Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. 19 Theresa Juel. Lúðrajámtamir og Theresa Juel Tónleikar Lurjamtarna og Theresu Juel I Norræna húslnu 7. október. Á efnisskrá: Visnasöngvar, þjóðlög og ýmis verk fyrir málmblásarasextett. r. Lurjámtama er all hressilegt naih á lúðraflokki og dylst víst engum að uppruni hópsins er í Jámtalandi i Svíaríki. Með homaflokki þessum var einnig vísnasöngkonan og drag- spilsleikarinn hin alþekkta Theresa Juel. Virtist þetta, á pappímum að minnsta kosti, heldur skrýtin sam- setning því að þótt af nafni flokksins Tánlist Eyjólfur Melsted mætti ráða upprunann var ómögu- legt að geta sér til um stíl og annað þvíumlíkt hjá þessum flokki. Hljómskálamúsík og hljóð- færið æðsta Þegar til kom reyndist þetta vera málmblásarasextett af venjulegri sænskri gerð. í Svíþjóð er all ste'rk hefð slíkra flokka, yfirleitt mjúk- blásandi og blása þeir það sem mundi flokkast undir hljómskálamúsík. Jazzáhrif leyndust líka talsverð í leik þeirra og eina tilraun gerðu þeir til að spila upp fyrir skemmtigarðastað- alinn. Það var í verki Christers Danielssons, Capriccio da Camera. Það verk er fyrir einleikstúpu með lúðrakvintett. Margir hafa orðið til að hefja túpuna til vegs og virðingar sem einleikshljóðfæri í seinni tíð. í brandara einum á austurrískri mál- lýsku er það meira að segja sannað að túpan sé æðst hljóðfæra. Því að hún sé hljóðfæri sálfs himnaföður. Já, ekki skyldu menn vanmeta reisn túpunnar. Svíar hafa átt einn góðan málsvara túpueinleiksins þar sem er Ame Lemon, sem löngum blés í Stokkhólmsfílharmoníunni og með „Brass Ensemble" hennar, en ég held líka að Lind, sá sem umrætt verk er samið fyrir, hafi tekið við af honum. Betra var það eins og í gamla daga En hvað um það, Lúðrajámtamir reyndust mun sleipari í skemmti- garðamúsíkinni en svona túpuleik- fimi eins og Christer Danielsson sémur, eða Lúðrakveðju Jóns Ás- geirssonar. Ýmist léku Lúðrajámt- amir með gamalgróinni sænskri hljóðfæraskipan, þ.e. með takkabás- únu, flygelhomi óg piccolokornetti (í Es, eins og Helgi Helgasón lék á), eða þá með tveimur dragbásúnum og trompetum. Hugnaðist mér gamla skipanin sýnu betur jrjá þeim félög- um. Þegar þeir blésú á trompetana var það 'svo áberandi hve leiðandi trompet hafði lítinn tón, mattan og klemmdi, þótt tæknina hefði hann að öðm leyti á valdi sínu. Homið var líka heldur þunnt og hrátt, bás- únumar sýnu fyllri og betri, en túpan var það eina sem blakti hjá þessum homaflokki, ef litið var á einstaklingana. En flokkurinn í heild sýndi góðan samleik. Fylgdust þeir til dænús mjög vel að í öllum styrkleika og hraðabreytingum. Að láta leika í gegnum skemmandi rafmagnssíur Theresa Juel er vel kunn hérlend- is. Hún er ein af þeim hressari i vísnabransanum. Þetta kvöldið sæmilega hás, en lét það ekkert á sig fá. Jámtlenskur uppruni er það sem tengir hana og Lúðrajámtana og saman tóku þau nokkur þjóðlög og skemmtilegar vísur í allsnotrum útsetningum. Mér, margyfirlýstum íjandmanni óþarfa græjubrúks, fannst það miður að hún skyldi þurfa að kyrja upp í hljóðnema og búa til gervimálmhljóð í vísnagítar i gegn- um magnara. Græjunum var þó til þess að gera snyrtilegá beitt, þótt leiðindasuð færi á köflum i núnar fínustu. Theresa Juel er neíhilega of hress og skemmtileg vísnasöng- kona til að þurfa að láta söng sinn leka í gegnum svona skemmandi rafmagnssíur. En allt að einu buðu Theresa Juel og Lúðrajámtamir upp á ágæta skemmtan í Norræna hús- inu. EM. Menning NILFIS GS90I m LÉTT. LIPUR OG VANDVIRK HAGKVÆM OG HEILNÆM Aðeins 6,1 kg á svifléttum hjólabúnaði. Stillanlegt sogafl og afbragðs sogstykki. STERK OG TRAUST Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. 10 lítra poki og svo frábær ryksíun að hún hreinsar einnig andrúmsloftið. Nýlegar hollusturannsóknir leiddu í Ijós að flestar ryksugur rykmenga loftið, sumar hrikalega. Já, svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ar, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. NILFISK HEIMSINS BESTA RYKSUGA Stór orð, sem reynslan réttlætir /FDniX HÁTÚNI6A SlMI (91)24420 Loftakerfi sem býður upp á ótakmarkaða samsetningar- og iýsingarmöguleika og er jafnframt einstaklega hljóðdeyfandi. ________Hringið eftir nánari upplýsingum._ Þ. ÞORGRÍMSSON & CO 'Armúla 16 • Reykjavik • sími 38640

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.