. Ásdís Ásmundsdóttir kennari: Ég get varla sagt það en það kemur fyrir að ég skreppi í kirkju. Helgi Helgason nemi: það er afar sjaldan. Lesendur Hverákettiing? Gunna hringdi: Ég fann ijögurra til fimm mánaða kettling. Hann er svartbröndóttur með brúnu, kviðurinn hvítur, einnig lappir og trýni. Eigandi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband við Dýraspítal- Vanskil á bókasafnsbókum Sjónvarpsdagskráin leiðinleg á mánudógum Guðlaug Ásmundsdóttir skrifar: íslenska sjónvarpið hefur nú þjón- að okkur í tuttugu ár. Ég man eftir því að mér þótti mjög margir þættir góðir eins og til dæmis; Ugla sat á kvisti, framhaldsmyndaflokkurinn um Ashton-fjölskylduna, Smart spæjarí, Læknir á lausum kili og margir fleiri góðir þættir. Það væri mjög gaman ef eitthvað af þessum þáttum væri endursýnt og myndi það veita mörgum mikla ánægju. „Það vantar fleiri islenska skemmtiþætti. Ég er mjög ánægð með margt í sjónvarpinu, eins og þættina um Dalglish, Sjúkrahúsið í Svartaskógi lofar góðu, en það mætti hafa fleiri framhaldsmyndaþætti og á ég þá við þætti eins og Long hot summer eða eitthvað í líkingu við hann. Það eru einnig margir góðir stuttir fram- haldsþættir til sem mér finnst að sjónvarpið eigi að hafa á föstudags- og laugardagskvöldum. Sjónvarpsdagskráin á mánudags- kvöldum er oft mjög leiðinleg og finnst mér skammarlegt að sjón- varpið skuli ekki bjóða upp á góðar mánudagsmyndir, þetta ættu þeir að bæta. Það er gaman að fá Derrick aftur og finnst mér það spor í rétta átt. En hvers vegna fáum við Dallas aðdáendur ekki að sjá framhald af þeirri þáttaröð? Ætlar sjónvarpið alveg að hætta að sýna þá? Þó að mörgum finnist ekkert varið í þessa þætti þá er ég viss um að þorri fólks hefur gaman af þessu ágæta afþreyj- ingarefni. Mér finnst tilfinnanlega vanta fleiri íslenska skemmtiþætti og ís- lensk leikrit sem ekki eru of þung. Það er ekki nóg að sjá þessa gaman- leikara einu sinni eða tvisvar á ári. Hvar er gamli góði húmorinn í ís- lendingum? Ég segi því, ráðamenn sjónvarps takið höndum saman og gerið eitt- hvað í málinu. Sjoppuférðir í frímínútum Tveir nemendur Breiðholtsskóla skrifa: Við viljum mótmæla bréfi sem birtist í lesendadálki DV þann 2. október. Þá gagnrýndi áhyggjufull móðir unglingadeildir Breiðholtsskóla. Hún sagði að flestir unglingar skólans færu út í sjoppu að reykja, kaupa sér sæl- gæti og haga sér eins og fífl. Við viljum mótmæla þessu því mjög fáir nemend- ur skólans reykja og Breiðholtsskóli hefur yfirleitt komið vel út úr reykingakönnunum. Við viljum vin- samlegast benda þessari áhyggjufullu móður á að sé henni mjög á móti skapi að versla um leið og frímínútur Breið- holtsskóla standi yfir, þá geti hún verslað á öðrum tímum. Einnig sagði hún að það væri í um- sjón kennaranna að sjá til þess að nemendur færu ekki út í búð í frímín- útum. Okkur finnst að foreldrar ættu að sjá um að krakkar þeirra fari ekki með peninga í skólann ef þeir eru á annað borð á móti því að krakkamir séu úti í sjoppu f frímínútum. Kennar- amir eiga rétt á sínum kaffitíma eins og annað fólk og eiga ekki að þurfa að nota hann til þess að halda stálp- uðu fólki innan skólalóðar. Ef forráða- menn bamanna hafa ekki tíma til að smyrja brauð handa þeim til að hafa í nesti þá fást ódýrar og góðar samlok- ur í skólanum og einnig er hægt að fá mjólk og margs konar ávaxtadrykki á viðráðanlegu verði. Lesandi hringdi: Mig langaði að vita hvort ekki væri möguleiki að skila bók sem vanskil em komin á skuldlaust til bókasafns- ins. Þetta var gert í apríl síðastliðinn, að ég held í tilefni 200 ára afmælisins. Bókasafnið fær þá allavega bókina aftur og lántaki, sem hefur bókina sem kannski stórfelld vanskil em komin á, hefur tækifæri til að skila bókinni af sér sem hann annars myndi ekki gera vegna mikilla skulda af því hann skilar bókinni allt of seint. Kolbrún Hauksdóttir á Borgarbóka- safni svarar: Já, þetta hefur verið gert og var síð- ast framkvæmt í mars vegna opnunar útibús í Gerðubergi. Þetta hefur ekki verið gert reglulega að hægt sé að skila bókum sem vanskil em komin á skuldlaust, það hefur hent öðm hvom. Vil ég hvetja fólk til að skila bókun- um, sektimar em ekki það háar að fólk fari á hausinn við að borga þær. ,Er hægt að skila bók sem vanskil eru komin á skuldlaust?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.