Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. 39 lyúeru hinar vinsælu helgarferðir okkar innanlands komnar í fullan gang. Þetta eru ódýrarferðirsem innihalda flug til Reykjavík- ur frá tuttugu stöðum á landinu en einnig frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða, Hornafjarðar, Húsavíkur, Isafjarðar og Vestmannaeyja. Gisterá völdum hótelum og sumstaðar er morgunverður einnig innifalinn. Þessi skemmtilegi ferðamáti gefur einstakling- um, fjölskyldum og hópum möguleika á að p eykjavík: Flug frá ■ kureyri: Gisting á öllum áfangastöðum Flug- Hótel KEA, Hótel Varðborg, leiða, Flugfélags Norðurlands Hótel Akureyri, Hótel og Flugfélags Austurlands. Stefaníu og Gistiheimilinu Gisting á Hótel Esju, Hótel Ási. Loftleiðum, Hótel Borg, Hótel F Óðinsvéum og Hótel Sögu. gilsstaðir: Gisting í V Valaskjálfog Gistihúsinu EGS. estmannaeyjar: Gisting á Hótel Gestgjafan- ornafjörður: Gisting um. á Hótel Höfn. ■ safjörður: Gisting á usavik: Gisting á Hótel isafirði. Hótel Húsavik. breyta til, skipta um umhverfi um stundarsakir. Áhyggjur og daglegt amstur er skilið eftir heima meðan notið erhins besta sem býðst í ferðaþjónustu hér á landi - snætt á nýjum matsölustöðum, farið í leikhús eða kunningj- arnir heimsóttir. Helgarferð er ómetanleg upplyfting. FLUGLEIÐIR Danskur undrakoddi fyrir þreyttar axlir Talið er að mannskepnan eyði að minnsta kosti einum þriðja af ævi sinni í rúminu. Það er því mikils um vert að aðbúnaður í rúminu sé sem allra bestur. íslendingar eru nú farn- ir að sofa í góðum rúmum meira en áður tíðkaðist og hinir illræmdu „fermingarbekkir“ sjást nú varla í heimahúsum lengur. Við fréttum af nýrri tegund kodda sem átti að vera algjör undrakoddi. Slíkum upplýsingum ber að taka með varúð og það var með slíku hugar- fari sem við ákváðum að prófa þennan kodda. Axiimar eru „friar“ Koddinn er úr svampi og í honum er loftrásarkerfí sem tryggir að eðli- legt hitastig helst í koddanum allan ársins hring. Hliðar koddans eru misháar og er hærri hliðin nær hálsinum þannig að axlirnar eru „frjálsar". Þannig styður koddinn betur við höfuðið en venjulegur koddi hvort sem legið er á baki, maga eða hlið. Dýnan er 3 cm þykk og látin ofan á venjulega rúmdýnu. í stuttu máli stóðst koddinn prófið og reyndist mjög vel. Það eru ekki aðeins axlimar sem hafa það betra eftir hálfsmánaðar notkun koddans heldur einnig hálsinn sem virðist hafa hvílst betur á þessum danska kodda. Bay Jacobsen hannaði ekki aðeins koddann heldur einnig dýnu sem mikið hefur verið af látið. Hægt er að fá bæði dýnuna og koddann heim til pmfu gegn greiðslu án nokkurra skuldbindinga um kaup. Svaf aldrei vært eina einustu nótt Bay Jacobsen, sem er danskur málarameistari, átti sjálfur við lang- varandi sjúkdóm að stríða. Hann hefur sagt í blaðaviðtali að hann hafi ekki sofið vært eina einustu nótt í fjöldamörg ár. Þegar hann kom fyrst fram með hugmyndina að heilsudýnunni og koddanum hristi fólk höfuðið og hafði ekki trú á hon- um. En eiginkona hans og fjölskylda stóð á bak við hann og nú er fyrir- tæki Jacobsens orðið að stórfyrir- tæki sem framleiðir þessar vörur. Heilsudýnan var útfærð í sam- vinnu við endurhæfingardeild héraðssjúkrahússins í Árósum og heimilislækni Jacobsens. Dýnan er 3 cm á þykkt og þannig gerð að hún er fyllt af kúlum (ekki eldfimum) sem einangra og nudda vöðvana. Kúlurnar dreifa þyngd lík- amans á dýnuna þannig að blóð- streymið verður óhindrað um vöðvana og dreifir álagspunktum líkamans. Dýnan hefur einnig þau áhrif að halda líkamshitanum stöð- ugum. Hjá fólki sem er bakveikt og hefur liða-, bak- eða vöðvaverki get- ur lítils háttar hitatap aukið á verkina. Dýnan dreifir þyngd líkam- ans vel á undirlagið þannig að svefninn verður meira afslappaður. Dýnan og koddinn hafa verið á markaði hér á landi i rúmt ár og hefur verið látið mjög vel af þeim. Sjúkraþjálfarar á Akureyri og Húsa- vik, sem prófað höfðu dýnuna og koddann, luku miklu lofsorði á þess- ar vörur og telja t.d. að koddinn ætti mjög vel við slit í hálsi. Koddinn kostar 1960 kr. og dýnan 4860 kr. Ef þú, innan 14 daga, sérð eftir því. að hafa keypt dýnuna og koddann þá skilar þú þeim aftur og færð end- urgreitt. Það er því allt að vinna en engu að tapa. HREIÐRIÐ Grensasvegi12 Sími 688140-84660 Pósthólf 8312-128 Rvk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.