Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. 9 Útlönd „Stoltur af frammistöðu forsetans“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Shultz, sagðist vera stoltur af ákvörðun Bandaríkjaforseta að sam- þykkja ekki verulega fækkun kjama- vopna á fundinum í Reykjavík. Lét hann þessi orð falla við fréttamenn á leiðinni til Brussel í nótt. Lýsti hann þvi hverning spennan jókst eftir því sem á fundinn leið þegar Gorbatsjov og menn hans reyndu að knýja fram samning í Reykjavík. Gorbatsjov samþykkti tillögu Reag- ans um að eyða öllum langdrægum kjamaflaugum og fjarlægja meðal- drægar eldflaugar frá Evrópu með því skilyrði að Bandaríkin samþykki að gefa nýjar rannsóknir á vamarkeríum upp á bátinn nema þær fari fram i rannsóknarstofum. Reagan varð ekki við þessari kröfu Sovétmanna sem Shultz sagði vera breytingu á samn- ingnum frá 1972 um gagneldflauga- kerfi. Sagði Shultz að þeir sem hefðu gagn- rýnt Reagan fyrir undanlátssemi hefðu ekki reynst sannspáir. Shultz lagði áherslu á að Bandaríkjaforseti hefði verið með hagsmuni Atlantshafs- bandalagsins í huga en hann neitaði að velta fyrir sér viðbrögðum utanrík- isráðherra aðildarríkjanna sem hann fer til fundar við í dag. „Sæma má Island sigurkransinum" Haukur Lárus Hauksson, DV, Kaupmannahöfri; Dönsk blöð em eins og önnur dag- blöð heimsins þessa dagana með kastljósið beint að Islandi. Danska dagblaðið Aktuelt segir þannig að ís- lendingar upplifi land sitt sem nafla alheimsins þessa dagana. Berlingske Tidende segir að þó erfitt sé að meta hvort stórveldið hafi komið betur út úr viðræðum laugardagsins þá megi sæma fslendinga sigurkransinum. Hafi þeir skipulagt algjörlega snurðu- lausan fund á aðeins tíu dögum og gleymt alveg ummælum Richards Nix- on Bandaríkjaforseta um ísland er hann fundaði hér með Pompidou Frakklandsforseta 1973 og sagði: „Hver valdi eiginlega þennan guðsvol- aða stað?“ Er sagt frá stríði fjölmiðlanna um að ná sem bestum sögum af fundinum þó ekki sé úr miklu að moða og í því sambandi talað um of stóran frakka Reagans og búðarferðir Raisu Gor- batsjovu. Auk þess að um helmingur íbúa Reykjavíkur hafi vafalaust lent í viðtali hjá erlendum fréttamönnum. Annars er tónninn mjög jákvæður og blandinn aðdáun á viðbrögðum lan- dans. „Mjög nálægt stór- merkum samningi Stórveldin voru mjög nálægt þvi að komast að stórmerkum samningi en mistókst á síðustu stundu, sagði Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í gær. Skýrði hann frá þeim atriðum.sem samningar höfðu næstum tekist um. í fyrsta lagi að fækkað skyldi kjarnaoddum í aðeins hundrað hjá hvorum aðila um sig, og skyldu þeir staðsettir í Asíu og Bandaríkjunum. Við þann samning hefði Evrópa losnað við slíkar eldflaugar. Aðeins hefðu orðið eftir breskar og franskar kjama- flaugar. í öðm lagi að langdrægum kjarna- flaugum skyldi útrýmt næsta áratug- inn og byrja skyldi með þvi að fækka þeim um helming. í þriðja lagi „sann- gjamt“ samkomulag um bann við kjamorkutilraunum. í fjórða lagi merkur samningur um mannréttinda- mál. Gorbatsjov og bandarískir embættismenn sögðu að þessar tillög- ur yrðu kynntar á öryggismálaráð- stefnunni í Genf. Allt strandaði þó á því að Banda- ríkjaforseti hélt fast við geimvamaá- ætlun sína. Fullyrðir Reagan að það geti bjargað heiminum frá þeirri ógn- un sem stafar af kjamaflaugum en Sovétríkin óttast aftur á móti að Bandaríkin geti falið sig á bak við skjöld og gert árásir án þess að eiga gagnárásir á hættu. Margir bandarískir hemaðarsér- fræðingar efast um að hægt sé að byggja svo traust kerfi og að kostnað- urinn - þúsund milljarðar dollara að því er áætlað er - gæti ógnað efhahag Bandaríkjanna. Finnbogadóttir erfitft orð í munni danskra Haukur Lárus Hauksson, DV, Kaupmarmahöfiv Danska dagblaðið Aktuelt spurði vegfarendur á Strikinu um hvað þeir vissu um ísland og var talað við fimm manns. Vissu allir að Islendingar voru áður undir dönskum yfirráðum og að þar væri stórkostleg náttúra. með hreinu lofti. Nefndu allir sauðfjárrækt og fiskveiðar sem aðalatvinnugreinar. Stúlka kvaðst vita að félagsleg vandamál unglinga væm töluverð og maður var á þeirri skoðun að handrit- in hefðu átt að vera áfram í Dan- mörku. Sá hinn sami sagði einnig að lendingarbrautin í Keflavík væri stutt og væri flugmönnum illa við að lenda þar. Vissi hann að þar væri herstöð og hefur því eitthvað ruglast í ríminu. Allir vissu að forsetinn væri fyrsti kvenforseti heims og héti Vigdís en eftimafhið var of erfiður biti. Það var dóttir eitthvað. Áhugi á að heimsækja landið var mikill en hátt verð var nefht sem hindmn. Shultz upplýsir bandamenn í Briissel George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú kominn til Brússel til að gefa bandamönnum Bandaríkjanna í Atlantshafsbanda- laginu skýrslu um gang viðræðna Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík. Fundaði bandaríski utanríkisráð- herrann í morgun með starfsbræðrum sínum frá hinum fimmtán aðildarríkj- um bandalagsins. Talið er fullvíst að ráðherramir lýsi yfir vemlegum áhyggjum sökum neikvæðrar útkomu Reykjavíkurfundarins en enn hafa engar opinberar yfirlýsingar þess efiiis verið gefnar. George Shultz, utanrikisráðherra Bandarikjanna, skýrir fréttamönnum frá gangi síðasta fundar leiðtoganna á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. 22" Digivision 3476 HiFi stereo. Tölvustýring á myndlampa, HiFi tuner, 99 Canal og fl. og fl. Tæki með öllu. Verð aðeins kr. 49.920,-stgr. 22" 3425 með fjarstýringu. Av inngangur, 29 rás- ir og fl. og fl. Verð aðeins kr. 44.920,- stgr. 22" 3415, 16 rásir, 6 vatta hátalarar og fl. og fl. Verð aðeins kr. 39.990,- stgr. VESTUR-ÞÝSK GÆÐAVARA 3906 myndbandstæki, hæð 9,5 cm, framhlaðið, 3 möguleikar á upptöku, 14 daga minni, 12 rás- ir, scart tengi. Vestur-þýsk - japönsk gæðavara. Verð aðeins kr. 39.990,- stgr. 14" 3106, 8 rásir, 3 vatta hátalari. Verð aðeins kr. 24.990,- stgr. Umboðsmenn um land allt. Keflavik Grindavík Selfossl Hvolsvelli Vestmeyjum Höfn, Hornaf. Eskifiröi Egilsstöðum Húsavik Akureyri Ólafsflröl Sauðárkróki Hvammstanga isafiröi Stykkishólmi Hellissandi Borgarnesi Akranesi Reykjavik Hjá Ola Rafeindavirkinn Árvirkinn Kaupf. Rangæinga Neisti Hátíöni Rafvirkinn Kaupf. Héraðsbúa Kaupf. Þingeyinga KEA Radíóþjónustan Kaupf. Skagfirðinga Oddur Sigurösson Póliinn hf. Kaupf. Stykkishólms Verslunin Blómsturvellir Húsprýði Skagavídeó JL-húsið Skipholti 7 - Símar 20080 og 26800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.