Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 48
FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vifneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum alian sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. Sirius kominn til hafnar á ný i gær- kvöldi. DV-mynd Brynjar Sirius í farbanni Sirius, skip Greenpeace-samtak- anna, var í farbanni í Hafharfjarðar- höfh í nótt. Klukkan níu í morgun höfðu íslensk yfirvöld ekki tekið á- kvörðun um hvort sjópróf yrðu haldin eða hvort grænfriðungar yrðu kærðir. Varðskipsmenn komu ekki með Sir- ius í höfri fyrr en Reagan var farinn af landinu. Þeir höfðu tekið skipið á vald sitt í gærmorgun eftir að skip- stjórinn óhlýðnaðist fyrirmælum um ;—*að fara ekki inn fyrir ytri mörk Reykjavíkurhafnar. -KMU Forsetinn far- inn til Rómar Forseti Islands. frú Vigdís Finn- bogadóttir, hélt utan í morgun og er ferðinni fyrst heitið til Frakklands en þaðan t-il Rómaborgar, þar sem hún mun dveljast dagana 15. til 18. októb- er. Forsetinn mun halda aðalræðuna á sjötta alþjóða matvæladegi FAO í Róm ,en dagurinn verður að þessu sinni helgaður efninu „Fiskimenn og „jjiskveiðisamfélög". A heimleiðinni mun Vigdís Finn- bogadóttir eiga nokkurra daga viðdvöl í Frakklandi en hún er væntanleg heim aftur 24. október. -S.dór. r-=■—1 L v TRÉ /V TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF., IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. SIMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Leiðtogarnir eru ekki einu sinni sammála um hvað þeir voru sam- mála um! Brottfarartími Gorbastjovs að breytast í allan morgun: Goibatsjov lót „Þetta er alveg furðulegt. Við er- um látin hanga hér og bíða. Það er enginn tími til að fara í bæinn því það er alltaf verið að breyta brott- farartímanum," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við DV í morgun. Steingrímur var þá staddur á Steingrím bíðð Keflavíkurflugvelli en þangað fór hann snemma í morgun ásamt fríðu föruneyti, Eddu Guðmundsdóttur, eiginkonu sinni, Þorsteini Pálssyni fjármálaráöherra, Guðmundi Bene- diktssyni, ráðuneytisstjóra í foi-sæt- isráðuneytinu, og Ingva Ingvasyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu- neytinu. Vigdís Finnbogadóttir og Matthías Á. Mathiesen gátu ekki kvatt Sovétleiðtogann því þau flugu með Amarflugsvél til Amsterdam klukkan 8 í morgun á leið sinni til Frakklands. Upphaflega var ráðgert að vél Sov- étleiðtogans færi klukkan 9 í morgun. „Við lögðum af stað til Keflavikur um áttaleytið til að kveðja Gorbatsjov og Raisu. Þegar við vorum komin til Keflavíkur var brottför frestað til klukkan 10 og nú hefur henni enn verið frestað til klukkan 11“ sagði foi-sætisráðherra. -KÞ/EIR Raisa er aðlaðandi kona Raisa tók fjöiskylduna á Búrfelli með trompi. Hér heldur hún utan um yngstu dóttur hjón- anna, Láru, 5 ára. Lengst til hægri er svo önnur dóttir hjonanna, Anna Ýr, þá Böövar sjálfur °g kona hans, Lisa Thomsen, Bryndís dóttir þeirra, Anna Kristín Ólafsdóttir, tengdadóttir hjónanna, og Laufey dóttir þeirra. - sagði bóndinn á Búrféili „Ég og við hér erum mjög ánægð með þessa heimsókn. Ra- isa er sérstaklega aðlaðandi kona og manni líður vel í ná- vist hennar,“ sagði Böðvar Pálsson, bóndi í Búrfelli í Grímsnesi, í samtali við DV. Raisa' heimsótti Böðvar og fjölskyldu hans fyrir hádegi í gær. „Hún spurði margs og sagði okkur frá búskaparháttum í Sovétríkjunum. Þetta er mjög geðug kona,“ sagði Böðvar. Raisa gaf hjónunum í Búrfelli forláta te- ketil og dætrum þeirra konfektkassa og svokallaðar Ba- búskur. Raisa fékk hins vegar heklað sjal úr eingirni og vira- virkisbrjóstnælu og -hálsmen. Að auki fékk hún glerplatta með öllum upplýsing- um um kirkjuna á Búrfelli. -KÞ „Ekki Ijóst hver endan- legur árangur fundarins er“ - sagði Gunnar Gunnarsson „Á þessari stundu er ekki ljóst hver endanlegur árangur fundarins er, en það kemur væntanlega í ljós á næst- unni. Það eina sem er ljóst er það að árangurinn nægði ekki til þess að ákveða framhaldsfund í Bandaríkjun- um. Hins vegar á eftir að koma í Ijós hvort fúndurinn hefur ekki skapað viðræðunum í Genf nýjan grundvöll," sagði Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri öryggismálanefndar, i morgun þegar DV innti hann álits á niðurstöðu leiðtogafundarins. En komu þessi endalok þér á óvart? „Ef marka mátti yfirlýsingar fyrir fundinn þá mátti gera ráð fyrir ramma vegna samninga um meðaldrægar kjamorkuflaugar í Evrópu. Það sem kom mér á óvart var að Sovétmenn virtust ekki hafa verið tilbúnir til að gera slíkt samkomulag heldur sett það skilyrði að það yrði tengt samkomu- lagi um langdrægar eldflaugar og geimvarnaráætlunina," sagði Gunnar. -SJ Olli mér vonbrigðum Veðrið á morgun: Rigningin heldur velli Úrkoman lætur ekki deigan síga - eða þannig. Hún heldur áfram í dag og á morgun kólnar heldur með suð- vestanátt og skúrum eða slydduélj- um á Suður- og Vesturlandi. Sama gildir um annesin fyrir norðan. Þurrt verður austanlands og hit- inn verður þetta frá fjórum og upp í sjö stig. Útlit er fyrir þetta veður- lag fram eftir vikunni. - segir forsætisráðherra „Ég varð fyrir vemlegum vonbrigð- um með niðurstöðu fundarins. Mér skilst að svo lítið beri á milli og ég hafði vonað að það gengi saman með þeim þegar svo mikið er í húfi,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra í samtali við DV, aðspurðm- um leiðtogafúndinn um helgina. „Ég vona þó að hlutimir hafi skýrst það vel að það hjálpi leiðtogunum að ná saman þegar áfram verður hald- ið,“ bætti forsætisráðherra við. - En hvemig finnst þér hafa tekist til með framkvæmdina? „Ég verð að lýsa aðdáun minni á hversu vel tókst til. Mér finnst þeir íslendingar, sem unnu að skipulags- málunum, hafa staðið sig frábærlega. Þetta er líkast kraftaverki því svo stuttur tími var til stefnu. Enda hafa þeir erlendu fréttamenn, sem ég hef talað við, allir átt aðeins hrósyrði til að lýsa allri framkvæmdinni," sagði Steingrímur Hermannsson. -KÞ í i i i i i i i i i i i i i i i i i i é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.