Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 13.0KTÓBER 1986. 11 Fréttir Það fór vel á með þeim Nick Daniloff og Thor Thors er þeir hittust á Kenne- dyflugvelli á fimmtudagskvöldið. Þeir höfðu þá ekki sést frá því þeir útskrifuðust frá Harvard 1956. DV-mynd Ólafur Arnarson DV sameinar gamla bekkjarfélaga: Daniloff var í bekk með Thor Thors í Harvard - Edward Kennedy var í sama ávgangi Mér var tjáð það, þegar ég hafði samband við skrifstofur U.S. News & World Report í Washington síðastlið- inn þriðjudag, að Nicholas Daniloff veitti engin viðtöl við blaðamenn, iiann hefði þegar hafnað boðum um viðtöl við ýmis stórblöð og hann hefði neitað að koma fram í morgunþáttum allra stóru sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum. Var mér sagt að DanilofF vildi nú hætta að vera frétta- matur og verða fréttamaður á nýjan leik. Ekki fannst mér þetta næg ástæða til að Daniloff neitaði að ræða við DV og höfðaði nú til tilfinninga viðmæl- anda míns, sem var Jim Kilpatrick, fréttastjóri hjá U.S. News & World Report. Árangurinn varð sá að Kil- patrick sagði að Daniloff myndi örugglega ræða við íslenskan blaða- mann á leiðinni til Islands. Milli klukkan þrjú og fjögur e.h. á fimmtudaginn, er ég var í þann mund að fara út úr dyrunum til að fara út á Kennedyflugvöll, hringdi síminn. Það var Nick Daniloff. Umsóknin um viðtal hafði borist honum og hann vildi láta vita að það yrði honum sönn ánægja að ræða við mig um borð í flugvélinni í svona fimmtán til tuttugu mínútur. Lengra gæti það sennilega ekki orðið því hann væri uppgefinn og myndi sennilega sofna fljótlega eft- ir að vélin færi í loftið. Hann sagði líka að hann vildi ekki ræða um fanga- vist sína í Sovétríkjunum, hann hefði þegar talað nóg um hana. Ég sagði honum að ég tæki því fegins hendi sem í boði væri. Daniloff sagði mér að það hefði rifj- ast upp fyrir honum nýlega að einn af bekkjarfélögum hans við Harvard- háskólann endur fyrir löngu hefði verið íslendingur að nafiii Thor Thors og hann hefði gaman af að frétta af því hvað af honum hefði orðið. Ég sagði honum að sennilega væri þetta Thor Thors, sem nú er aðstoðarbanka- stjóri við Citibank í New York, en lofaði að grennslast fyrir um þetta fyr- ir hann. Thor Thors er sonur Thors Thors, fyrrum sendiherra fslands í Bandaríkj- unum. Hann bjó á íslandi til sex ára aldurs en fluttist þá til Bandaríkjanna og hefur búið þar síðan. Er ég náði sambandi við Thor Thors hjá Citibank kannaðist hann strax við að hafa verið í sama bekk og Daniloff í Harvard. Thor var svo vinsamlegur að fallast á að koma út á Kennedyflug- völl um kvöldið til að hitta sinn gamla bekkjarfélaga, Nick Daniloff. Thor mætti stundvíslega laust fyrir klukkan átta og skömmu síðar kom Nick Daniloff. Urðu þar fagnaðar- fundir. Flugleiðamenn léðu okkur til afnota herbergi fyrir innan afgreiðslu félagsins og þar settumst við þremenn- ingamir og þágum léttar veitingar. í bekk með Edward Kennedy Thor og Nick Daniloff vom í árgang- inum sem útskrifaðist árið 1956 frá Harvard. Þeir höfðu ekki sést í þrjátíu ár þegar DV beindi leiðum þeirra sam- an á nýjan leik. í árganginum frá 1956 frá Harvard vom margir þekktir menn og menn sem síðar hafa orðið þekktir. Þekkt- astur af bekkjarfélögum þeirra er líklega Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaður. Hann átti reyndar að útskrifast árið 1954 en hann var staðinn að svindli á frönskuprófi og var rekinn úr skóla. Hann fékk síðan að koma aftur og útskrifaðist með þeim Thor og Nick. Hátíðarræðuna við útskrift 1956 hélt ungur öldunga- deildarþingmaður frá Massachusetts, að nafni John Fitzgerald Kennedy. Við sátum og röbbuðum hátt á þriðju klukkustund og það fór ekki milli mála að minningarnar rifjuðust upp fyrir mönnunum sem vom saman í bekk fyrir rúmum þrjátíu árum. Marg- ar sögur flugu um herbergið en ég lofaði að birta þær ekki. Þeir vom komnir saman til að njóta stuttra end- urfúnda. Það var undarleg tilhugsun að ann- ar þessara manna hafði á undanfom- imi vikum verið á forsíðum heims- blaðanna og hafði á einkennilegan hátt dregist inn í heimsstjómmálin og jafnvel haft varanleg áhrif á mann- kynssöguna sem böm framtíðarinnar munu læra. Það er ólíklegt að leið- togar stórveldanna sætu nú saman og ræddu um ágreiningsefni sín ef ekki hefði komið til hlutur þessa viðkunn- anlega manns sem hér sat og gerði að gamni sínu við gamlan bekkjarfélaga. Bjórbanni aflétt án vitundar ráðherra - fljótandi gleðifley í Reykjavíkurhöfn Reykvískum veitingahúsum hefúr bæst keppinautur, veitingasalurinn i norsku ferjunni Boletto sem liggur í Reykjavíkurhöfn í tengslum við .leiðtogafund stórveldanna. Þar er seldur bjór án vitundar dómsmála- ráðherra. „Þama hefur eitthvað skolast til. Mér var tjáð að allar vínbirgðir skipsins hefðu verið innsiglaðar og leyfi til vínveitinga veitt með þvi skilyrði að áfengið yrði keypt í ÁTVR og sala þess færi fram sam- kvæmt íslenskum lögum,“ sagði Jón Helgason dómsmálaráðherra í sam- tali við DV. Veitingasalur Boletto hefur verið gífúrlega vinsæll og þar jafnan fullt út úr dyrum. Hefur þetta bitnað á öðmm veitingastöðum í miðbæ Reykjavíkur sem staðið hafa hálf- tómir frá því að Reagan og Gor- batsjov hófu fúndi sína. Að sögn barþjóna um borð í Boletto er bjór- inn sem þar er á boðstólum venjuleg- ur norskur bjór í milliflokki, um 3 prósent að styrkleika. „Við fórum fram á að Boletto fengi sömu meðferð varðandi viðgjörning um borð og rússnesku skipin sem hér eru en því var hafnað," sagði Kjartan Lárusson, forstjóri Ferða- skrifstofu ríkisins. „Ástæðan fyrir því að áfengi er selt af birgðum skipsins er einfaldlega sú að með þvi losnuðum við við að flytja flöskurnar úr ríkinu. Það fór fram nákvæm vörutalning áður en skipið lagðist að og hún verður endurtekin áður en skipið heldur utan á hádegi á þriðjudag. Þá verða greiddir skattar og önnur gjöld til ríkisins af því sem selt hefur verið. Hins vegar kann ég ekki skýringu á því hvers vegna er seldur bjór þama,“ sagði Kjartan. í leiðara DV síðastliðinn föstudag er fiallað um undarlegt ástand er skapast hefur hér á landi vegna leið- togafundarins. Þar segir meðal annars: „Þannig fiúka tollalög, fiar- skiptalög og útvarpslög eins og ekkert sé þegar hjálpa þarf erlendum fiölmiðlum. Ennfremur fiúka lög um útlendinga eins og ekkert sé þegar hjálpa þarf erlendum öryggisvörð- um. Mesta furða er að bjórbannið skuli ekki hafa fokið líka!“ Bjórbannið er fokið. „Ég verð að athuga þetta mál,“ sagði dómsmálaráðherra í símtali við DV frá heimili sínu í Seglbúðum. -EIR Jón Helgason vissi ekki um bjórinn. Barþjónar með norskan bjór á barnum í Boletto sem liggur í Reykjavíkur- höfn. Glasið kostar 160 íslenskar krónur. DV-mynd S Kr. er ekki fyrir hermikrákur SK-1 gefur iköpunargáfunni lausan tauminn og gerir tónverkin að leik 8.700 Möguleikarnir eru margvislegir. Byrjaðu með að nota innbyggða hljóðnemann til að geyma öll hljóð sem þú hefur áhuga fyrir í innbyggða minniskubbnum, hvort heldur mannsraddir eða önnur hljóð sem þú getur siðan breytt í tónverk á hljómborðinu. Þetta er mjög auðvelt og skemmtilegt og útkoman er siðan undir þér kom- in. SK-1 er óviðjafnanlegt svo að páfagaukurinn fell- ur i stafi við samanburðinn. Páfagaukur getur að sjálfsögðu likt eftir mannsröddum en til sam- anburðar getur þú með notkun SAMPLINGS eiginleikanna útsett og fullgert tónverk, allt und- ir þér sjálfum komið. Hver er munurinn á páfagauki og CASIO SK-1 hljómborði ?????? ÍÍÍÍÍÍÍÍÍ PB)JJ6UI)|B10 i-xs ua uinpojmsuueui qqz q cj n Jiya iuuaq jnjaB uu;jn)|neBe|ed :jeAS SK-1CASIO 5AMPLIIMG KEYBOARD Þú getur einnig valið um átta mismunandi inn- byggð hljóðminni sem hafa fimm gerðir af PCM (pulse, code, modulation) raunverulegum hljóð- Laugavegi 26. færum og þér til stuðnings getur þú vaiið um Sími 91-21615. e^e^u sjálfvirka hljóðtakta (rythma).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.