Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986.
46
Móðir með mikinn fimleikaáhuga er óskaplegt áiag á unga drengi. Tviburarnir Ricky og Scott Windsor, sem eru fjögurra ára, gripu til hinnar
einu mögulegu flóttaleiðar - svifu beint inn i draumalandið - og þaö sama gerði hinn tveggja ára bróðir þeirra, Rusty. Þeir vermdu bekkina eins
virðulega og hægt er við slikar aðstæður - Ijóst að leiðindin geta haft margar hliðarverkanir.
Sýndarmennskan
næstum drekkti Savalas
Elísabet Bretadrottning
hefur fengið hinar ótrúlegustu
afmælisgjafir um ævina. Þar sem
ósköp venjulegar frænkur og
ömmur, sem eiga allt, geta valdið
nægum heilabrotum er von að
hin ýmsu drottningarkeis geti
komið hinu grandvarasta fólki
úr jafnvægi. í vandræðum sínum
hafa menn verið ótrúlega hug-
myndaríkir og víst er að opin-
berlega getur drottningin aldrei
afþakkað. I Gambíu var henni
færður lifandi krókódíll í silfur-
öskju, frá Nýju-Gíneu voru það
tvö þurrkuð höfuðleður, risa-
engispretta kom frá Frakklandi
og svo mætti lengi telja. Gjafirnar
koma hátigninni á stundum ekki
sem best, til dæmis varð að hafa
krókódílinn í baðkerinu á hótel-
herberginu í Gambíu meðan
ráðgjafarnir reyndu í örvæntingu
að finna ráð til að koma skrímsl-
inu fyrir til frambúðar.
Það getur verið í besta lagi að
sýna hið stóra sterka karlmenni ef
það er hin eftirsóknarverða ímynd.
En betra er þá að vera hlutverkinu
vaxinn því hin minnstu mistök geta
kostað verstu niðurlægingu - jafnvel
lífið sjálft.
Telly Savalas var eftirlitsmaður á
baðströnd við Jonesströndina á Long
Island þegar hann var fimmtán ára
gamall. Eitt fagurt sumarkvöld tók
hann eftir hópi fagurra kvenmanns-
búka sem veittu honum nána athygli.
í slíkum tilvikum geta jafnvel bestu
menn misst sjálfsstjórnina og það
gerðist einmitt með Telly. Hann á-
kvað að vera hinn sterki og ómót-
stæðilegi karlmaður og til þess að
vekja með stúlknagerinu næga að-
dáun stakk hann sér í sjóinn með
tilþrifum. Stefnan var tekin á haf út.
Næst þegar hann leit til lands var
augljóst að honum hafði heppnast
að draga að sér allra augu og því
varð að halda leiknum áfram og
synda lengra. Eftir skamma stund
fannst honum kuldinn i sjónum orð-
inn allmikill og myrkrið lítt spenn-
andi. Og það sem verra var - Telly
hafði gersamlega týnt áttum.
Næstu átján klukkustundirnar
barðist hann við að halda sér á floti
og reyndi af örvæntingu að finna
land. Um það bil er kraftarnir voru
á þrotum náði hann landi og komst
að því að hann var á Monmouth-
ströndinni í New Jersey - tuttugu
og fimm mílur frá upphafsstaðnum.
Um málið hefur Telly Savalas að-
eins eitt að segja: „Kvenfólkið er
alveg stórkostlegt en það að halda
lífi er jafnvel enn betra!“
Kapp er best með forsjá - ef þú vilt lífi halda! Telly Savalas synti i átján klukkustundir.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Aristoteles
Onassis
reyndi allt til þess að fá Jackie
Kennedy til þess að samþykkja
skilnað eftir að honum varð Ijós
dugnaður hennar við að koma
fjármunum í lóg. Forsetaekkjan
lét ekki segjast og Ari sagði vin-
um sínum að hann hefði þarna
látið hafa sig að hreinu fífli. Fyrri
ástkonur kappans höfðu látið
hann stjórna lífi sínu að miklu
leyti en Jackie lifði sínu eigin > i
lífi þrátt fyrir stöðugar tilraunir
skipakóngsins til þess að kúga
hana til hlýðni. Það eina sem
karlinn gat gert í stöðunni var
að breyta erfðaskránni - sem
hann dundaði við daglega að
sögn kunnugra.
Boy George
Priscilla
Presley
hefur látið það út leka að fyrir
þessa jólaös muni hún giftast
hinum tíu árum yngri Marco
Garibaldi. Þessi rokkekkja og
Dallasstjarna ætlar samt alls ekki
að láta pappírana hafa áhrif á
nafngiftir - Presley mun hún
heita framvegis sem fyrrum.
Hún er annars vel skriðin yfir
fertugt og segist i betra formi
nú en nokkru sinni áður.
segir elskhuga sinn, Michael,
og bréf frá aðdáendum hafa
hreinlega bjargað lífi sinu þegar
hann var að verða viðþolslaus
af heróinlöngun í meðferðinni.
Sum bréfin voru svo hughrey-
standi að hann sat grátandi
timunum saman og reyndi að
gera sér grein fyrir eigin mistök-
um. ,,Það er aðeins eitt sem mig
langar að segja við unglingana
- forðist alla vímugjafa og gerið
ykkur grein fyrir að heróínið er
það allra versta!"