Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. 21 • Ragnar Margeirsson. Ragnar skoraði Kristján Bemburg, DV, Belgíu; Ragnar Margeirssón skoraði mark úr vítaspymu og átti einnig þrumuskot sem skall á stöng þegar Waterschei lagði Patro Eisden að velli, 3-1, í 2. deildar keppninni. Waterschei nálgast toppinn - nú munar aðeins fjórum stigum á fé- laginu og efsta liðinu. -SOS Ásgeir á toppnum Afli HSmarssan, DV, V-Þýskalandr Ásgeir Sigurvinsson, sem var besti leikmaður Stuttgart í Ham- borg, er nú kominn í efsta sæti í einkunnargjöf v-þýska blaðsins Bild. Hann hefur hlotið 2,60 í með- aleinkunn fyrir leiki sína, eins og Wuttke hjá Kaiserslautem og Waas hjá Leverkusen. -SOS Marteinn áfram með Fýlki Marteinn Geirsson, fyrrum landsliðsfyrirliði í knattspymu, hefur verið endurráðinn þjálfari 3. deildar liðsins Fylkis í knatt- spymu. Fylkir var ekki langt frá því að tryggja sér sæti í 2. deild í sumar. -SOS Pétur kast- aði kúlunni 17,19 metra Pétur Guðmundsson úr UBK kastaði kúlunni 17,19 m á innan- félagsmóti KR um helgina. Þessi efnilegi kastari, sem var áður í Skarphéðni, bætti sitt persónulega met um 30 sentímetra. Árangur Péturs er góður og hafa aðeins sex kastarar kastað lengra en hann hér á landi. Unnar Garðarsson, efnilegur spjótkastari úr HSK, kastaði ný- lega 66,84 í spjótkasti með nýja spjótinu. -SOS Amór, Gorbatsjov og Regan í sviðsljósin í Belgíu • Amór Guðjohnsen var í sviðsljósinu á vellinum, I útvarpi og sjónvarpi. Kristján Bembuig, DV, Belgíu; Arnór Guðjohnsen var heldur betur í sviðsljósinu hér í Belgíu um helgina. Hann kom fram i útvarpi á laugardag- inn og sagði frá Reykjavík í viðtali í sambandi við leiðtogafundinn og þá fékk hann mikið hrós í sjónvarpinu í gær. Skoraði mark með skalla og var talinn besti leikmaður Anderlecht, sem lagði Lokeren að velli í Lokeren, þar sem Arnór bjó áður en hann flutt- ist til Brussel. Hið unga lið Lokeren, sem hafði tekki tapað leik, byrjaði vel og skor- aði M’Buyu mark eftir aðeins 1.32 mínútur en þannig var staðan í leik- hléi. Leikmenn Anderlecht fóru á kostum í seinni hálfleik og skoruðu fjögur mörk. Fyrst Andersen, síðan Amór með skalla og þá bætti Scifo tveimur mörkum við. Amór er nú annar markahæsti leik- maðurinn í Belgíu með fjögur mörk. „Ég var hræddur eftir fyrri hálfleik- inn. Sem betur fer fórum við í gang í seinni hálfleiknum og lékum mjög vel. Þetta er allt að koma hjá okkur. Eftir nokkrar vikur verðum við orðnir óstöðvandi," sagði Arnór. FC Brugge er efst í Belgíu með 12 stig eftir sjö leiki. Anderlecht kemur næst með 11, síðan Standard Liege og Beveren með 10 og Lokeren 8 stig. r I I I I I I I I I ■ L „Rússar léku sér "j að Frökkum í París“ ' - segir Ellert B. Schram, formaður KSÍ „Rússar léku stórgóða knatt- spymu gegn Frökkum og gátu unnið stærri sigur,“ sagði Ellert B. Schram, formaður Knatt- spymusambands fslands, sem var á meðal áhorfenda í París þar sem Rússar lögðu Frakka að velli, 2-0, í Evrópukeppni landsliða á laugar- dagskvöldið. „Rússamir settu á fulla ferð 1 strax í byrjun og héldu þeirri ferð I út allan leikinn. Frakkamir, með . Platini á miðjunni, réðu ekkert við | Rússana. Rats var best.i maður ■ Rússa sem léku varnarmenn I Frakka oft grátt,“ sagði Ellert. I • Sjá viðtal við Platini og um- I sögn um leikinn á bls. 27. -SOS * Þorbergur var í miklum vígamóði - skoraði átta mörk í sigurieik Saab gegn Lugi Guraflaugur A. Jónssan, DV, Sviþjóð; Þorbergur Aðalsteinsson átti stór- leik með Saab þegar hann leiddi lið sitt til sigurs, 24-19, gegn Lugi. Leikn- um, sem var mjög góður, var sjón- varpað beint. Roger Karlsson, landsliðsþjálfari Svía, hrósaði Þor- bergi mjög mikið og sagðist vel skilja hvers vegna hann hefði leikið 140 landsleiki fyrir Island. Þorbergur fór á kostum í leiknum og skoraði átta mörk. Hann hefur skorað 18 mörk í „Allsvenskan“. Það var ekki nóg með að hann skoraði flest mörkin heldur var hann allt í öllu í leik Saab-liðsins sem vantar tilfinnan- lega aðra stórskyttu. Saab var yfir, 15-11, í leikhléi en fijótlega i seinni hálfleik náði Lugi að jafna, 15-15. Þá lokaði Burlin markinu hjá Saab og Þorbergur fór á kostum. Saab komst yfir, 20-15, og sigur liðsins var í höfh. •Drott vann góðan sigur, 18-14, yfir Cliff. Félögin voru taplaus fyrir leikinn. Drott er í efsta sætinu með sex stig eftir þijá leiki. -sos • Þorbergur Aðalsteinsson skoraði átta mörk. • Hörður Helgason. Hörður fer tilKA Hörðui- Helgason, fyrrum þjálf- ari Skagamanna, skrifaðu undir sanming við KA um helgina. Hörður mun þjálfa Akureyrarliðið næsta sumar, en KA tryggði sér 1. deildarsæti i knattspymu í sum- ar. Höður mun fara norður næsta vor. Þar til muna leikmenn KA æfa eftir æfingaprógrami. sem Hörðiu mun leggja upp. margir leikmenn KA eru í skólum í Reykjavík. Hörður mun þjálfa þá og þá er fyrirhugað að leikmenn- imir fyrir norðan, komi nokkrar helgar til Reykjavíkur, til að æfa og leika æfingaleiki. •Miklar líkur eru nú á því að Hólmbert Friðjónsson verði end- urráðinn þjálfari Keflavíkurliðs- ins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.