Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. Sviðsljós Kók til að væta kverkarnar. Landið allt hefur verið á öðrum endanum síðustu dagana og hver stórviðburðurinn rekið annan. Á fimmtudegi fengum við nýja sjón- varpsstöð sem rann af stokkunum með hlykkjum og skrykkjum. Sannast þar kannski hið forn- kveðna að fall sé fararheill. Meðfylgjandi DV-myndir KAE sýna höfuð stöðvarinnar, Jón Óttar Ragnarsson, rétt fyrir upptöku upphafsávarpsins. Hafi einhver haldið að þessi þekktasti næringar- spekúlant þjóðarinnar dundi við að naga kálblöð og súpa vítamín- bættan gulrótarsafa skal sá mis- skilningur leiðréttur hér og nú. Annars tala myndirnar sinu máli um fyrstu skref þessa yngsta fjöl- miðils á íslandi. Bumburnar fá sér konu Þorgerður Malmquist, DV, Neskaupstað: Hljómsveitin Bumburnar í Nes- . kaupstað hefur nú ráðið sér söng- konu. Það er engin önnur en sú velþekkta Helga Steinsson en hún gat sér gott orð bæði sem leik- og söngkona fyrir nokkrum árum. Hún lék m.a. í söngleikjunum Hárinu og Jesus Christ Superstar og söng einn- ig með Janis Carol og Drífu Krist- jánsdóttir í söngtríóinu Nunnunum. Helga hefur búið hér ásamt fjöl- skyldu sinni síðan 1982 og starfar hún við bókasafn Neskaupstaðar auk kennslu í Verkmenntaskóla Austurlands en hún er kennari að mennt. Hljómsveitina skipa auk Helgu Smári Geirsson, söngur og saxófónn. Smári er skólastjóri Verkmennta- skóla Austurlands. Ágúst Ármann, bassi. Hann er skólastjóri Tónskóla Neskaupstaðar. Hlöðver Smári Har- aldsson, hljómborð. Hlöðver Smári er tónlistarkennari og lék með Galdrakörlum, Pelican og fleiri hljómsveitum hér áður. Guðjón Steinþórsson, gítar, tónlistarkenn- ari, og Pétur Hallgrímsson, trommur. Hann starfar við fiskmat. Bumhurnar hafa nú starfað í fjögur ár en konulausir fram að þessu. Uppistaðan í hljómsveitinni er úr hinni landsfrægu (alla vega á Aust- urlandi) Amon Ra sem stofnuð var árið 1971 og starfaði með hléum og mannabreytingum þar til 1981 og sjálfur Eurovision-kappinn Eiríkur Hauksson nam fræði sín þar. Fyrirmynd táninganna í kringum nítján hundruð og sextíu eða sjötíu var hin horaða tískusýningarstúlka Twiggy sem vakti óhug meðal margra af eldri kynslóðinni. Flestir töldu stúlkuna dæmigerða tískubólu sem hyrfi af sjónarsviðinu fljótlega. Fæstum flaug í hug að einhverjir hæfileikar gætu búið í blessaðri beinahrúgunni. En núna, allmorgum árum síðar, hefur Twiggy sannað sig svo um munar. Hún hélt velli þrátt fyrir breytta tíma og slær nú hressilega í gegn sem söngvari og leikkona á ekki ómerkari stað en því bandaríska Broadway. Meðfylgjandi mynd sýnir hana svo í nýjum sjónvarpsþáttum sem gerast eiga á Viktoríutímanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.