Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Side 8
8 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. Gorbatsjov á blaðamannafundi í Háskólabíói í gærkvöldi: Aðeins brjálæðingur gat sam- þykkt tillögur Bandaríkjanna Viðræðumar strönduðu á þráhyggju Reagans varðandi geimvamaáætlun hvað geimvamaáætlunin gengur út á,“ sagði Gorbatsjov, „hún gengur ekki út á annað en heimsyfirráð Bandaríkjamanna.“ Og hann bætti því við að spádómur Bandaríkjaforseta eins um geim- varnir, þar sem hann sagði: „Sá er ræður yfir geimnum, ræður einnig yfir jörðinni,“ væri enn í fullu gildi á meðal ráðamanna í Washington. Kvað Gorbatsjov geimvamaáætl- un Bandaríkjamanna auka spennu í heiminum og leyfa öðrum aðila að undirbúa árásarstríð í friði og spekt á meðah hinn aðilinn í grandaleysi ynni að stórvægilegri afvopnun. Gerði Gorbatsjov ennfremur lítið úr þeim fullyrðingu Bandaríkjamanna að geimvarnir væm fyrst og fremst vamaráætlun og kvað hana fyrst og fremst auka stríðslíkur og breyta valdaj afnvæginu. „Á meðan við gáfum eftir hvað eftir annað við Bandaríkjamenn til að geta komist að samkomulagi um afvopnun kom Reagan með tillögur er aðeins brjálæðingur gat sam- þykkt,“ sagði Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, á blaðamannafundi í Háskólabíói skömmu eftir fjórða og síðasta fund hans með Bandaríkja- forseta í Höfða í gær. Þráhyggja Reagans Kvað Gorbatsjov sögulegan samn- ing stórveldanna um stórvægilegan niðurskurð á kjamorkuvopnum hafa strandað á þráhyggju Reagans vegna geimvamaáætlunar Banda- ríkjastjómar. Á fundinum lýsti Sovétleiðtoginn svartsýni sinni á að frekari árangur næðist í viðræðum við Bandaríkja- menn um afyopnunarmál en um leið að líta mætti á vissa þætti Reykja- víkurviðræðnanna sem jákvæða og árangursríka. Þó sagðist Gorbatsjov, eftir fundina með Reagan, aldrei hafa verið eins sannfærður og nú um að Bandaríkin stefndu að heims- yfirráðum og væm þar af leiðandi ekki líkleg til stórvægilegra samn- inga um afvopnunarmál. Sovétríkin örvænta ekki Sagði Gorbatsjov að í viðræðunum hefði það ennfremur komið fram að stórveldin hefðu verið nær því en nokkru sinni fyrr að ná samkomu- lagi hvað varðaði mikilvæg ágrein- ingsefni, en þrátt fyrir það skyldu menn ekki missa trú sína á að sam- komulag næðist. „Um heim allan skulum við ekki láta skelfinguna ná tökum á okkur,“ sagði Gorbatsjov, „Sovétríkin munu ekki örvænta." í klukkutíma löngu ávarpi á blaða- mannafundinum í Háskólabíói, lýsti Gorbatsjov á fjálglegan hátt og blaðalaust stöðu Sovétmanna í við- ræðunum við Bandaríkin og á hverju viðræðumar í Reykjavík hefðu strandað á síðustu stundu. Þrátt fyrir harða gagnrýni Sovét- leiðtogans á Reagan forseta er hann sagði að væri leiksoppur þeirra afla í Bandaríkjunum er ráða yfir her- gagnaframleiðslu í Bandaríkjunum og vilja enga samninga við Sovétrík- in, sagðist Gorbatsjov þó telja að hægt væri að halda uppi áfram- haldandi afvopnunarviðræðum við Bandaríkjaforseta og að Sovétmenn myndu leggja mikla áherslu á að halda þeim áfram. Hendur Reagans bundnar „Viðræðumar strönduðu ekki sjð- eins á geimvamaáætlun Banda- ríkjamanna, það sem Bandaríkja- menn vilja em heimsyfirráð. Bandaríski hergagnaiðnaðurinn hefur tögl og hagldir í Washington og bindur hendur Bandaríkjaforseta í ákvörðunum um afvopnunarmál,“ sagði Gorbatsjov. Hann sagði að Sovétmenn hefðu lagt til stórfelldan niðurskurð á langdrægum og meðaldrægum kjamaflaugum stórveldanna, er stórlega hefði minnkað hættuna á að til kjamorkuátaka kæmi í veröld- inni. Eftir þennan tillöguflutning hefðu Bandaríkjamenn enn sýnt fyr- irvara og látið í ljós efasemdir sínar um vissa þætti í tillögunum, en þá hefðu Sovétmenn enn að nýju komið með tillögur til málamiðlunar, að- eins til að sannreyna þráhyggju Bandaríkjamanna hvað varðar áætlanir um gagneldflaugakerfi í geimnum. Sagði Gorbatsjov að Sov- étmenn gætu aldrei samþykkt þá ætlan Bandaríkjamanna að fá að halda áfram óhindrað tilraunum með geimvamakerfi á meðan stór- veldin fækkuðu verulega í kjarn- orkuvopnabúmm sínum. „Við vitum Utlönd Jarðskjátftinn í El Salvador: „Á meðan við gáfum eftir hvað eftir annað við Bandarikjamenn, tii að geta komist að samkomulagi um afvopnun, kom Reagan með tillögur er aðeins brjálæðingur gat samþykkt," sagði Gorbatsjov aðalritari á blaðamannafundi i Háskólabíói i gærkvöldi er sjónvarpað var beint til Sovétríkjanna og Austur-Evrópu. Á vinstri hönd Gorbatsjovs er Arbatov, helsti sérfræðingur Sovétmanna í málefnum Norður-Ameriku, Sévardnadse utanrikisráðherra er leiðtoganum á hægri hönd og við hlið hans Dobrynin, fyrrum sendiherra i Washington í áraraðir. Við hlið Dobrynins er svo Sergei Akhromeyev, formaður sovéska herráðsins. DV-mynd Brynjar Gauti Tvö hundruð Forseti E1 Salvador, Jose Napoleon Duarte, sagði í morgun að 890 manns hefðu farist í jarðskjálftanum sem reið yfir höfuðborg landsins á föstudaginn. Björgunarmenn telja líklegt að tala látinna geti orðið 2.000. Talið er að milli 150.000 til 200.000 manns séu heimilislaus. Björgunarlið hefur komið hvað- anæva til þess að hjálpa til við leitina að þeim sem enn kunna að vera lif- andi undir rústunum. Mikill stormur þúsund heimilislaus var og rigning í gærkvöldi og bætti það ekki líðan þeirra sem hafast þurftu við í tjöldum sem komið hefur verið upp til bráðabirgða. Hundruð sjúkl- inga liggja í tjöldum og einnig hafa hundruð þeirra verið flutt út á lands- byggðina þar sem óttast er að ffekari skjálftar gætu eyðilagt sjúkrahúsin sem þegar hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Læknar hafa flutt út í tjöldin það litla sem bjargað var af útbúnaði. Rúmlega 90 börn hafa fæðst í tjöldum eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Gert hefur verið að meiðslum 1.500 manna en samkvæmt upplýsingum yfirmanns kaþólsku kirkjunnar slösuðust rúm- lega 30.000 manns í jarðskjálftanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.