Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986.
23
íþróttir
„Best að gleyma
Hamborg sem fyrst'
- sagði Ásgeir Sigurvinsson, fynrliði Stuttgart, eftir 0-2 tap í Hamborg
Atii Hilmarssan, DV, V-Þýskalandi:
„Það er best að gleyma Hamborg
sem íyrst," sagði Ásgeir Sigurvinsson
eftir að Stuttgart hafði tapað þar 0-2
fyrir unglingaliði Hamburger, sem
hefur komið skemmtilega á óvart í
vetur. Þetta var 250. heimasigur
Hamburger. Þeir Thomas von Heesen
og Frank Schmöller skoruðu mörk
Hamborgarliðsins.
Karl Allgöwer og Andreas Miiller,
sem er á hækjum, gátu ekki leikið
með Stuttgart vegna meiðsla. „Hamb-
urger skoraði tvö mörk úr engum
færum,“ sagði þjálfari Stuttgart eftir
leikinn.
•Atli Eðvaldsson og félagar hans
hjá Bayer Uerdingen töpuðu 0-1 í
Kaiserslautem. Leikmenn Kaisers-
lautem unni' sanngjaman sigur - þeir
fengu mörg marktækifæri. Hefðu þess
vegna getað unnið tvo leiki. Alliewi
skoraði eina mark leiksins á 54. mín-
útu.
• Það em liðin sextán ár síðan Bay-
em Munchen hefur unnið sigur yfir
Frankfurt á Wald-leikvellinum í
Frankfurt, eða ekki síðan 1970. Þá lék
Franz Beckenbauer með Bayem á 25
ára afmælisdegi sínum. Jafntefli varð
0-0 og fengu leikmenn Bayem aðeins
eitt marktækifæri. Nachtweih skaut í
stöngina á marki Frankfurt á 19. mín-
útu.
Hans Pflueger hjá Bayem meiddist
í leiknum, fékk fimm cm skurð á fót-
legg. Andreas Brehme meiddist einnig.
Þá var Mattháus bókaður í fjórða
skipti á keppnistímabilinu og verður
í leikbanni í næsta leik Bayem.
• Stefan Engels skoraði bæði mörk
Kölnar sem vann góðan sigur, 2-0,
yfir Dortmund. Köln hefur fengið fimm
stig af sex mögulegum undir stjóm
þjálfarans Daume.
•Thiele (2), Uwe Rahn (2) og Lienen
skoraðu mörk Gladbach, sem vann
stórsigur, 5-0, yfir Homburg.
• Daninn Henrik-Raun Jensen, sem
Dússeldorf hefur leigt frá Vejle fyrir
50 þús. mörk, skoraði mark eftir að-
eins 58 sek. gegn Blau Weiss Berlín
og hann bætti síðan öðra marki við
þegar Dússeldorf vann sigur, 3-1.
•Bremen er óheppnasta félag Bun-
desligunnar fyrr og síðar. Sex fasta-
menn liðsins era meiddir og tveir til
viðbótar geta ekki leikið með félaginu
næsta leik. Ruelander, sem var rekinn
af leikvelli gegn Mannheim og Maier,
sem fékk að sjá gula spjaldið í ijórða
• Rudi Völler sést hér ganga meiddur af leikvelli. Hann getur ekki leikið
með V-Þjóðverjum gegn Spánverjum.
Völler, Allofs
ogThon ekki með
gegn Spánverjum
Atli Hamaissan, DV, V-Þýskalandi:
Sóknarleikmennirnir sterku, Rudi
Völler hjá Bremen og Klaus Allofe hjá
Köln, geta ekki leikið með V-Þjóðverj-
um gegn Spánverjum þegar þjóðimar
mætast í vináttulandsleik ó miðviku-
daginn. Þeir era meiddir og einnig
hinn efiiilegi Olaf Thon hjá Schalke.
Franz Beckenbauer, landsliðsþjálf-
ari V-Þjóðverja, mun að öllum líkind-
sinn í vetur. Með aðeins tíu ieikmenn
náðu leikmenn Bremen að leggja
Mannheim að velli, 4-2.
Bayem er efet í V-Þýskalandi með
■ 16 stig eftir tíu leiki. Hamburger hefur
14, Leverkusen, sem tapaði 1-2 fyrir
Bochum, og Bremen era með 13, Stutt-
gart og Kaiserslautem 12. -SOS
• Asgeir
Stuttgart.
Sigurvinsson, fyrirliði
Jóhanna með
blómaleik
Jóhanna Halidórsdóttir lék sinn
300. leik fyrir Fram þegar Fram-
stúlkumar unnu sigur á Vest-
mannaeyjaliðinu, 28-15, í 1. deildar
keppni kvenna í handknattleik.
Eyjastúlkumar léku einnig gegn
Ármanni í ferð sinni til Reykjavík-
ur og fóra þá með sigur af hólmi,
12-10.
Reykjavíkurmeistarar Vals töp-
uðu, 17-19, fyrir FH. Stjaman
vann aftur á móti stórsigur, 31-15,
yfir KR. Margrét Theódórsdóttir
skoraði 12 mörk fyrir Stjörnuna
og Erla Rafnsdóttir 8.
-sos
um láta þessa leikmenn bvrja leikinn:
Schumacher, Köln, Berthold, Frank-
furt, Kohler, Mannheim, Förster,
Marseille, Buchwald. Stuttgart,
Frontzeck, Gladbach, Rolff, Leverkus-
en, Eckstein, Númberg og Waas,
Leverkusen. Þá er líklegt að Michael
Rummenigge eða Wolfarth hjá Bayem
verði í sókninni með Waas. Einnig
kemur til greina að Wuttke hjó Kais-
erslautem fái tækifæri. -SOS
VfirSw'ttf1®
1 (,5
M260. Tvískiptur, alsjálfvirkur.
aðeins kr. 16.650,- stgr.
Verð
$ ■C33
5> *! •~~~tv
" r‘J rT — ■3^ f
L. 3 : • |
120 FM. 120 lítra frystiskápur. Verð aðeins
kr. 12.990,- stgr.
280 DL. HáIfsjálfvirkur. Verð aðeins kr.
14.495,- stgr.
f M
DL 150. Hálfsjálfvirkur. Verð aðeins kr.
9.985,-stgr.
Það býður enginn betur.
Umboðsmenn um land allt.
Kælitæki, Njarðvík
Árvirkinn, Selfossi
Mosfell, Hellu
Kaupf. Vestmeyja, Vestmeyjum
Kask, Höfn, Hornafirði
Rafvirkinn, Eskifirði
Kaupf. Héraðsbúa, Egilsstöðum
Kaupf. Þingeyinga, Húsavík
KEA, Akureyri
Valberg, Ólafsfirði
Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki
Kaupf. Húnvetn., Blönduósi
Oddur Sigurðsson, Hvammstanga
Póllinn hf., ísafirði
Kaupf. Stykkishólms, Stykkishólmi
Verslunin Blómsturvellir, Hellissandi
Húsprýði, Borgarnesi
Skagavídeó, Akranesi
JL-húsið, Hringbraut, Rvk.
Skipholti 7, símar 20080 og 26800.